Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Dubai dagana 7.-15. nóvember næstkomandi. Ísland teflir fram þremur keppendum á mótinu og að þessu sinni eru það þrjár öflugar frjálsíþróttakonur sem munu reyna fyrir sér á stóra sviðinu.
Keppendur Íslands á HM 2019 eru:
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR: langstökk, 100 metra hlaup og 200 metra hlaup - flokkur T og F37
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, KFA/ Eik: langstökk, 400 metra hlaup - flokkur T og F20
Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann: Kúluvarp - flokkur F20
Mótið stendur yfir dagana 7.-15. nóvember en það er Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir sem ríður fyrst á vaðið af íslensku keppendunum þann 10. nóvember þegar hún keppir í langstökki.
Mótið verður í beinni á netinu hjá Paralympic TV.
Fararstjóri og yfirþjálfari í ferðinni er Kári Jónsson annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá ÍF, Ásmundur Jónsson nuddari og Margrét Grétarsdóttir þjálfari.
Þrjár frjálsíþróttakonur á leið á HM í Dubai
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn


Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti