Ekkert stöðvar Patriots og 49ers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. október 2019 10:00 Það er gaman hjá Garoppolo og félögum í 49ers. vísir/getty Ósigruðu liðin í NFL-deildinni, New England Patriots og San Francisco 49ers, gáfu ekkert eftir í gær og unnu sannfærandi sigra á andstæðingum sínum. Cleveland Browns stóð sig lengi vel gegn Patriots í gær en gerði sig seka um mikið af slæmum mistökum og það er í aldrei í boði gegn meisturunum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var með 259 kastjarda í leiknum og þar af kastaði hann fyrir tveimur snertimörkum á Julian Edelman. Þetta var sigur númer 300 á ferlinum hjá þjálfara liðsins, Bill Belichick. Hann er þriðji þjálfarinn sem kemst í þann klúbb.FINAL: @Patriots stay undefeated through 8 weeks! #GoPats#CLEvsNEpic.twitter.com/YIXCGljqgr — NFL (@NFL) October 27, 2019 San Francisco 49ers vex með hverri raun og í nótt valtaði liðið yfir Carolina Panthers og skoraði 51 stig. Leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, með 175 kastjarda og tvær snertimarksendingar. Hlauparinn Tevin Coleman skoraði fjögur snertimörk í leiknum. Þrisvar sinnum hljóp hann með boltann í markið en einu sinni greip hann bolta fyrir snertimarki. Niners líta hrikalega vel út.FINAL: @Teco_Raww scores 4 TDs as the @49ers dominate! #GoNiners#CARvsSFpic.twitter.com/bGH2mGHnet — NFL (@NFL) October 27, 2019 Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, snéri til baka eftir meiðsli í gær og átti stórleik í öruggum sigri sinna manna gegn Arizona. Hann var með 373 kastjarda og þar af þrjár snertimarkssendingar. Ekkert ryð á þeim bænum. Útherjinn Michael Thomas með eitt snertimark og 112 jarda. Hlauparinn Latavius Murray hljóp 102 jarda og skoraði eitt snertimark.FINAL: @Saints win in @drewbrees' return! #AZvsNO#Saintspic.twitter.com/uArjJCZBMS — NFL (@NFL) October 27, 2019 Green Bay Packers vann sinn fjórða leik í röð er liðið sótti Kansas City Chiefs heim en Kansas var án leikstjórnandans Patrick Mahomes sem er meiddur. Það nýtti Packers sér. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, kastaði boltanum 305 jarda og þar af fyrir þremur snertimörkum. Hlauparinn Aaron Jones hljóp 67 jarda en greip svo sjö bolta fyrir 159 jördum og tveimur snertimörkum.FINAL: @packers over the Chiefs on Sunday Night! #GoPackGo#GBvsKC (by @Lexus) pic.twitter.com/aa53vA3aCa — NFL (@NFL) October 28, 2019Úrslit: Indianapolis-Denver 15-13 Tennessee-Tampa Bay 27-23 New Orleans-Arizona 31-9 LA Rams-Cincinnati 24-10 Jacksonville-NY Jets 29-15 Detroit-NY Giants 31-26 Chicago-LA Chargers 16-17 Buffalo-Philadelphia 13-31 Atlanta-Seattle 20-27 San Francisco-Carolina 51-13 New England-Cleveland 27-13 Houston-Oakland 27-24 Kansas City-Green Bay 24-31Í nótt: Pittsburgh Steelers - Miami DolphinsStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sjá meira
Ósigruðu liðin í NFL-deildinni, New England Patriots og San Francisco 49ers, gáfu ekkert eftir í gær og unnu sannfærandi sigra á andstæðingum sínum. Cleveland Browns stóð sig lengi vel gegn Patriots í gær en gerði sig seka um mikið af slæmum mistökum og það er í aldrei í boði gegn meisturunum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var með 259 kastjarda í leiknum og þar af kastaði hann fyrir tveimur snertimörkum á Julian Edelman. Þetta var sigur númer 300 á ferlinum hjá þjálfara liðsins, Bill Belichick. Hann er þriðji þjálfarinn sem kemst í þann klúbb.FINAL: @Patriots stay undefeated through 8 weeks! #GoPats#CLEvsNEpic.twitter.com/YIXCGljqgr — NFL (@NFL) October 27, 2019 San Francisco 49ers vex með hverri raun og í nótt valtaði liðið yfir Carolina Panthers og skoraði 51 stig. Leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, með 175 kastjarda og tvær snertimarksendingar. Hlauparinn Tevin Coleman skoraði fjögur snertimörk í leiknum. Þrisvar sinnum hljóp hann með boltann í markið en einu sinni greip hann bolta fyrir snertimarki. Niners líta hrikalega vel út.FINAL: @Teco_Raww scores 4 TDs as the @49ers dominate! #GoNiners#CARvsSFpic.twitter.com/bGH2mGHnet — NFL (@NFL) October 27, 2019 Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, snéri til baka eftir meiðsli í gær og átti stórleik í öruggum sigri sinna manna gegn Arizona. Hann var með 373 kastjarda og þar af þrjár snertimarkssendingar. Ekkert ryð á þeim bænum. Útherjinn Michael Thomas með eitt snertimark og 112 jarda. Hlauparinn Latavius Murray hljóp 102 jarda og skoraði eitt snertimark.FINAL: @Saints win in @drewbrees' return! #AZvsNO#Saintspic.twitter.com/uArjJCZBMS — NFL (@NFL) October 27, 2019 Green Bay Packers vann sinn fjórða leik í röð er liðið sótti Kansas City Chiefs heim en Kansas var án leikstjórnandans Patrick Mahomes sem er meiddur. Það nýtti Packers sér. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, kastaði boltanum 305 jarda og þar af fyrir þremur snertimörkum. Hlauparinn Aaron Jones hljóp 67 jarda en greip svo sjö bolta fyrir 159 jördum og tveimur snertimörkum.FINAL: @packers over the Chiefs on Sunday Night! #GoPackGo#GBvsKC (by @Lexus) pic.twitter.com/aa53vA3aCa — NFL (@NFL) October 28, 2019Úrslit: Indianapolis-Denver 15-13 Tennessee-Tampa Bay 27-23 New Orleans-Arizona 31-9 LA Rams-Cincinnati 24-10 Jacksonville-NY Jets 29-15 Detroit-NY Giants 31-26 Chicago-LA Chargers 16-17 Buffalo-Philadelphia 13-31 Atlanta-Seattle 20-27 San Francisco-Carolina 51-13 New England-Cleveland 27-13 Houston-Oakland 27-24 Kansas City-Green Bay 24-31Í nótt: Pittsburgh Steelers - Miami DolphinsStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn