Landsliðshlutabréfin hækkuðu hjá þessum sex um helgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2019 11:30 Kári Kristján átti eftirminnilega endurkomu í landsliðið um helgina. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti því sænska í tveimur vináttulandsleikjum í Svíþjóð um helgina.Ísland vann fyrri leikinn í Kristianstad, 26-27, en tapaði þeim seinni í Karlskrona, 35-31. Sterka leikmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson vantaði í íslenska liðið í leikjunum tveimur og því fengu aðrir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Framundan er Evrópumótið í Austurríki, Noregi og Svíþjóð og nokkrir leikmenn bönkuðu fastar en aðrir á landsliðsdyrnar um helgina og juku möguleika sína á að komast í EM-hópinn. Landsliðshlutabréf eftirtalinna sex leikmanna hækkuðu eftir leikina gegn Svíþjóð:Kári Kristján Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár. Guðmundur óskaði eftir meiri sóknarþunga á línunni og Kári kom með hann. Eyjamaðurinn skoraði samtals sjö mörk í leikjunum tveimur og var sérstaklega öflugur í þeim fyrri. Miðað við frammistöðuna gegn Svíum er líklegt að Kári fari með á EM.Haukur Þrastarson Selfyssingurinn var frábær í leikjunum tveimur og nýtti sitt tækifæri vel. Stýrði spilinu af öryggi og var ógnandi. Skoraði sex mörk úr sjö skotum. Hlýtur að vera í EM-hópnum.Sveinn Jóhannsson Spilaði nánast allan tímann í miðri vörninni í báðum leikjunum. Var frábær í fyrri leiknum en átti í erfiðleikum í þeim seinni. Jók samt möguleika sína á að fara með á EM með frammistöðunni um helgina.Viggó Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki um helgina en spilaði ekki eins og nýliði. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu í fyrri leiknum og fékk brottvísun en lék vel eftir það. Afar vel spilandi og skynsamur leikmaður sem getur spilað vörn. Gæti komist í EM-hópinn, sérstaklega ef Ómar Ingi Magnússon verður lengur frá.Gísli Þorgeir Kristjánsson Lék ekkert í fyrri leiknum en átti frábæra innkomu í þann seinni. Er farinn að geta skotið á markið og nýtti fyrstu þrjú skotin sín. Gaf nokkuð eftir í seinni hálfleik í seinni leiknum enda kannski ekki í mikilli leikæfingu.Viktor Gísli Hallgrímsson Var fínn í fyrri hálfleik í fyrri leiknum. Varði vel í fyrri hálfleiknum og kom svo inn á undir lokin og varði síðustu tvö skot Svía. Var í fullt af skotum en vantaði stundum herslumuninn. Náði sér ekki á strik í seinni leiknum enda fékk hann oft erfið skot á sig úr góðum færum. Guðmundur getur heilt yfir verið ánægður með leikina tvo og ekki er hægt að segja að neinn leikmaður hafi beint spilað sig út úr landsliðsmyndinni. Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ýmir Örn Gíslason og Sigvaldi Guðjónsson verða alltaf í EM-hópnum og Teitur Örn Einarsson og Ágúst Elí Björgvinsson fara að öllum líkindum með til Malmö þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn. Íslendingar eru í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússum og Ungverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Danmörku 11. janúar. EM 2020 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti því sænska í tveimur vináttulandsleikjum í Svíþjóð um helgina.Ísland vann fyrri leikinn í Kristianstad, 26-27, en tapaði þeim seinni í Karlskrona, 35-31. Sterka leikmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson vantaði í íslenska liðið í leikjunum tveimur og því fengu aðrir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Framundan er Evrópumótið í Austurríki, Noregi og Svíþjóð og nokkrir leikmenn bönkuðu fastar en aðrir á landsliðsdyrnar um helgina og juku möguleika sína á að komast í EM-hópinn. Landsliðshlutabréf eftirtalinna sex leikmanna hækkuðu eftir leikina gegn Svíþjóð:Kári Kristján Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár. Guðmundur óskaði eftir meiri sóknarþunga á línunni og Kári kom með hann. Eyjamaðurinn skoraði samtals sjö mörk í leikjunum tveimur og var sérstaklega öflugur í þeim fyrri. Miðað við frammistöðuna gegn Svíum er líklegt að Kári fari með á EM.Haukur Þrastarson Selfyssingurinn var frábær í leikjunum tveimur og nýtti sitt tækifæri vel. Stýrði spilinu af öryggi og var ógnandi. Skoraði sex mörk úr sjö skotum. Hlýtur að vera í EM-hópnum.Sveinn Jóhannsson Spilaði nánast allan tímann í miðri vörninni í báðum leikjunum. Var frábær í fyrri leiknum en átti í erfiðleikum í þeim seinni. Jók samt möguleika sína á að fara með á EM með frammistöðunni um helgina.Viggó Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki um helgina en spilaði ekki eins og nýliði. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu í fyrri leiknum og fékk brottvísun en lék vel eftir það. Afar vel spilandi og skynsamur leikmaður sem getur spilað vörn. Gæti komist í EM-hópinn, sérstaklega ef Ómar Ingi Magnússon verður lengur frá.Gísli Þorgeir Kristjánsson Lék ekkert í fyrri leiknum en átti frábæra innkomu í þann seinni. Er farinn að geta skotið á markið og nýtti fyrstu þrjú skotin sín. Gaf nokkuð eftir í seinni hálfleik í seinni leiknum enda kannski ekki í mikilli leikæfingu.Viktor Gísli Hallgrímsson Var fínn í fyrri hálfleik í fyrri leiknum. Varði vel í fyrri hálfleiknum og kom svo inn á undir lokin og varði síðustu tvö skot Svía. Var í fullt af skotum en vantaði stundum herslumuninn. Náði sér ekki á strik í seinni leiknum enda fékk hann oft erfið skot á sig úr góðum færum. Guðmundur getur heilt yfir verið ánægður með leikina tvo og ekki er hægt að segja að neinn leikmaður hafi beint spilað sig út úr landsliðsmyndinni. Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ýmir Örn Gíslason og Sigvaldi Guðjónsson verða alltaf í EM-hópnum og Teitur Örn Einarsson og Ágúst Elí Björgvinsson fara að öllum líkindum með til Malmö þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn. Íslendingar eru í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússum og Ungverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Danmörku 11. janúar.
EM 2020 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45
Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13