Samstarf Íslands við ESB í loftslagsmálum fært inn í EES-samninginn Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 14:22 Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands, fer með formennsku í sameiginlegu EES-nefndinni. Við hlið hans stiru Hege Marie Hoff, varaframkvæmdastjóri EFTA. EFTA Sameiginlega EES-nefndin samþykkti að fella samkomulag Íslands og Evrópusambandsins um sameiginlegt losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu inn í EES-samninginn í dag. Með samkomulaginu nær samstarfið í loftslagsmálum til fleiri losunaruppspretta en áður. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár. Í fyrra var tilkynnt að hlutdeild Íslands í sameiginlega markmiðinu yrði 29% samdráttur í losun árið 2030 borið saman við árið 2005 fyrir utan evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) sem Íslands hefur átt aðild að frá árinu 2008. Stefna ríkisstjórnar Íslands er engu að síður 40% samdráttur í losun.Samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar í dag felur í sér að samkomulag Íslands og Noregs við Evrópusambandið um sameiginlega loftslagsmarkmiðið verður fellt inn í EES-samninginn. Samevrópska samstarfið nái ekki lengur aðeins til viðskiptakerfisins fyrir iðnað heldur einnig til losunar frá landbúnaði, samgöngum, úrgangi og byggingum auk kolefnisbindingar með landnotkun og skógnýtingu. Með ákvörðun EES-nefndarinnar, sem er háð samþykki Alþingis, skuldbindur Ísland sig til bindandi árlegra markmiða um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem fellur utan ETS-viðskiptakerfisins frá 2021 til 2030. Þá þurfa íslensk stjórnvöld að tryggja að losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógnýtingu verði jöfnuð út með kolefnisbindingu. Evrópusambandið Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Sameiginlega EES-nefndin samþykkti að fella samkomulag Íslands og Evrópusambandsins um sameiginlegt losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu inn í EES-samninginn í dag. Með samkomulaginu nær samstarfið í loftslagsmálum til fleiri losunaruppspretta en áður. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár. Í fyrra var tilkynnt að hlutdeild Íslands í sameiginlega markmiðinu yrði 29% samdráttur í losun árið 2030 borið saman við árið 2005 fyrir utan evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) sem Íslands hefur átt aðild að frá árinu 2008. Stefna ríkisstjórnar Íslands er engu að síður 40% samdráttur í losun.Samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar í dag felur í sér að samkomulag Íslands og Noregs við Evrópusambandið um sameiginlega loftslagsmarkmiðið verður fellt inn í EES-samninginn. Samevrópska samstarfið nái ekki lengur aðeins til viðskiptakerfisins fyrir iðnað heldur einnig til losunar frá landbúnaði, samgöngum, úrgangi og byggingum auk kolefnisbindingar með landnotkun og skógnýtingu. Með ákvörðun EES-nefndarinnar, sem er háð samþykki Alþingis, skuldbindur Ísland sig til bindandi árlegra markmiða um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem fellur utan ETS-viðskiptakerfisins frá 2021 til 2030. Þá þurfa íslensk stjórnvöld að tryggja að losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógnýtingu verði jöfnuð út með kolefnisbindingu.
Evrópusambandið Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira