Séu undir það búnir að verðhækkunum linni Hörður Ægisson skrifar 10. október 2019 07:00 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/vilhelm Aðilar á atvinnuhúsnæðismarkaði og lánveitendur verða að vera undir það búnir að viðvarandi verðhækkunum linni fyrr en síðar. Nokkur hætta er á að það skapist offramboð sem muni hafa í för með sér verðlækkanir. Sú hætta er hins vegar enn sem komið er að mestu takmörkuð við hótel og gistiheimili. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýju riti Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn kynnti í gær. Samanlagt námu útlán bankanna til fasteignafélaga og byggingargeirans um 20 prósentum af útlánum til viðskiptavina í lok ágúst. Vöxtur í útlánum til fasteignafélaga, sem hafa aukist mikið síðustu ár, fór minnkandi í lok síðasta árs en í byggingageiranum hefur lánavöxturinn verið mikill að undanförnu og nemur um 16 prósentum á síðustu tólf mánuðum. Verðlag at vinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað áfram á liðnum mánuðum og í lok annars ársfjórðungs hafði verðvísitala atvinnuhúsnæðis hækkað um tæplega 15 prósent að raungildi á milli ára. Vísitalan er nú töluvert yfir langtímaleitni, að því er fram kemur í ritinu, og hefur hækkað hlutfallslega mikið miðað við tengdar hagstærðir, svo sem landsframleiðslu og byggingarkostnað. Á það er bent í riti Seðlabankans að bankarnir eigi mikið undir stöðugleika og hagstæðri verðþróun á markaðnum. Vegna langvarandi verðhækkana og á markaði hafa verðhlutföll útlána þeirra með veði í atvinnuhúsnæði farið lækkandi. „Dvínandi vöxtur eftirspurnar og vaxandi framboð benda hins vegar til þess að leiguverð atvinnuhúsnæðis geti staðnað eða jafnvel lækkað eitthvað á næstu misserum,“ segir í ritinu. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, bendir á það í formála ritsins að vísbendingar séu um að velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman og að sölutími hafi lengst en á sama tíma hefur framboð aukist. Samhliða fjölgun nýbygginga hefur dregið úr skammtímaútleigu íbúða á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna. Offramboð og lækkun nafnverðs gætu fylgt í kjölfarið. Í því felst áhætta fyrir fjármálakerfið. „Lánastofnanir þurfa að búa sig undir að nýbyggingar seljist hægt, veðsetningarhlutföll fasteignaveðlána hækki og útlánatöp vegna íbúðarhúsnæðis aukist,“ segir hún og nefnir að tengsl séu á milli stöðu ferðaþjónustu og áhættu á íbúðarog atvinnuhúsnæðismörkuðum. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Aðilar á atvinnuhúsnæðismarkaði og lánveitendur verða að vera undir það búnir að viðvarandi verðhækkunum linni fyrr en síðar. Nokkur hætta er á að það skapist offramboð sem muni hafa í för með sér verðlækkanir. Sú hætta er hins vegar enn sem komið er að mestu takmörkuð við hótel og gistiheimili. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýju riti Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn kynnti í gær. Samanlagt námu útlán bankanna til fasteignafélaga og byggingargeirans um 20 prósentum af útlánum til viðskiptavina í lok ágúst. Vöxtur í útlánum til fasteignafélaga, sem hafa aukist mikið síðustu ár, fór minnkandi í lok síðasta árs en í byggingageiranum hefur lánavöxturinn verið mikill að undanförnu og nemur um 16 prósentum á síðustu tólf mánuðum. Verðlag at vinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað áfram á liðnum mánuðum og í lok annars ársfjórðungs hafði verðvísitala atvinnuhúsnæðis hækkað um tæplega 15 prósent að raungildi á milli ára. Vísitalan er nú töluvert yfir langtímaleitni, að því er fram kemur í ritinu, og hefur hækkað hlutfallslega mikið miðað við tengdar hagstærðir, svo sem landsframleiðslu og byggingarkostnað. Á það er bent í riti Seðlabankans að bankarnir eigi mikið undir stöðugleika og hagstæðri verðþróun á markaðnum. Vegna langvarandi verðhækkana og á markaði hafa verðhlutföll útlána þeirra með veði í atvinnuhúsnæði farið lækkandi. „Dvínandi vöxtur eftirspurnar og vaxandi framboð benda hins vegar til þess að leiguverð atvinnuhúsnæðis geti staðnað eða jafnvel lækkað eitthvað á næstu misserum,“ segir í ritinu. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, bendir á það í formála ritsins að vísbendingar séu um að velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman og að sölutími hafi lengst en á sama tíma hefur framboð aukist. Samhliða fjölgun nýbygginga hefur dregið úr skammtímaútleigu íbúða á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna. Offramboð og lækkun nafnverðs gætu fylgt í kjölfarið. Í því felst áhætta fyrir fjármálakerfið. „Lánastofnanir þurfa að búa sig undir að nýbyggingar seljist hægt, veðsetningarhlutföll fasteignaveðlána hækki og útlánatöp vegna íbúðarhúsnæðis aukist,“ segir hún og nefnir að tengsl séu á milli stöðu ferðaþjónustu og áhættu á íbúðarog atvinnuhúsnæðismörkuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira