Sport

Í beinni í dag: Tekst Grindavík að vinna sinn fyrsta leik?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bikarmeistarar Stjörnunnar fá Keflavík í heimsókn.
Bikarmeistarar Stjörnunnar fá Keflavík í heimsókn. Vísir/Bára
Sannkölluð körfuboltaveisla á sportrásum Stöðvar 2 í dag. 

Við hefjum kvöldið klukkan 18.20 í Grindavík þar sem Njarðvík er í heimsókn. Grindvíkingar hafa ekki enn unnið leik í deildinni á meðan Njarðvík hefur aðeins unnið einn til þessa. Það er því mikið undir í þessum Suðurnesjaslag.

Síðar um kvöldið er svo bein útsending úr Garðabænum þar sem Keflavík mætir í heimsókn. Keflvíkingar hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa og stefna á þann fjórða í kvöld. Bikarmeistarar Stjörnunnar eru eflaust á öðru máli en þeir hafa unnið tvo af þremur til þessa.

Við ljúkum svo körfuboltaveislunni á beinni útsendingu á Dominos körfuboltakvöldi klukkan 22.10. 

Fyrir unnendur spænskrar knattspyrnu þá sýnum við leik Villareal og Deportivo Alaves í spænsku úrvalsdeildinni. Villareal geta blandað sér af alvöru í toppbaráttu La Liga með sigri en Deportivo þurfa hins vegar á sigri að halda til að koma sér frá fallsvæðinu en þeir eru aðeins tveimur stigum frá fallsæti. 

Um nóttina er svo boðið upp á golf, bæði PGA og LPGA. 

Allar beinar útsendingarnar í dag sem og næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag

18.20 Grindavík-Njarðvík (Sport)

18.55 Villareal-Deportivo (Sport2)

20.10 Stjarnan-Keflavík (Sport)

22.10 Dominos körfuboltakvöld (Sport)

02.30 The Zozo Chmapionship (PGA) (Golf)

03.00 BMW Ladies Championship (Sport4)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×