Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum.
Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður áfram fjallað um harmleikinn í Essex þar sem 39 lík fundust í tengivagni vörubíls. Bílstjórinn hefur verið ákærður fyrir manndráp, mansal, peningaþvætti og brot á innflytjendalögum. Fimm hafa alls verið handteknir vegna málsins.
Í fréttatímanum förum við einnig á Skólavörðustíg á kjötsúpudaginn á þessum fyrsta degi vetrar.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.
