Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. október 2019 06:15 Jón Gunnarsson, varaformaður samgöngunefndarinnar. Fréttablaðið/Ernir Jón Gunnarsson, segir brýnt að nota viðbótarfjármagn til samgönguáætlunar til að byggja upp varaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Þremur flugvélum Icelandair var beint til Akureyrar þegar neyð kom upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflutningavél rann út af flugbraut. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir félagið ekki hafa beint flugvélunum til Akureyrar heldur væri það hluti af ferlum flugfélagsins. „Þetta er þannig ástand að það verður að bregðast við sem allra fyrst,“ segir Jón. „Í samgönguáætlun reiknuðum við með ákveðnum aðferðum til að leysa málið en þær hafa ekki gengið eftir. Það er einsýnt í mínum huga að þeir 4 milljarðar sem koma til viðbótar í fjárlögum verði notaðir til uppbyggingar á varaflugvöllum.“ Í samgönguáætluninni sem afgreidd var í febrúar var fjallað um ástand varaflugvalla fyrir millilandaflug sem bæði öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair vöruðu við. Kom þar fram að framkvæmdir á Akureyri og Egilsstöðum þyldu ekki 10 til 15 ára bið. „Verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins er orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðustu ára. Þessi langvinna þróun veldur brestum í flugvallakerfinu sem almenningi eru huldir en eru engu að síður ógn við flugöryggi,“ sagði í áliti öryggisnefndar. Jón segir að forgangsverkefni ættu að vera akstursbraut á Egilsstaðaflugvelli, sem gæti nýst sem flugvélageymsla í mikilli umferð, og að fullklára flughlaðið á Akureyri. „Meirihluti samgöngunefndar og þingið eru sammála um að fara þurfi í uppbyggingu á varaflugvallakerfinu,“ segir Jón. „Boltinn er hjá ráðherra að koma með lausnir á því hvernig við förum í þessar stórstígu framkvæmdir.“ Hvað varðar varaflugvellina hefur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra beint athyglinni að Isavia. „Ráðherra hefur ekki sýnt að hann ætli að setja fjármagn í varaflugvellina,“ segir Jón. „Með óljósum skilyrðum segir hann að Isavia eigi að fara í þessa uppbyggingu. Þá þyrftu þeir að draga úr framkvæmdum í Keflavík, sem ég sé ekki að sé lausn í málinu.“ „Ég tel að samgönguráðherra sé á rangri leið. Það eru mikil tækifæri í uppbyggingu Akureyrarflugvallar og það er vont að sjá hvernig hann leggur þetta fram,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mun hún beita sér fyrir breytingum á samgönguáætlun í þinginu. „Auðvitað er mikilvægt að ráðast í uppbyggingu á Egilsstöðum líka og ég fagna því. Það er samt sem áður ljóst að við þurfum á báðum varaflugvöllum að halda. Ekki síst yrðu það mistök hjá okkur að grípa ekki það tækifæri að byggja upp Akureyrarflugvöll sem aðra gátt inn í landið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri, tekur í sama streng og Jón og Albertína, en hann hefur lagt mikla áherslu á flugöryggismál. „Fyrir eyju eins og Ísland, með umsvifamikinn flugrekstur, er það grundvallarþáttur að til sé öflugt varaflugvallakerfi í landinu. Þetta hefur ekki náð nægilega vel til eyrna framkvæmdavaldsins,“ segir hann. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, segir brýnt að nota viðbótarfjármagn til samgönguáætlunar til að byggja upp varaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Þremur flugvélum Icelandair var beint til Akureyrar þegar neyð kom upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflutningavél rann út af flugbraut. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir félagið ekki hafa beint flugvélunum til Akureyrar heldur væri það hluti af ferlum flugfélagsins. „Þetta er þannig ástand að það verður að bregðast við sem allra fyrst,“ segir Jón. „Í samgönguáætlun reiknuðum við með ákveðnum aðferðum til að leysa málið en þær hafa ekki gengið eftir. Það er einsýnt í mínum huga að þeir 4 milljarðar sem koma til viðbótar í fjárlögum verði notaðir til uppbyggingar á varaflugvöllum.“ Í samgönguáætluninni sem afgreidd var í febrúar var fjallað um ástand varaflugvalla fyrir millilandaflug sem bæði öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair vöruðu við. Kom þar fram að framkvæmdir á Akureyri og Egilsstöðum þyldu ekki 10 til 15 ára bið. „Verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins er orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðustu ára. Þessi langvinna þróun veldur brestum í flugvallakerfinu sem almenningi eru huldir en eru engu að síður ógn við flugöryggi,“ sagði í áliti öryggisnefndar. Jón segir að forgangsverkefni ættu að vera akstursbraut á Egilsstaðaflugvelli, sem gæti nýst sem flugvélageymsla í mikilli umferð, og að fullklára flughlaðið á Akureyri. „Meirihluti samgöngunefndar og þingið eru sammála um að fara þurfi í uppbyggingu á varaflugvallakerfinu,“ segir Jón. „Boltinn er hjá ráðherra að koma með lausnir á því hvernig við förum í þessar stórstígu framkvæmdir.“ Hvað varðar varaflugvellina hefur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra beint athyglinni að Isavia. „Ráðherra hefur ekki sýnt að hann ætli að setja fjármagn í varaflugvellina,“ segir Jón. „Með óljósum skilyrðum segir hann að Isavia eigi að fara í þessa uppbyggingu. Þá þyrftu þeir að draga úr framkvæmdum í Keflavík, sem ég sé ekki að sé lausn í málinu.“ „Ég tel að samgönguráðherra sé á rangri leið. Það eru mikil tækifæri í uppbyggingu Akureyrarflugvallar og það er vont að sjá hvernig hann leggur þetta fram,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mun hún beita sér fyrir breytingum á samgönguáætlun í þinginu. „Auðvitað er mikilvægt að ráðast í uppbyggingu á Egilsstöðum líka og ég fagna því. Það er samt sem áður ljóst að við þurfum á báðum varaflugvöllum að halda. Ekki síst yrðu það mistök hjá okkur að grípa ekki það tækifæri að byggja upp Akureyrarflugvöll sem aðra gátt inn í landið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri, tekur í sama streng og Jón og Albertína, en hann hefur lagt mikla áherslu á flugöryggismál. „Fyrir eyju eins og Ísland, með umsvifamikinn flugrekstur, er það grundvallarþáttur að til sé öflugt varaflugvallakerfi í landinu. Þetta hefur ekki náð nægilega vel til eyrna framkvæmdavaldsins,“ segir hann.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira