Hæstaréttarlögmaður og fótboltadómari fertugur Davíð Stefánsson skrifar 29. október 2019 07:00 Arnar Þór ásamt eiginkonu sinni Sunnu Jóhannsdóttur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Arnar Þór Stefánsson fæddist 29. október 1979 í Reykjavík en ólst upp á Húsavík til 11 ára aldurs. Þaðan lá leiðin suður en ræturnar fyrir norðan eru alltaf sterkar enda býr hluti fjölskyldunnar þar. Hvernig leggst aldurinn í þig? „Stórvel, enda er fertugum allt fært. Sjaldan verið í betra standi held ég. Það segja alla vega þrektölurnar,“ segir hann sposkur. Arnar var í Barnaskóla Húsavíkur fyrstu árin, sótti Flataskóla í Garðabæ í eitt ár og síðan Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Hann varð stúdent frá MR árið 1999. Hann varð lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2004, héraðsdómslögmaður í júní 2005 og síðan hæstaréttarlögmaður í mars 2011. „Þetta voru ágæt ár í MR. Ég var meðal annars í sigurliði MR í Gettu betur árið 1998 og svo aftur 1999. Ég keppti reyndar síðar í Útsvari fyrir Norðurþing með miklu lakari árangri þótt það hafi verið gaman að keppa fyrir heimabyggðina,“ segir Arnar. Á unglings- og menntaskólaárum vann Arnar við bensínafgreiðslu hjá Olíufélaginu í Mosfellsbæ, ESSO. „Með háskólanáminu upp úr aldamótum vann ég sem næturfréttamaður á RÚV og síðar reyndar á dagvöktum. „Á nóttinni var ég nokkurs konar útsendingarstjóri, tengdi Veðurstofuna inn í útsendingu kl. 4.30 og las fréttir klukkan 2, 5 og 6, og spilaði stundum óskalög í leyni fyrir vini og kunningja, einkum um helgar. Það hlýtur að vera í lagi að segja frá því núna.“ „Eftir útskrift í háskólanum var ég hjá Umboðsmanni Alþingis í hálft ár og síðan aðstoðarmaður í Hæstarétti í eitt ár,“ segir Arnar sem hefur síðan starfað sem lögmaður á LEX lögmannastofu og verið einn eigenda LEX frá árinu 2008. Hann hefur að auki kennt við háskólana og á námskeiði til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Eiginkona Arnars er Sunna Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur, fædd árið 1974. Börn Arnars og Sunnu eru Vala, fædd árið 2012, og Auður, fædd árið 2015. Dætur Sunnu eru tvíburarnir Sól Elíasdóttir, nemi í arkitektúr, og Embla Mjöll Elíasdóttir hjúkrunarfræðinemi, fæddar árið 1995. „Ég er mikill fjölskyldumaður og ver langmestum frítímanum með fjölskyldunni. Við ferðumst mikið og skoðum heiminn saman, bæði til útlanda sem og innanlands,“ segir Arnar. Annað mikilvægt áhugamál Arnars er fótbolti. Hann er landsdómari í fótbolta og hefur réttindi til að dæma í öllum deildum. „Ég er mun skárri dómari en leikmaður. Ég komst aldrei í lið í yngri flokkum og var alltaf valinn síðastur. En fann mig annars staðar á vellinum á efri árum með flautuna.“ Arnar ætlar að fagna tímamótunum með fjölskyldunni. „Við höfum það fyrir sið að fara á Hamborgarafabrikkuna með börnin á afmælisdaginn þegar einhver á afmæli á fjölskyldunni. Ætli það verði ekki ofan á núna eins og áður.“ Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Norðurþing Tímamót Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Arnar Þór Stefánsson fæddist 29. október 1979 í Reykjavík en ólst upp á Húsavík til 11 ára aldurs. Þaðan lá leiðin suður en ræturnar fyrir norðan eru alltaf sterkar enda býr hluti fjölskyldunnar þar. Hvernig leggst aldurinn í þig? „Stórvel, enda er fertugum allt fært. Sjaldan verið í betra standi held ég. Það segja alla vega þrektölurnar,“ segir hann sposkur. Arnar var í Barnaskóla Húsavíkur fyrstu árin, sótti Flataskóla í Garðabæ í eitt ár og síðan Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Hann varð stúdent frá MR árið 1999. Hann varð lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2004, héraðsdómslögmaður í júní 2005 og síðan hæstaréttarlögmaður í mars 2011. „Þetta voru ágæt ár í MR. Ég var meðal annars í sigurliði MR í Gettu betur árið 1998 og svo aftur 1999. Ég keppti reyndar síðar í Útsvari fyrir Norðurþing með miklu lakari árangri þótt það hafi verið gaman að keppa fyrir heimabyggðina,“ segir Arnar. Á unglings- og menntaskólaárum vann Arnar við bensínafgreiðslu hjá Olíufélaginu í Mosfellsbæ, ESSO. „Með háskólanáminu upp úr aldamótum vann ég sem næturfréttamaður á RÚV og síðar reyndar á dagvöktum. „Á nóttinni var ég nokkurs konar útsendingarstjóri, tengdi Veðurstofuna inn í útsendingu kl. 4.30 og las fréttir klukkan 2, 5 og 6, og spilaði stundum óskalög í leyni fyrir vini og kunningja, einkum um helgar. Það hlýtur að vera í lagi að segja frá því núna.“ „Eftir útskrift í háskólanum var ég hjá Umboðsmanni Alþingis í hálft ár og síðan aðstoðarmaður í Hæstarétti í eitt ár,“ segir Arnar sem hefur síðan starfað sem lögmaður á LEX lögmannastofu og verið einn eigenda LEX frá árinu 2008. Hann hefur að auki kennt við háskólana og á námskeiði til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Eiginkona Arnars er Sunna Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur, fædd árið 1974. Börn Arnars og Sunnu eru Vala, fædd árið 2012, og Auður, fædd árið 2015. Dætur Sunnu eru tvíburarnir Sól Elíasdóttir, nemi í arkitektúr, og Embla Mjöll Elíasdóttir hjúkrunarfræðinemi, fæddar árið 1995. „Ég er mikill fjölskyldumaður og ver langmestum frítímanum með fjölskyldunni. Við ferðumst mikið og skoðum heiminn saman, bæði til útlanda sem og innanlands,“ segir Arnar. Annað mikilvægt áhugamál Arnars er fótbolti. Hann er landsdómari í fótbolta og hefur réttindi til að dæma í öllum deildum. „Ég er mun skárri dómari en leikmaður. Ég komst aldrei í lið í yngri flokkum og var alltaf valinn síðastur. En fann mig annars staðar á vellinum á efri árum með flautuna.“ Arnar ætlar að fagna tímamótunum með fjölskyldunni. „Við höfum það fyrir sið að fara á Hamborgarafabrikkuna með börnin á afmælisdaginn þegar einhver á afmæli á fjölskyldunni. Ætli það verði ekki ofan á núna eins og áður.“
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Norðurþing Tímamót Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira