Íslendingar forða sér unnvörpum til Spánar Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2019 10:03 Ekki væsir um Sigurjón og Kristborg á Spáni en þar hafa þau vetursetu. Undanfarin ár, eftir að krónan fór að braggast nokkru eftir fjármálahrunið mikla 2008 og dýrtíðin að aukast á Íslandi, hefur færst verulega í aukana að fólk flytji sig frá Íslandi til Spánar, það er þeir sem ekki eru uppteknir og fastir við það á Fróni að maka krókinn eða eru launaþrælar sem sjá ekki til sólar. Ekki síst eru það eldri borgarar sem sjá þannig tækifæri til að fá meira fyrir krónurnar sínar. „Hvað veldur því að fólk vill verja vetrinum fjarri Íslandi, og á helst á Spáni?“ spyr Sigurjón M. Egilsson sem heldur úti vefsíðunni Miðjunni í upphafi færslu þar sem hann ber saman búsetu á Spáni og Íslandi.Spánn í öllu sínu veldi. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá voru 700 Íslendingar skráðir með búsetu á Spáni fyrir ári. En, fastlega má gera ráð fyrir því að þeir séu talsvert fleiri.visir/jbgHann segir að þar ráði tvennt mestu. Veður og verð. Þetta er ekki flókið. Og veðrið í Alicante er nú þegar þetta er skrifað brakandi blíða; gola, 25 stiga hiti og sól. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá voru 699 Íslendingar skráðir með búsetu á Spáni þann 1. desember 2018. Utanríkisráðuneytið býr að öðru leyti ekki yfir upplýsingum um Íslendinga sem þar kunna að dveljast til lengri eða skemmri tíma. Svo segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. En, víst má telja að þeir séu miklu fleiri sem ekki hafa skráð búsetu sína á Spáni sérstaklega. Vísir þekkir til margra sem hafa þann háttinn á.Heimavöllurinn er Las Ramblas Sigurjón, sem hefur þann háttinn á að hafa vetursetu á Spáni og lætur vel að sér og þeim hjónum. Hann lýsir þessu nánar á sinni síðu og segir veðrið á Spáni opna ótal möguleika til þægilegrar útiveru. „Okkar útivera er golf. Golfið er dýrast af öllu. Við borgum um nærri 30.000 á mánuði hvort í þá sex mánuði sem við hyggjumst vera hér. Kristborg [Hákonardóttir] er sjúk í golf, og ég fylgi. Það lætur nærri að hver hringur kosti hvort okkar um 1.100 krónur. Sem sagt, ekki svo dýrt ef mikið er spilað.“Sigurjón og Kristrún njóta þess að vera á Spáni. Hitinn gerir að sögn Sigurjóns mikið fyrir stirða liði líkamans.smeÞau hjónin Sigurjón og Kristborg eru nú með sinn heimavöll Las Ramblas sem fjöldi Íslendinga sem hafa farið til Spánar til að leika golf þekkja.Leigja þriggja herberga íbúð á 73 þúsund krónur Hjónin leigja nýlega og fína þriggja herbergja íbúð í nýlegri blokk á 550 evrur á mánuði. „Borguðum að mestu þegar við pöntuðum. Þá var krónan öflugri en hún er í dag. Húsaleigan kostar okkar rétt um 73.000 á mánuði,“ skrifar Sigurjón og heldur áfram að bera saman hvað fæst fyrir peninginn. Sigurjón lýsir aðstæðum, í garðinum hafa þau sundlaug en hún er ekki heit. „En karl eins og ég sem á meðal annars tíu vetrarvertíðir að baki lætur kalt vatn ekki stöðva sig. Stuttur sundsprettur og afslöppun á bakkanum er fínt. Minnir á kalda pottinn í lauginni heima. Lagar margt að fara úr hita í kulda og svo áfram og áfram.“ Hefðbundið „myllubrauð“ kostar 85 krónur Sigurjón, sem gamall fréttahundur og meðal annars sem fyrrverandi blaðamaður á DV undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar, áttar sig vel á mikilvægi neytendafrétta. Því víkur nú sögunni að kaupum á nauðsynjum og öðrum lífsins gæðum.Fjölmargir Íslendingar leita til Spánar meðal annars til að leika golf. Sigurjón hefur tekið saman kostnaðinn við það, sæmilega dýrt er að spila á Spáni en með ástundun er hægt að ná þeim kostnaði niður.visir/jbg„Hefðbundið „myllubrauð“ kostar hér 85 krónur og fyrir þau sem drekka kostar vodkaflaska 885 krónur. Þvottur í bílaþvottastöð kostar um 700 krónur. Við þurfum að kaupa allt neysluvatn. Átta lítra tankur kostar um 110 krónur. Kjörið að kippa honum með þegar farið er í búðarferð og lítið er keypt og lítið þarf að bera.“ Sigurjón lofar lesendum sínum að hann muni gera grein nánar fyrir því hvað karfan kostar á Spáni.Ljómandi læknaþjónusta Sigurjón gerir einnig læknisþjónustu á Spáni að umfjöllunarefni, segir þau hjónin ekki hafa reynslu af slíku, þau hafa ekki þurft að leita sér læknisaðstoðar. „Annað fólk, sem það hefur reynt, er mjög sátt. Apótekin hér eru fín. Ég er rati þegar kemur að þeirri deild en Kristborg segir mér að hún fái afgreidd lyf hér sem er ekki möguleiki á að fá heima án lyfseðils. Og verðið er víst allt annað hér. Helsti kosturinn við að vera hér í hitanum er samt sá, að bilaðir og slitnir skrokkar eru bara allt aðrir og betri í hitanum.“ Eldri borgarar Íslendingar erlendis Neytendur Spánn Tengdar fréttir Nýtur lífsins á Spáni á lífeyrinum en saknar vina sinna Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. 1. október 2019 10:59 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Undanfarin ár, eftir að krónan fór að braggast nokkru eftir fjármálahrunið mikla 2008 og dýrtíðin að aukast á Íslandi, hefur færst verulega í aukana að fólk flytji sig frá Íslandi til Spánar, það er þeir sem ekki eru uppteknir og fastir við það á Fróni að maka krókinn eða eru launaþrælar sem sjá ekki til sólar. Ekki síst eru það eldri borgarar sem sjá þannig tækifæri til að fá meira fyrir krónurnar sínar. „Hvað veldur því að fólk vill verja vetrinum fjarri Íslandi, og á helst á Spáni?“ spyr Sigurjón M. Egilsson sem heldur úti vefsíðunni Miðjunni í upphafi færslu þar sem hann ber saman búsetu á Spáni og Íslandi.Spánn í öllu sínu veldi. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá voru 700 Íslendingar skráðir með búsetu á Spáni fyrir ári. En, fastlega má gera ráð fyrir því að þeir séu talsvert fleiri.visir/jbgHann segir að þar ráði tvennt mestu. Veður og verð. Þetta er ekki flókið. Og veðrið í Alicante er nú þegar þetta er skrifað brakandi blíða; gola, 25 stiga hiti og sól. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá voru 699 Íslendingar skráðir með búsetu á Spáni þann 1. desember 2018. Utanríkisráðuneytið býr að öðru leyti ekki yfir upplýsingum um Íslendinga sem þar kunna að dveljast til lengri eða skemmri tíma. Svo segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. En, víst má telja að þeir séu miklu fleiri sem ekki hafa skráð búsetu sína á Spáni sérstaklega. Vísir þekkir til margra sem hafa þann háttinn á.Heimavöllurinn er Las Ramblas Sigurjón, sem hefur þann háttinn á að hafa vetursetu á Spáni og lætur vel að sér og þeim hjónum. Hann lýsir þessu nánar á sinni síðu og segir veðrið á Spáni opna ótal möguleika til þægilegrar útiveru. „Okkar útivera er golf. Golfið er dýrast af öllu. Við borgum um nærri 30.000 á mánuði hvort í þá sex mánuði sem við hyggjumst vera hér. Kristborg [Hákonardóttir] er sjúk í golf, og ég fylgi. Það lætur nærri að hver hringur kosti hvort okkar um 1.100 krónur. Sem sagt, ekki svo dýrt ef mikið er spilað.“Sigurjón og Kristrún njóta þess að vera á Spáni. Hitinn gerir að sögn Sigurjóns mikið fyrir stirða liði líkamans.smeÞau hjónin Sigurjón og Kristborg eru nú með sinn heimavöll Las Ramblas sem fjöldi Íslendinga sem hafa farið til Spánar til að leika golf þekkja.Leigja þriggja herberga íbúð á 73 þúsund krónur Hjónin leigja nýlega og fína þriggja herbergja íbúð í nýlegri blokk á 550 evrur á mánuði. „Borguðum að mestu þegar við pöntuðum. Þá var krónan öflugri en hún er í dag. Húsaleigan kostar okkar rétt um 73.000 á mánuði,“ skrifar Sigurjón og heldur áfram að bera saman hvað fæst fyrir peninginn. Sigurjón lýsir aðstæðum, í garðinum hafa þau sundlaug en hún er ekki heit. „En karl eins og ég sem á meðal annars tíu vetrarvertíðir að baki lætur kalt vatn ekki stöðva sig. Stuttur sundsprettur og afslöppun á bakkanum er fínt. Minnir á kalda pottinn í lauginni heima. Lagar margt að fara úr hita í kulda og svo áfram og áfram.“ Hefðbundið „myllubrauð“ kostar 85 krónur Sigurjón, sem gamall fréttahundur og meðal annars sem fyrrverandi blaðamaður á DV undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar, áttar sig vel á mikilvægi neytendafrétta. Því víkur nú sögunni að kaupum á nauðsynjum og öðrum lífsins gæðum.Fjölmargir Íslendingar leita til Spánar meðal annars til að leika golf. Sigurjón hefur tekið saman kostnaðinn við það, sæmilega dýrt er að spila á Spáni en með ástundun er hægt að ná þeim kostnaði niður.visir/jbg„Hefðbundið „myllubrauð“ kostar hér 85 krónur og fyrir þau sem drekka kostar vodkaflaska 885 krónur. Þvottur í bílaþvottastöð kostar um 700 krónur. Við þurfum að kaupa allt neysluvatn. Átta lítra tankur kostar um 110 krónur. Kjörið að kippa honum með þegar farið er í búðarferð og lítið er keypt og lítið þarf að bera.“ Sigurjón lofar lesendum sínum að hann muni gera grein nánar fyrir því hvað karfan kostar á Spáni.Ljómandi læknaþjónusta Sigurjón gerir einnig læknisþjónustu á Spáni að umfjöllunarefni, segir þau hjónin ekki hafa reynslu af slíku, þau hafa ekki þurft að leita sér læknisaðstoðar. „Annað fólk, sem það hefur reynt, er mjög sátt. Apótekin hér eru fín. Ég er rati þegar kemur að þeirri deild en Kristborg segir mér að hún fái afgreidd lyf hér sem er ekki möguleiki á að fá heima án lyfseðils. Og verðið er víst allt annað hér. Helsti kosturinn við að vera hér í hitanum er samt sá, að bilaðir og slitnir skrokkar eru bara allt aðrir og betri í hitanum.“
Eldri borgarar Íslendingar erlendis Neytendur Spánn Tengdar fréttir Nýtur lífsins á Spáni á lífeyrinum en saknar vina sinna Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. 1. október 2019 10:59 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Nýtur lífsins á Spáni á lífeyrinum en saknar vina sinna Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. 1. október 2019 10:59