Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 78-66 | Fyrsti sigur Grindvíkinga í höfn Smári Jökull Jónsson skrifar 25. október 2019 21:15 Dagur Kár Jónsson. Vísir/Bára Grindavík vann sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Njarðvík á heimavelli. Sigurinn var nokkuð öruggur og góð vörn Grindvíkinga gerði gæfumuninn. Það sást strax í upphafi að Grindvíkingar ætluðu að selja sig dýrt. Þeir voru ákafir í vörninni, börðust um alla bolta og komu Njarðvíkingum sífellt í vandræðum í sínum sóknum. Eftir fyrsta leikhluta voru Njarðvíkingar aðeins komnir með ellefu stig á töfluna og vandræðin mikil. Þeir voru þó að hirða töluvert af sóknarfráköstum sem skiluðu einhverjum stigum en voru ískaldir í skotunum. Í hálfleik var staðan 35-26 og í raun ótrúlegt að forysta Grindvíkinga væri ekki meiri. Eftir hlé náðu Njarðvíkingar smá áhlaupi sem Grindvíkingar brutu á bak aftur. Etir það náðu gestirnir aldrei að nálgast Grindvíkinga að ráði. Njarðvík breytti í svæðisvörn en þá fóru þristarnir að detta hjá þeim gulklæddu. Að lokum vann Grindavík tólf stiga sigur, 78-66 og fögnuðu vel og innilega í leikslok.Af hverju vann Grindavík?Þeir spiluðu almennilega vörn, í raun í fyrsta sinn í vetur. Innkoma Vasylius og Olasawere gerir það að verkum að Ólafur Ólafsson er ekki eini varnarmaður þeirra sem getur barist við stóra menn andstæðingana. Grindvíkingar voru grimmir, stálu boltum og þvinguðu Njarðvíkinga hvað eftir annað að taka neyðarskot þegar skotklukkan var að renna út. Sóknarleikur gestanna var vandræðalegur á köflum og þar fyrir utan voru lykilmenn nánast við frostmark í skotunum.Þessir stóðu upp úr:Ólafur Ólafsson var frábær hjá heimamönnum. Hann skoraði 30 stig og tók 10 fráköst. Þegar Njarðvíkingar skiptu í svæðisvörn setti hann upp skotsýningu fyrir utan og skoraði meðal annars fjóra þrista í þriðja leikhluta. Jamal Olasawere átti sömuleiðis fínan leik með 18 stig og 9 fráköst og Dagur Kár Jónsson skilaði sínu að venju. Hjá Njarðvík var fátt um fína drætti og allir leikmenn liðsins geta gert betur en það sem þeir sýndu í kvöld. Mario Matosovic og Maciej Baginski áttu ágæta spretti inn á milli en annars var lítið að frétta hjá gestunum.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Njarðvíkinga var slakur, arfaslakur lengst af. Þeir létu Grindvíkinga ýta sér úr stöðum og þurftu oft að taka erfið skot og reyna erfiðar sendingar. Þar fyrir utan voru þeir að hitta illa. Logi Gunnarsson klikkaði á fyrstu átta skotunum sínum utan af velli og hittnin var ekki nema 36% hjá þeim í dag.Hvað gerist næst?Grindavík heldur næst í Grafarvoginn og mæta þar öðru gulklæddu liði, Fjölnismönnum. Grindvíkingar vilja reyna að tengja saman sigra en Fjölnismenn eru sýnd veiði en ekki gefin. Njarðvík var að tapa sínum þriðja leik í röð og fá næst geysisterkt Stjörnulið í heimsókn. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir verði búnir að bæta manni við í hópinn eftir að hafa sent Litháann Zabas heim í vikunni. Daníel Guðni: Vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupiDaníel Guðni messar yfir sínum mönnumvísir/daníelDaníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“ Einar Árni: Hef alveg mætt í Grindavík og fengið að finna meira fyrir þvíEinar Árni ræðir við sína menn.Vísir/Bára„Við hefðum þurft á töluvert betri frammistöðu að halda í þessum slag ef við hefðum ætlað okkur að ná í þessi tvö stig,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í Grindavík í kvöld. „Í bland var þetta gott hjá þeim, þeir voru að ýta okkur út úr hlutum en það er ekki eins og þeir hafi verið að berja á okkur. Ég hef alveg mætt í Grindavík og fengið að finna meira fyrir því. Þeir gerðu ágætlega en svo vorum við líka týndir í skotum fyrir utan,“ bætti Einar Árni við en hans menn skoruðu aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í kvöld. „Sem dæmi með Loga, hann er 0/8 í fyrri hálfleik og var að fá góð skot. Það er lítið við því að gera. En allt of margar sóknir sem voru slakar af okkar hálfu. Við vorum ekki að koma okkar mönnum í þær stöður sem við viljum. Wayne (Martin jr.) tók held ég fjögur skot í fyrri hálfleik sem dæmi og tekur tvö víti, sem var eftir tæknivillur. Það er mikið áhyggjuefni.“ „Það hefur ekkert með dómarana að gera, það vantaði bara áræðni að sækja á hringinn. Siðan náum við allt í lagi takti í byrjun seinni hálfleiks en þá náum við ekki að tengja saman vörn og sókn,“ en Njarðvíkingar náðu mest að minnka muninn í fjögur stig eftir hlé. Njarðvíkingar voru að tapa sínum þriðja leik í röð í deildinni eftir sigur í fyrstu umferðinni. „Það þykir öllum óþægilegt að tapa, að ég tali nú ekki um þremur leikjum í röð. Okkur finnst við vera fjarri því sem við viljum standa fyrir. Við þurfum bara að vinna í okkar leik og við vitum að það er mikið fyrir okkur að bæta. Það er ekki skortur á gæðum í þessum hóp en við þurfum að koma okkur á betri blaðsíðu saman og sýna meiri eld og vilja.“ Njarðvíkingar sendu Litháann Elvydas Zabas heim í vikunni og eru ekki búnir að finna manns í hans stað. „Við erum að skoða þau mál, það er bara í þessu týpíska ferli. Við ætluðum okkur að vanda okkur í þeim efnum og erum með hugmyndir um hvað við teljum að vanti í okkar hóp. Mikil vonbrigði í raun að Zabas skuli ekki hafa staðist þær væntingar sem voru til hans gerðar.“ „Mér fannst það samt eiga að vera tækifæri fyrir liðið allt að þjappa sér saman og verða sterkari eining í kvöld, vitandi að við væru án þess ígildis. Því var ekki að heilsa, því miður.“ Ólafur: Áfram gakk og byggja ofan á þettaÓlafur Ólafsson var sjóðheitur í kvöld.Vísir/DaníelÓlafur Ólafsson var magnaður í liði Grindavíkur í kvöld og setti meðal annars niður sjö þriggja stiga körfur. „Ég er mjög ánægður með fyrsta sigurinn, hvernig við spiluðum í kvöld. Við vorum frábærir varnarlega og flottir sóknarlega en fyrst og fremst var ég mjög ánægður með hvernig við spiluðum vörnina. Við vorum harðir og töluðum saman, eins og þetta á að vera,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var annar leikurinn þar sem Ólafur fær stóra menn með sér í teignum eftir að þeir Jamal Olasawere og Valdas Vasylius komu inn í liðið. „Það breytir helling. Við þrír getum skipt á leikmönnum þannig að þetta hjálpar gríðarlega mikið að vera með tvo sterka menn inni í teig. Valdas var ekki að finna sig í dag en þetta er hörku leikmaður. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Eins og áður segir var Ólafur sjóðandi heitur í þriggja stiga skotunum í kvöld og endaði leikinn með 30 stig. „Mér leið vel í skotinu mínu, í fyrri hálfleik hitti ég fyrstu tveimur og svo fóru þeir í svæðisvörn í seinni hálfleik og þá fékk ég fyrstu þrjú skotin galopin og sem betur fer hitti ég. Flott að þetta hafi farið niður.“ Þetta var fyrsti sigurleikur Grindavíkur í vetur og klárlega eitthvað til að byggja á. „Það er bara áfram gakk og byggja ofan á þetta. Bara fulla ferð,“ sagði Ólafur að lokum. Dominos-deild karla
Grindavík vann sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Njarðvík á heimavelli. Sigurinn var nokkuð öruggur og góð vörn Grindvíkinga gerði gæfumuninn. Það sást strax í upphafi að Grindvíkingar ætluðu að selja sig dýrt. Þeir voru ákafir í vörninni, börðust um alla bolta og komu Njarðvíkingum sífellt í vandræðum í sínum sóknum. Eftir fyrsta leikhluta voru Njarðvíkingar aðeins komnir með ellefu stig á töfluna og vandræðin mikil. Þeir voru þó að hirða töluvert af sóknarfráköstum sem skiluðu einhverjum stigum en voru ískaldir í skotunum. Í hálfleik var staðan 35-26 og í raun ótrúlegt að forysta Grindvíkinga væri ekki meiri. Eftir hlé náðu Njarðvíkingar smá áhlaupi sem Grindvíkingar brutu á bak aftur. Etir það náðu gestirnir aldrei að nálgast Grindvíkinga að ráði. Njarðvík breytti í svæðisvörn en þá fóru þristarnir að detta hjá þeim gulklæddu. Að lokum vann Grindavík tólf stiga sigur, 78-66 og fögnuðu vel og innilega í leikslok.Af hverju vann Grindavík?Þeir spiluðu almennilega vörn, í raun í fyrsta sinn í vetur. Innkoma Vasylius og Olasawere gerir það að verkum að Ólafur Ólafsson er ekki eini varnarmaður þeirra sem getur barist við stóra menn andstæðingana. Grindvíkingar voru grimmir, stálu boltum og þvinguðu Njarðvíkinga hvað eftir annað að taka neyðarskot þegar skotklukkan var að renna út. Sóknarleikur gestanna var vandræðalegur á köflum og þar fyrir utan voru lykilmenn nánast við frostmark í skotunum.Þessir stóðu upp úr:Ólafur Ólafsson var frábær hjá heimamönnum. Hann skoraði 30 stig og tók 10 fráköst. Þegar Njarðvíkingar skiptu í svæðisvörn setti hann upp skotsýningu fyrir utan og skoraði meðal annars fjóra þrista í þriðja leikhluta. Jamal Olasawere átti sömuleiðis fínan leik með 18 stig og 9 fráköst og Dagur Kár Jónsson skilaði sínu að venju. Hjá Njarðvík var fátt um fína drætti og allir leikmenn liðsins geta gert betur en það sem þeir sýndu í kvöld. Mario Matosovic og Maciej Baginski áttu ágæta spretti inn á milli en annars var lítið að frétta hjá gestunum.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Njarðvíkinga var slakur, arfaslakur lengst af. Þeir létu Grindvíkinga ýta sér úr stöðum og þurftu oft að taka erfið skot og reyna erfiðar sendingar. Þar fyrir utan voru þeir að hitta illa. Logi Gunnarsson klikkaði á fyrstu átta skotunum sínum utan af velli og hittnin var ekki nema 36% hjá þeim í dag.Hvað gerist næst?Grindavík heldur næst í Grafarvoginn og mæta þar öðru gulklæddu liði, Fjölnismönnum. Grindvíkingar vilja reyna að tengja saman sigra en Fjölnismenn eru sýnd veiði en ekki gefin. Njarðvík var að tapa sínum þriðja leik í röð og fá næst geysisterkt Stjörnulið í heimsókn. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir verði búnir að bæta manni við í hópinn eftir að hafa sent Litháann Zabas heim í vikunni. Daníel Guðni: Vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupiDaníel Guðni messar yfir sínum mönnumvísir/daníelDaníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“ Einar Árni: Hef alveg mætt í Grindavík og fengið að finna meira fyrir þvíEinar Árni ræðir við sína menn.Vísir/Bára„Við hefðum þurft á töluvert betri frammistöðu að halda í þessum slag ef við hefðum ætlað okkur að ná í þessi tvö stig,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í Grindavík í kvöld. „Í bland var þetta gott hjá þeim, þeir voru að ýta okkur út úr hlutum en það er ekki eins og þeir hafi verið að berja á okkur. Ég hef alveg mætt í Grindavík og fengið að finna meira fyrir því. Þeir gerðu ágætlega en svo vorum við líka týndir í skotum fyrir utan,“ bætti Einar Árni við en hans menn skoruðu aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í kvöld. „Sem dæmi með Loga, hann er 0/8 í fyrri hálfleik og var að fá góð skot. Það er lítið við því að gera. En allt of margar sóknir sem voru slakar af okkar hálfu. Við vorum ekki að koma okkar mönnum í þær stöður sem við viljum. Wayne (Martin jr.) tók held ég fjögur skot í fyrri hálfleik sem dæmi og tekur tvö víti, sem var eftir tæknivillur. Það er mikið áhyggjuefni.“ „Það hefur ekkert með dómarana að gera, það vantaði bara áræðni að sækja á hringinn. Siðan náum við allt í lagi takti í byrjun seinni hálfleiks en þá náum við ekki að tengja saman vörn og sókn,“ en Njarðvíkingar náðu mest að minnka muninn í fjögur stig eftir hlé. Njarðvíkingar voru að tapa sínum þriðja leik í röð í deildinni eftir sigur í fyrstu umferðinni. „Það þykir öllum óþægilegt að tapa, að ég tali nú ekki um þremur leikjum í röð. Okkur finnst við vera fjarri því sem við viljum standa fyrir. Við þurfum bara að vinna í okkar leik og við vitum að það er mikið fyrir okkur að bæta. Það er ekki skortur á gæðum í þessum hóp en við þurfum að koma okkur á betri blaðsíðu saman og sýna meiri eld og vilja.“ Njarðvíkingar sendu Litháann Elvydas Zabas heim í vikunni og eru ekki búnir að finna manns í hans stað. „Við erum að skoða þau mál, það er bara í þessu týpíska ferli. Við ætluðum okkur að vanda okkur í þeim efnum og erum með hugmyndir um hvað við teljum að vanti í okkar hóp. Mikil vonbrigði í raun að Zabas skuli ekki hafa staðist þær væntingar sem voru til hans gerðar.“ „Mér fannst það samt eiga að vera tækifæri fyrir liðið allt að þjappa sér saman og verða sterkari eining í kvöld, vitandi að við væru án þess ígildis. Því var ekki að heilsa, því miður.“ Ólafur: Áfram gakk og byggja ofan á þettaÓlafur Ólafsson var sjóðheitur í kvöld.Vísir/DaníelÓlafur Ólafsson var magnaður í liði Grindavíkur í kvöld og setti meðal annars niður sjö þriggja stiga körfur. „Ég er mjög ánægður með fyrsta sigurinn, hvernig við spiluðum í kvöld. Við vorum frábærir varnarlega og flottir sóknarlega en fyrst og fremst var ég mjög ánægður með hvernig við spiluðum vörnina. Við vorum harðir og töluðum saman, eins og þetta á að vera,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var annar leikurinn þar sem Ólafur fær stóra menn með sér í teignum eftir að þeir Jamal Olasawere og Valdas Vasylius komu inn í liðið. „Það breytir helling. Við þrír getum skipt á leikmönnum þannig að þetta hjálpar gríðarlega mikið að vera með tvo sterka menn inni í teig. Valdas var ekki að finna sig í dag en þetta er hörku leikmaður. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Eins og áður segir var Ólafur sjóðandi heitur í þriggja stiga skotunum í kvöld og endaði leikinn með 30 stig. „Mér leið vel í skotinu mínu, í fyrri hálfleik hitti ég fyrstu tveimur og svo fóru þeir í svæðisvörn í seinni hálfleik og þá fékk ég fyrstu þrjú skotin galopin og sem betur fer hitti ég. Flott að þetta hafi farið niður.“ Þetta var fyrsti sigurleikur Grindavíkur í vetur og klárlega eitthvað til að byggja á. „Það er bara áfram gakk og byggja ofan á þetta. Bara fulla ferð,“ sagði Ólafur að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum