Íslandsbanki setji sér gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár Hjálmar Jónsson skrifar 28. október 2019 07:15 Það verður ekki undan því vikist að krefjast þess að Íslandsbanki gefi út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann muni ekki láta fjölmiðla með „afgerandi kynjahalla” gjalda þess að þeir eru skrifaðir fyrir tiltekna markhópa í okkar fjölbreytta kynjaða samfélagi, eins og til að mynda Gestgjafann, Vikuna, fotbolta.net, Smartlandið og Fiskifréttir, svo einhver dæmi séu tekin? Hvernig öðru vísi má ávinna það traust sem glatast hefur með þessum ótrúlega vanhugsuðu fyrirætlunum þriðju stærstu fjármálastofnunar þjóðarinar, sem hafa ekkert með jafnrétti að gera. Það hlýtur einnig að verða að spyrja þess hvort sú afdrifaríka stefna að gera tilraun til að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með hótunum um að auglýsa ekki í þeim, hvort sem það er vegna jafnréttismála, loftslagsvár, heimsfriðar eða annarra góðra mála, sem við öll viljum leggja lið, hafi verið borin undir stjórn bankans og samþykkt þar? Í fljótu bragði er ekkert að finna um þessa jafnréttistefnu á heimasíðu bankans og ég sé ekki að hún hafi verið birt annars staðar. Er það ekki lágmarkið að banki í almannaeigu birti stefnu sína í þessum málum, svo hægt sé að rýna hana og jafnvel gagnrýna? Eða er það virkilega svo að þessu sé slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli? Stjórn bankans hlýtur að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfsmönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. Stjórn bankans hlýtur einnig að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlutlægni ferðinni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa.Höfundur er formaður BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Íslenskir bankar Mest lesið 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Það verður ekki undan því vikist að krefjast þess að Íslandsbanki gefi út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann muni ekki láta fjölmiðla með „afgerandi kynjahalla” gjalda þess að þeir eru skrifaðir fyrir tiltekna markhópa í okkar fjölbreytta kynjaða samfélagi, eins og til að mynda Gestgjafann, Vikuna, fotbolta.net, Smartlandið og Fiskifréttir, svo einhver dæmi séu tekin? Hvernig öðru vísi má ávinna það traust sem glatast hefur með þessum ótrúlega vanhugsuðu fyrirætlunum þriðju stærstu fjármálastofnunar þjóðarinar, sem hafa ekkert með jafnrétti að gera. Það hlýtur einnig að verða að spyrja þess hvort sú afdrifaríka stefna að gera tilraun til að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með hótunum um að auglýsa ekki í þeim, hvort sem það er vegna jafnréttismála, loftslagsvár, heimsfriðar eða annarra góðra mála, sem við öll viljum leggja lið, hafi verið borin undir stjórn bankans og samþykkt þar? Í fljótu bragði er ekkert að finna um þessa jafnréttistefnu á heimasíðu bankans og ég sé ekki að hún hafi verið birt annars staðar. Er það ekki lágmarkið að banki í almannaeigu birti stefnu sína í þessum málum, svo hægt sé að rýna hana og jafnvel gagnrýna? Eða er það virkilega svo að þessu sé slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli? Stjórn bankans hlýtur að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfsmönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. Stjórn bankans hlýtur einnig að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlutlægni ferðinni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa.Höfundur er formaður BÍ.
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar