Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2019 06:00 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir stefna í skæruverkföll strax í næsta mánuði. visir/vilhelm Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins (BÍ) er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Byrjað verður á fjögurra tíma vinnustöðvun á vefmiðlum, sem næði einnig til ljósmyndara og tökumanna, föstudaginn 8. nóvember. Það tímabil mun lengjast í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. „Ef það dugar ekki til að semja við okkur um það sama og aðrir hafa fengið erum við með hugmyndir um verkfall á prentmiðlunum fimmtudaginn 28. nóvember í aðdraganda svarts föstudags,“ segir Hjálmar. Svartur föstudagur er útsöludagur að bandarískri fyrirmynd sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Vegna fjölda útsöluauglýsinga eru dagblöðin umræddan dag með stærstu blöðum ársins. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum en Hjálmar telur að næsti fundur sem verður á þriðjudaginn geti ráðið úrslitum. „Ef sá fundur skilar ekki árangri veður væntanlega kosið um verkfallsaðgerðir á miðvikudaginn. Það er verið að bjóða okkur minna heldur en öllum öðrum stéttum í þessu landi. Ég er mjög ósáttur út í sjálfan mig fyrir að láta draga mig á asnaeyrunum og vera ekki kominn með samning eftir rúma tíu mánuði.“ Hjálmar segir að ágætlega gangi að semja við minni aðila. „Verkfallið tekur bara til þeirra aðila sem vilja ekki semja við okkur. Fjögur fyrirtæki hafa illu heilli kosið að fela SA samningsumboð sitt.“ Umræddir miðlar eru Fréttablaðið, Morgunblaðið, Sýn og RÚV en Hjálmar telur að um þriðjungur fréttamanna RÚV sé í Blaðamannafélagi Íslands. Hjálmar segir að frá fyrri tíð liggi fyrir að eigendur og framkvæmdastjórar megi vinna komi til verkfalla. „Fréttastjórar og ritstjórar eru í Blaðamannafélaginu og áhöld um það hvort þeir megi vinna. En það hvarflar ekki að mér að þeir fari að ganga í störf sinna undirmanna.“Blaðamenn og ljósmyndarar á ritstjórnum Fréttablaðsins og Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins (BÍ) er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Byrjað verður á fjögurra tíma vinnustöðvun á vefmiðlum, sem næði einnig til ljósmyndara og tökumanna, föstudaginn 8. nóvember. Það tímabil mun lengjast í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. „Ef það dugar ekki til að semja við okkur um það sama og aðrir hafa fengið erum við með hugmyndir um verkfall á prentmiðlunum fimmtudaginn 28. nóvember í aðdraganda svarts föstudags,“ segir Hjálmar. Svartur föstudagur er útsöludagur að bandarískri fyrirmynd sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Vegna fjölda útsöluauglýsinga eru dagblöðin umræddan dag með stærstu blöðum ársins. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum en Hjálmar telur að næsti fundur sem verður á þriðjudaginn geti ráðið úrslitum. „Ef sá fundur skilar ekki árangri veður væntanlega kosið um verkfallsaðgerðir á miðvikudaginn. Það er verið að bjóða okkur minna heldur en öllum öðrum stéttum í þessu landi. Ég er mjög ósáttur út í sjálfan mig fyrir að láta draga mig á asnaeyrunum og vera ekki kominn með samning eftir rúma tíu mánuði.“ Hjálmar segir að ágætlega gangi að semja við minni aðila. „Verkfallið tekur bara til þeirra aðila sem vilja ekki semja við okkur. Fjögur fyrirtæki hafa illu heilli kosið að fela SA samningsumboð sitt.“ Umræddir miðlar eru Fréttablaðið, Morgunblaðið, Sýn og RÚV en Hjálmar telur að um þriðjungur fréttamanna RÚV sé í Blaðamannafélagi Íslands. Hjálmar segir að frá fyrri tíð liggi fyrir að eigendur og framkvæmdastjórar megi vinna komi til verkfalla. „Fréttastjórar og ritstjórar eru í Blaðamannafélaginu og áhöld um það hvort þeir megi vinna. En það hvarflar ekki að mér að þeir fari að ganga í störf sinna undirmanna.“Blaðamenn og ljósmyndarar á ritstjórnum Fréttablaðsins og Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira