Háar fjárhæðir árlega frá ríkinu vegna ORRA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. október 2019 06:00 Bjarni Benediktsson sagði í umræðum á Alþingi fyrr í mánuðinum að tilefni væri til að skoða framkvæmdina um kerfið. Rætt hefði verið um málið í ráðuneytinu en engar tillögur að lausn lægju fyrir. Fréttablaðið/ERNIR Kostnaður ríkisins við ORRA, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, var tæpur tveir og hálfur milljarður á árunum 2009 til 2018. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Upprunalegur þróunarkostnaður við hugbúnaðinn var einn og hálfur milljarður sem féll til á árunum 2001 til 2005. Kerfið sem þróað var fyrir ríkið er í eigu fyrirtækisins Oracle og eftir atvikum Advania. Kostnaður ríkisins við kerfið er því ekki undir fjórum milljörðum á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru frá því þróun þess hófst upp úr aldamótum. Í svari við fyrirspurn frá síðasta þingi kemur fram að á árinu 2018 var viðhaldskostnaður við kerfið 275 milljónir, en ný útgáfa þess var innleidd á árinu sem kostaði rúmar 163 milljónir. Rekstrarkostnaður vegna kerfisins kostaði tæpar 400 milljónir í fyrra.„Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild sem héldi eignarhaldi á hugbúnaðinum í opinberri eigu,“ segir Björn Leví. Óábyrgt sé að ríkið eyði svona fjárhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið á honum. Eignarhald ríkisins á hugbúnaði þurfi jafnvel ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða þróunarvinnu út. Hugbúnaðarkerfið og eignarhald þess var rætt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í mánuðinum og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við það tækifæri að hætta væri á því að ríkið festist í viðskiptum við þá aðila sem taka að sér að þróa hugbúnað og séu eigendur hans. „Í því felst þá að það getur orðið óyfirstíganlegt að hætta þeim viðskiptum og leita eitthvert annað,“ sagði Bjarni. Fyrirspyrjandinn í það skipti, Helgi Hrafn Gunnarsson, rifjaði upp að á síðasta kjörtímabili hefðu komið fram efasemdir hjá þingmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um kosti þess að ríkið væri að fjármagna sérsmíðaðan hugbúnað sem endi síðan ekki í eignarhaldi ríkisins.Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttablaðið/ERNIR Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild„Því miður hefur mér í gegnum árin sýnst þetta vera ákveðin venja, að opinberar stofnanir þurfa sérlausnir, jafnvel sérsniðnar að sínum þörfum, ráða eitthvert hugbúnaðarfyrirtæki sem er eflaust fínt og frábært, eins og Advania, til að búa til þá lausn en svo á framleiðandinn enn þá vöruna og ríkið er fast í viðjum þess fyrirtækis það sem eftir er ef ekki á að byrja upp á nýtt,“ sagði Helgi Hrafn. Hann vísaði til álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 2014 þess efnis að endurskoða þyfti eignarhaldið á kerfinu, með það fyrir augum að ríkið geti nýtt það fyrir allar stofnanir sínar án þess að þurfa að kaupa aðgang að því fyrir hverja og eina ríkisstofnun. Bjarni sagði málið hafa verið rætt í fjármálaráðuneytinu og málið væri mikilvægt. Tillaga að lausn til framtíðar hefði hins vegar ekki verið mótuð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní Sjá meira
Kostnaður ríkisins við ORRA, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, var tæpur tveir og hálfur milljarður á árunum 2009 til 2018. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Upprunalegur þróunarkostnaður við hugbúnaðinn var einn og hálfur milljarður sem féll til á árunum 2001 til 2005. Kerfið sem þróað var fyrir ríkið er í eigu fyrirtækisins Oracle og eftir atvikum Advania. Kostnaður ríkisins við kerfið er því ekki undir fjórum milljörðum á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru frá því þróun þess hófst upp úr aldamótum. Í svari við fyrirspurn frá síðasta þingi kemur fram að á árinu 2018 var viðhaldskostnaður við kerfið 275 milljónir, en ný útgáfa þess var innleidd á árinu sem kostaði rúmar 163 milljónir. Rekstrarkostnaður vegna kerfisins kostaði tæpar 400 milljónir í fyrra.„Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild sem héldi eignarhaldi á hugbúnaðinum í opinberri eigu,“ segir Björn Leví. Óábyrgt sé að ríkið eyði svona fjárhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið á honum. Eignarhald ríkisins á hugbúnaði þurfi jafnvel ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða þróunarvinnu út. Hugbúnaðarkerfið og eignarhald þess var rætt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í mánuðinum og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við það tækifæri að hætta væri á því að ríkið festist í viðskiptum við þá aðila sem taka að sér að þróa hugbúnað og séu eigendur hans. „Í því felst þá að það getur orðið óyfirstíganlegt að hætta þeim viðskiptum og leita eitthvert annað,“ sagði Bjarni. Fyrirspyrjandinn í það skipti, Helgi Hrafn Gunnarsson, rifjaði upp að á síðasta kjörtímabili hefðu komið fram efasemdir hjá þingmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um kosti þess að ríkið væri að fjármagna sérsmíðaðan hugbúnað sem endi síðan ekki í eignarhaldi ríkisins.Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttablaðið/ERNIR Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild„Því miður hefur mér í gegnum árin sýnst þetta vera ákveðin venja, að opinberar stofnanir þurfa sérlausnir, jafnvel sérsniðnar að sínum þörfum, ráða eitthvert hugbúnaðarfyrirtæki sem er eflaust fínt og frábært, eins og Advania, til að búa til þá lausn en svo á framleiðandinn enn þá vöruna og ríkið er fast í viðjum þess fyrirtækis það sem eftir er ef ekki á að byrja upp á nýtt,“ sagði Helgi Hrafn. Hann vísaði til álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 2014 þess efnis að endurskoða þyfti eignarhaldið á kerfinu, með það fyrir augum að ríkið geti nýtt það fyrir allar stofnanir sínar án þess að þurfa að kaupa aðgang að því fyrir hverja og eina ríkisstofnun. Bjarni sagði málið hafa verið rætt í fjármálaráðuneytinu og málið væri mikilvægt. Tillaga að lausn til framtíðar hefði hins vegar ekki verið mótuð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní Sjá meira