Farinn að æfa innan við viku eftir að hnéskelin hans fór á flakk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 22:00 Patrick Mahomes. Getty/Justin Edmonds Það er fyrir löngu komið í ljós að Patrick Mahomes er enginn venjulegur íþróttamaður og nú ætlar kappinn mögulega að bjóða upp á undraendurkomu eftir meiðsli sem fékk suma til að afskrifa hann út tímabilið. Það er mikið um meiðsli í NFL-deildinni en sum eru stærri en önnur. Þegar leikstjórnendur meiðast þá geta lið lent í miklum vandræðum og hvað þá þegar besti leikmaður síðasta tímabils Patrick Mahomes, besti leikmaður NFL-deildarinnar, meiddist illa á hné í leik Kansas City Chiefs síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Kansas City Chiefs þurftu sumir eflaust áfallahjálp enda útlitið ekki gott.From NFL Now: #Chiefs QB Patrick Mahomes is going to be on the field throwing today, and if that's all he does, that's still good. Nothing but positive news following his dislocated kneecap. pic.twitter.com/bfKZ1aQ7gD — Ian Rapoport (@RapSheet) October 23, 2019Í beinni sjónvarpsútsendingu sáust sjúkraþjálfarar Kansas City Chiefs kippa hnéskel Patrick Mahomes aftur í liðinn og það er ekki beint góð tíðindi þegar hnéskelinn er farin á flakk. Patrick Mahomes stóð samt upp og var studdur af velli en spilaði ekki meira í leiknum. Eftir leikinn fóru menn að velta fyrir sér hvort tímabilið væri búið hjá þessum frábæra leikmanni og um leið væru kannski úr sögunni möguleikar Kansas City Chiefs um að fara alla leið í Super Bowl leikinn. Patrick Mahomes fékk góðar fréttir daginn eftir þegar það kom í ljós að ekkert var slitið. Það var samt búist við því að Patrick Mahomes yrði frá í þrjár til sex vikur.There's something different about Patrick Mahomes, and Andy Reid knows it. pic.twitter.com/ac1emmcg9c — NFL on ESPN (@ESPNNFL) October 24, 2019 Það kom því mörgum mjög á óvart í gær þegar Patrick Mahomes var mættur aftur á æfingu hjá Kansas City Chiefs innan við sex dögum eftir atvikið. Hann sást kasta boltanum á æfingu en tók að sjálfsögðu ekki þátt í neinum líkamlegum átökum. Það mun síðan koma í ljós hvenær Kansas City Chiefs er tilbúið að setja hann aftur út á völlinn. Það hljóta að vera einhverjar vikur í það enda mikilvægt fyrir liðið að leikstjórnandinn fá tíma til að ná sér almennilega. Patrick Mahomes er einstakur leikmaður og með einstaka kasttækni. Hæfileikar hans hafa gert hann að stórstjörnu í NFL-deildinni á einu tímabili. Það væri annar kafli í hetjusöguna ef hann nær að snúa fljótt til baka eftir svona erfið meiðsli.Video: #Chiefs QB Patrick Mahomes returns to the practice field six days removed from a kneecap dislocation. pic.twitter.com/m53byDYs1r — Arrowhead Pride (@ArrowheadPride) October 23, 2019 NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Það er fyrir löngu komið í ljós að Patrick Mahomes er enginn venjulegur íþróttamaður og nú ætlar kappinn mögulega að bjóða upp á undraendurkomu eftir meiðsli sem fékk suma til að afskrifa hann út tímabilið. Það er mikið um meiðsli í NFL-deildinni en sum eru stærri en önnur. Þegar leikstjórnendur meiðast þá geta lið lent í miklum vandræðum og hvað þá þegar besti leikmaður síðasta tímabils Patrick Mahomes, besti leikmaður NFL-deildarinnar, meiddist illa á hné í leik Kansas City Chiefs síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Kansas City Chiefs þurftu sumir eflaust áfallahjálp enda útlitið ekki gott.From NFL Now: #Chiefs QB Patrick Mahomes is going to be on the field throwing today, and if that's all he does, that's still good. Nothing but positive news following his dislocated kneecap. pic.twitter.com/bfKZ1aQ7gD — Ian Rapoport (@RapSheet) October 23, 2019Í beinni sjónvarpsútsendingu sáust sjúkraþjálfarar Kansas City Chiefs kippa hnéskel Patrick Mahomes aftur í liðinn og það er ekki beint góð tíðindi þegar hnéskelinn er farin á flakk. Patrick Mahomes stóð samt upp og var studdur af velli en spilaði ekki meira í leiknum. Eftir leikinn fóru menn að velta fyrir sér hvort tímabilið væri búið hjá þessum frábæra leikmanni og um leið væru kannski úr sögunni möguleikar Kansas City Chiefs um að fara alla leið í Super Bowl leikinn. Patrick Mahomes fékk góðar fréttir daginn eftir þegar það kom í ljós að ekkert var slitið. Það var samt búist við því að Patrick Mahomes yrði frá í þrjár til sex vikur.There's something different about Patrick Mahomes, and Andy Reid knows it. pic.twitter.com/ac1emmcg9c — NFL on ESPN (@ESPNNFL) October 24, 2019 Það kom því mörgum mjög á óvart í gær þegar Patrick Mahomes var mættur aftur á æfingu hjá Kansas City Chiefs innan við sex dögum eftir atvikið. Hann sást kasta boltanum á æfingu en tók að sjálfsögðu ekki þátt í neinum líkamlegum átökum. Það mun síðan koma í ljós hvenær Kansas City Chiefs er tilbúið að setja hann aftur út á völlinn. Það hljóta að vera einhverjar vikur í það enda mikilvægt fyrir liðið að leikstjórnandinn fá tíma til að ná sér almennilega. Patrick Mahomes er einstakur leikmaður og með einstaka kasttækni. Hæfileikar hans hafa gert hann að stórstjörnu í NFL-deildinni á einu tímabili. Það væri annar kafli í hetjusöguna ef hann nær að snúa fljótt til baka eftir svona erfið meiðsli.Video: #Chiefs QB Patrick Mahomes returns to the practice field six days removed from a kneecap dislocation. pic.twitter.com/m53byDYs1r — Arrowhead Pride (@ArrowheadPride) October 23, 2019
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira