Þörf sé fyrir 72 nýja sérnámslækna á ári Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. október 2019 07:30 Í sumar fékk bráðalækningadeild Landspítalans viðurkenningu til að veita fullt sérnám. Vísir/vilhelm Ákvörðunin um það hvaða sérnám á að veita á Íslandi, hve margir eru skráðir í viðkomandi sérnám og að hve miklu leyti það er veitt hér eru grundvallarspurningar varðandi framtíðarskipulag heilbrigðiskerfisins,“ segir Tómas Þór Ágústsson, formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala. Nú eru um 170 manns í sérnámi á Íslandi en í sumar fékk bráðalækningadeild Landspítala viðurkenningu mats- og hæfisnefndar heilbrigðisráðuneytisins til að veita fullt sérnám í bráðalækningum. Að sögn Tómasar hefur geta kerfisins hér til að veita sérnámsmenntun ekki verið formlega metin en það sé í vinnslu. „Þetta hefur verið greint innan spítalans og við áætlum að það þurfi að ráða að minnsta kosti 72 nýja sérnámslækna á ári til að viðhalda sama læknafjölda og í dag og fylgja þróun nágrannalandanna. Forsendur þessarar greiningar eru takmarkaðar og byggja meðal annars á núverandi fjölda sérfræðilækna og aldursdreifingu þeirra.“ Í fyrra voru ráðnir 58 nýir sérnámslæknar, langflestir í heimilislækningum og almennum lyflækningum. Tómas segir aðsóknina í sérnámið góða og sér fram á að námið muni halda áfram að vaxa. „Það er líka mikilvægt að átta sig á því að sama í hvaða sérnámi fólk er, þá er þetta fólkið í framlínunni á háskólasjúkrahúsinu. Þetta er fólkið sem er á vöktunum og sinnir sjúklingunum og er mjög mikilvægur hluti af mannafla spítalans.“ Tómas bendir á að á Íslandi sé aðeins eitt háskólasjúkrahús auk kennslusjúkrahúss á Akureyri. Um fyrirsjáanlega framtíð séu því aðeins burðir til að veita sérnám í grunnþáttum stærstu sérgreinanna eins og heimilislækninga, geðlækninga, almennra lyflækninga og nú bráðalækninga. „Það sem við þurfum á Íslandi næstu áratugina er fólk sem getur sinnt stærstu og algengustu vandamálunum sem geta samt verið flókin. Það er þetta sem við erum að búa til en undirsérgreinanám og flóknara sérnám erum við auðvitað ekki í stöðu til að veita,“ segir Tómas. Það hafi augljóslega jákvæð áhrif á gæði þjónustunnar að fólk sé að vinna í alþjóðlega viðurkenndu og vottuðu umhverfi. Fólk sem alist upp í slíku umhverfi sé miklu líklegra til að koma aftur heim og halda áfram að vinna innan þess kerfis. „Þetta leikur stórt hlutverk í framtíðarlöðun lækna og heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki hægt að reiða sig á heppni varðandi það hvaða fólk fer í hvaða sérgrein einhvers staðar í útlöndum og hverjir koma aftur heim. Það er ekki forsvaranlegt til lengri tíma þótt það hafi kannski virkað ágætlega hingað til.“ Hann segir að í sérnáminu hérlendis sé lögð mikil áhersla á samvinnu við virtar erlendar stofnanir. „Í dag er það í öllu sérnámi, nema í heimilislækningum og geðlækningum, að fólk þarf að taka hluta námsins erlendis. Við megum samt ekki gleyma því að við erum að mennta og þjálfa lækna fyrir Ísland. Þessi þjálfun verður að vera viðeigandi fyrir Ísland.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Ákvörðunin um það hvaða sérnám á að veita á Íslandi, hve margir eru skráðir í viðkomandi sérnám og að hve miklu leyti það er veitt hér eru grundvallarspurningar varðandi framtíðarskipulag heilbrigðiskerfisins,“ segir Tómas Þór Ágústsson, formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala. Nú eru um 170 manns í sérnámi á Íslandi en í sumar fékk bráðalækningadeild Landspítala viðurkenningu mats- og hæfisnefndar heilbrigðisráðuneytisins til að veita fullt sérnám í bráðalækningum. Að sögn Tómasar hefur geta kerfisins hér til að veita sérnámsmenntun ekki verið formlega metin en það sé í vinnslu. „Þetta hefur verið greint innan spítalans og við áætlum að það þurfi að ráða að minnsta kosti 72 nýja sérnámslækna á ári til að viðhalda sama læknafjölda og í dag og fylgja þróun nágrannalandanna. Forsendur þessarar greiningar eru takmarkaðar og byggja meðal annars á núverandi fjölda sérfræðilækna og aldursdreifingu þeirra.“ Í fyrra voru ráðnir 58 nýir sérnámslæknar, langflestir í heimilislækningum og almennum lyflækningum. Tómas segir aðsóknina í sérnámið góða og sér fram á að námið muni halda áfram að vaxa. „Það er líka mikilvægt að átta sig á því að sama í hvaða sérnámi fólk er, þá er þetta fólkið í framlínunni á háskólasjúkrahúsinu. Þetta er fólkið sem er á vöktunum og sinnir sjúklingunum og er mjög mikilvægur hluti af mannafla spítalans.“ Tómas bendir á að á Íslandi sé aðeins eitt háskólasjúkrahús auk kennslusjúkrahúss á Akureyri. Um fyrirsjáanlega framtíð séu því aðeins burðir til að veita sérnám í grunnþáttum stærstu sérgreinanna eins og heimilislækninga, geðlækninga, almennra lyflækninga og nú bráðalækninga. „Það sem við þurfum á Íslandi næstu áratugina er fólk sem getur sinnt stærstu og algengustu vandamálunum sem geta samt verið flókin. Það er þetta sem við erum að búa til en undirsérgreinanám og flóknara sérnám erum við auðvitað ekki í stöðu til að veita,“ segir Tómas. Það hafi augljóslega jákvæð áhrif á gæði þjónustunnar að fólk sé að vinna í alþjóðlega viðurkenndu og vottuðu umhverfi. Fólk sem alist upp í slíku umhverfi sé miklu líklegra til að koma aftur heim og halda áfram að vinna innan þess kerfis. „Þetta leikur stórt hlutverk í framtíðarlöðun lækna og heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki hægt að reiða sig á heppni varðandi það hvaða fólk fer í hvaða sérgrein einhvers staðar í útlöndum og hverjir koma aftur heim. Það er ekki forsvaranlegt til lengri tíma þótt það hafi kannski virkað ágætlega hingað til.“ Hann segir að í sérnáminu hérlendis sé lögð mikil áhersla á samvinnu við virtar erlendar stofnanir. „Í dag er það í öllu sérnámi, nema í heimilislækningum og geðlækningum, að fólk þarf að taka hluta námsins erlendis. Við megum samt ekki gleyma því að við erum að mennta og þjálfa lækna fyrir Ísland. Þessi þjálfun verður að vera viðeigandi fyrir Ísland.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira