Sagðist vera að byggja múr í Colorado, sem er ekki á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2019 09:00 Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi í gærkvöldi að hann væri að byggja múr í Nýju-Mexíkó og í Colorado. Það þykir athyglisvert fyrir þær sakir að Colorado er ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og því er alfarið óljóst af hverju þörf sé á múr þar. „Við erum að byggja múr á landamærum Nýju-Mexíkó og við erum að byggja múr í Colorado. Við erum að byggja fallegan múr. Stóran sem virkar. Sem þú getur ekki komist yfir, sem þú getur ekki komist undir,“ sagði forsetinn. Eins og áður segir er Colorado ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem Trump hefur lengi viljað byggja múr. Engar áætlanir hafa litið dagsins ljós um að byggja múr í Colorado, samkvæmt frétt USA Today.Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í febrúar og með því gat hann notað fjármagn frá hernum til að byggja múr á hluta landamæranna.TRUMP: "We're building a wall in Colorado. We're building a beautiful wall. A big one that really works." pic.twitter.com/tVgO95VIdW — Aaron Rupar (@atrupar) October 23, 2019 Forsetinn nefndi þó að ekki stæði til að byggja múr í Kansas, sem er austur af Colorado, en íbúar þar myndu hagnast á „hinum múrunum“ sem hann hefði nefnt. Kansas er ekki heldur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. „(Í gríni) Við erum að byggja múr í Colorado“ (sagði svo, „við erum ekki að byggja múr í Kansas en þeir hagnast á múrnum sem við erum að byggja á landamærunum“)“ Trump sagði samt ekki „byggja á landamærunum“, heldur vísaði hann til hinna múranna sem hann hefði nefnt. Þá sagði forsetinn að brandarinn hefði verið ætlaður fyrir íbúa Colorado og Kansas sem hefðu verið í salnum á kosningafundinum í gær.(Kiddingly) We’re building a Wall in Colorado”(then stated, “we’re not building a Wall in Kansas but they get the benefit of the Wall we’re building on the Border”) refered to people in the very packed auditorium, from Colorado & Kansas, getting the benefit of the Border Wall! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2019 Það er þó ekki ljóst til hvaða fundargesta Trump var að vísa, því fundurinn var í Pittsburgh í Pensylvaníu. Það er ansi langt frá Colorado og Kansas. Þá má sjá á myndbandi af ræðu Trump að hann gaf engin merki frá sér um að hann væri að grínast. Trump hefur lengi átt í miklum vandræðum með að viðurkenna mistök. Það kemur reglulega fyrir að hann misles ræðutexta og hefur hann margsinnis reynt að bæta fyrir það með því að þykjast ekki hafa mislesið textann. Skýrast væri að vísa til ræðu forsetans á allsherjarráði Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist nsem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi í gærkvöldi að hann væri að byggja múr í Nýju-Mexíkó og í Colorado. Það þykir athyglisvert fyrir þær sakir að Colorado er ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og því er alfarið óljóst af hverju þörf sé á múr þar. „Við erum að byggja múr á landamærum Nýju-Mexíkó og við erum að byggja múr í Colorado. Við erum að byggja fallegan múr. Stóran sem virkar. Sem þú getur ekki komist yfir, sem þú getur ekki komist undir,“ sagði forsetinn. Eins og áður segir er Colorado ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem Trump hefur lengi viljað byggja múr. Engar áætlanir hafa litið dagsins ljós um að byggja múr í Colorado, samkvæmt frétt USA Today.Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í febrúar og með því gat hann notað fjármagn frá hernum til að byggja múr á hluta landamæranna.TRUMP: "We're building a wall in Colorado. We're building a beautiful wall. A big one that really works." pic.twitter.com/tVgO95VIdW — Aaron Rupar (@atrupar) October 23, 2019 Forsetinn nefndi þó að ekki stæði til að byggja múr í Kansas, sem er austur af Colorado, en íbúar þar myndu hagnast á „hinum múrunum“ sem hann hefði nefnt. Kansas er ekki heldur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. „(Í gríni) Við erum að byggja múr í Colorado“ (sagði svo, „við erum ekki að byggja múr í Kansas en þeir hagnast á múrnum sem við erum að byggja á landamærunum“)“ Trump sagði samt ekki „byggja á landamærunum“, heldur vísaði hann til hinna múranna sem hann hefði nefnt. Þá sagði forsetinn að brandarinn hefði verið ætlaður fyrir íbúa Colorado og Kansas sem hefðu verið í salnum á kosningafundinum í gær.(Kiddingly) We’re building a Wall in Colorado”(then stated, “we’re not building a Wall in Kansas but they get the benefit of the Wall we’re building on the Border”) refered to people in the very packed auditorium, from Colorado & Kansas, getting the benefit of the Border Wall! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2019 Það er þó ekki ljóst til hvaða fundargesta Trump var að vísa, því fundurinn var í Pittsburgh í Pensylvaníu. Það er ansi langt frá Colorado og Kansas. Þá má sjá á myndbandi af ræðu Trump að hann gaf engin merki frá sér um að hann væri að grínast. Trump hefur lengi átt í miklum vandræðum með að viðurkenna mistök. Það kemur reglulega fyrir að hann misles ræðutexta og hefur hann margsinnis reynt að bæta fyrir það með því að þykjast ekki hafa mislesið textann. Skýrast væri að vísa til ræðu forsetans á allsherjarráði Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist nsem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Sjá meira