Tugmilljóna styrkir Kiwanis til geðverndar Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 10. október 2019 07:45 Barna- og unglingageðdeild hlaut 10 milljónir í styrk frá Kiwanis. Mynd/Hákon ágústsson Kiwanishreyfingin gaf á dögunum 20 milljónir til styrktar geðheilbrigðismálum. BUGL hlaut 10 milljóna króna styrk og Píeta samtökin einnig. Verkefnið er kallað K-dagurinn og fer fram sem sala á K-lyklinum um land allt. „Þetta verkefni er unnið í sjálfboðaliðavinnu eins og allt annað starf Kiwanis,“ segir Gylfi Ingvarsson, formaður K-dagsnefndar Kiwanis. „Við erum ekki með neina launaða sölumenn þannig að allt söfnunarfé fer til styrktar verkefninu,“ bætir hann við. „Við höfum gert þetta fimmtán sinnum á síðastliðnum 45 árum og uppreiknað eru þetta trúlega um eða yfir 300 milljónir sem við höfum safnað,“ segir Gylfi. Kiwanishreyfingin hefur í gegnum tíðina veitt styrki til ýmissa málefna sem öll tengjast geðvernd á einhvern hátt. Í ár hlutu Barna- og unglingageðdeild og Píeta samtökin hvort um sig 10 milljóna króna styrk frá Kiwanis. Styrkurinn er ágóði af sölu K-lykilsins sem seldur er á þriggja ára fresti. „Við völdum þessi tvö málefni núna og við gerðum það líka árið 2016,“ segir Gylfi. „BUGL hefur langoftast fengið styrk frá okkur en markmið Kiwanishreyfingarinnar er „Hjálpum börnum heimsins“ og þar passar BUGL vel inn,“ segir Gylfi. „Árið 2016 vorum við svo að kynna okkur starfsemi í kringum geðræn vandamál og funduðum með Píeta samtökunum sem voru þá rétt að byrja hér á landi. Þegar þau kynntu fyrir okkur starfsemi sína fannst okkur hún bæði mikilvæg og áhugaverð,“ segir hann. „Við ákváðum að styrkja Píeta þrátt fyrir að samtökin væru ný af nálinni og það gæti verið áskorun. Þau sögðu okkur svo síðar að styrkurinn frá okkur hefði verið hvatning og viðurkenning til þess að halda áfram,“ segir Gylfi. „Þau voru svo ánægð að þau spurðu hvort þau mættu knúsa okkur, það voru viðbrögðin, alveg frábært,“ bætir hann við glaður í bragði. Gylfi segir allar líkur á því að farið verði aftur í verkefnið að þremur árum liðnum og vonast hann til þess að enn sem áður verði safnað til styrktar geðvernd á Íslandi. „Landsmenn hafa tekið mjög vel í verkefnið og það er ekkert mál að selja lykilinn. Það er frábært að geta styrkt samtök í geðvernd hér á landi og svo hefur þetta bæði ýtt undir opnari umræðu um geðheilbrigðismál og hvatt fleiri fyrirtæki og félagasamtök til þess að styrkja málaflokkinn,“ segir Gylfi og bætir við að Kiwanishreyfingin þakki landsmönnum stuðninginn. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Kiwanishreyfingin gaf á dögunum 20 milljónir til styrktar geðheilbrigðismálum. BUGL hlaut 10 milljóna króna styrk og Píeta samtökin einnig. Verkefnið er kallað K-dagurinn og fer fram sem sala á K-lyklinum um land allt. „Þetta verkefni er unnið í sjálfboðaliðavinnu eins og allt annað starf Kiwanis,“ segir Gylfi Ingvarsson, formaður K-dagsnefndar Kiwanis. „Við erum ekki með neina launaða sölumenn þannig að allt söfnunarfé fer til styrktar verkefninu,“ bætir hann við. „Við höfum gert þetta fimmtán sinnum á síðastliðnum 45 árum og uppreiknað eru þetta trúlega um eða yfir 300 milljónir sem við höfum safnað,“ segir Gylfi. Kiwanishreyfingin hefur í gegnum tíðina veitt styrki til ýmissa málefna sem öll tengjast geðvernd á einhvern hátt. Í ár hlutu Barna- og unglingageðdeild og Píeta samtökin hvort um sig 10 milljóna króna styrk frá Kiwanis. Styrkurinn er ágóði af sölu K-lykilsins sem seldur er á þriggja ára fresti. „Við völdum þessi tvö málefni núna og við gerðum það líka árið 2016,“ segir Gylfi. „BUGL hefur langoftast fengið styrk frá okkur en markmið Kiwanishreyfingarinnar er „Hjálpum börnum heimsins“ og þar passar BUGL vel inn,“ segir Gylfi. „Árið 2016 vorum við svo að kynna okkur starfsemi í kringum geðræn vandamál og funduðum með Píeta samtökunum sem voru þá rétt að byrja hér á landi. Þegar þau kynntu fyrir okkur starfsemi sína fannst okkur hún bæði mikilvæg og áhugaverð,“ segir hann. „Við ákváðum að styrkja Píeta þrátt fyrir að samtökin væru ný af nálinni og það gæti verið áskorun. Þau sögðu okkur svo síðar að styrkurinn frá okkur hefði verið hvatning og viðurkenning til þess að halda áfram,“ segir Gylfi. „Þau voru svo ánægð að þau spurðu hvort þau mættu knúsa okkur, það voru viðbrögðin, alveg frábært,“ bætir hann við glaður í bragði. Gylfi segir allar líkur á því að farið verði aftur í verkefnið að þremur árum liðnum og vonast hann til þess að enn sem áður verði safnað til styrktar geðvernd á Íslandi. „Landsmenn hafa tekið mjög vel í verkefnið og það er ekkert mál að selja lykilinn. Það er frábært að geta styrkt samtök í geðvernd hér á landi og svo hefur þetta bæði ýtt undir opnari umræðu um geðheilbrigðismál og hvatt fleiri fyrirtæki og félagasamtök til þess að styrkja málaflokkinn,“ segir Gylfi og bætir við að Kiwanishreyfingin þakki landsmönnum stuðninginn.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“