Óttast að tengsl rofni við sölu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. október 2019 07:00 Ákvörðun um sölu Sigurhæða hefur valdið úlfúð á Akureyri. Fréttablaðið/Friðrik Akureyrarstofa safnar nú hugmyndum um notkun á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar, en mikil reiði blossaði upp eftir að bæjarstjórn tilkynnti að til stæði að selja húsið. „Við erum sannfærð um að Sigurhæðir eigi að vera menningarsetur og að heiðra ætti minningu þjóðskáldsins Matthíasar með því að hafa þarna lifandi starfsemi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, en sambandið sendi inn athugasemdir til Akureyrarstofu. Karl segir að til dæmis gætu Sigurhæðir nýst sem starfsaðstaða fyrir rithöfunda, en um áratugaskeið þjónaði húsið þeim tilgangi, og höfðu rithöfundar þar einnig gistiaðstöðu. Síðan hefur það lagst af og engin starfsemi verið í húsinu frá árinu 2016. Að mati Karls væri óskandi að húsið yrði að föstum punkti í menningarstarfsemi bæjarins. „Við óttumst að ef húsið verður selt á opnum markaði rofni þessi menningartengsl. Sá sem myndi kaupa húsið yrði ekki skuldbundinn til að sinna neinum menningarlegum skyldum,“ segir hann. „En Akureyri er mikill menningarbær og ég hef trú á því að bærinn vilji halda reisn á því sviði.“ Þetta kristallist í því að margir hafi látið í sér heyra og sé ekki sama um húsið. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. 15. október 2019 16:23 Sigurhæðir og Matthías Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. 8. október 2019 07:00 Sala Sigurhæða sett í biðstöðu Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum. 12. október 2019 07:15 Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. 2. október 2019 14:13 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Akureyrarstofa safnar nú hugmyndum um notkun á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar, en mikil reiði blossaði upp eftir að bæjarstjórn tilkynnti að til stæði að selja húsið. „Við erum sannfærð um að Sigurhæðir eigi að vera menningarsetur og að heiðra ætti minningu þjóðskáldsins Matthíasar með því að hafa þarna lifandi starfsemi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, en sambandið sendi inn athugasemdir til Akureyrarstofu. Karl segir að til dæmis gætu Sigurhæðir nýst sem starfsaðstaða fyrir rithöfunda, en um áratugaskeið þjónaði húsið þeim tilgangi, og höfðu rithöfundar þar einnig gistiaðstöðu. Síðan hefur það lagst af og engin starfsemi verið í húsinu frá árinu 2016. Að mati Karls væri óskandi að húsið yrði að föstum punkti í menningarstarfsemi bæjarins. „Við óttumst að ef húsið verður selt á opnum markaði rofni þessi menningartengsl. Sá sem myndi kaupa húsið yrði ekki skuldbundinn til að sinna neinum menningarlegum skyldum,“ segir hann. „En Akureyri er mikill menningarbær og ég hef trú á því að bærinn vilji halda reisn á því sviði.“ Þetta kristallist í því að margir hafi látið í sér heyra og sé ekki sama um húsið.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. 15. október 2019 16:23 Sigurhæðir og Matthías Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. 8. október 2019 07:00 Sala Sigurhæða sett í biðstöðu Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum. 12. október 2019 07:15 Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. 2. október 2019 14:13 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. 15. október 2019 16:23
Sigurhæðir og Matthías Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. 8. október 2019 07:00
Sala Sigurhæða sett í biðstöðu Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum. 12. október 2019 07:15
Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. 2. október 2019 14:13