Þrestir á fylliríi eftir mjög gjöfult berjaár Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. október 2019 06:00 Þrestir borgarinnar belgja sig sællegir út af berjum. Fréttablaðið/Andri Borgarbúar hafa í haust orðið varir við einkennilega hegðun skógarþrasta. Fljúga þeir lágt, svo að fólk á fótum fjör að launa, og margir þrestir enda jarðvistina eftir harkalegan árekstur við glerrúður. Lætin í fuglunum eru engu minni en á vorin, en meiri kergja og biturð í röddinni. Sagt er að þrestirnir séu fullir, blindfullir, eftir að hafa hámað í sig gerjuð ber. Á haustin fara tugþúsundir skógarþrasta um borgarlandið í leit að æti og á kvöldin nátta þeir í skóglendi. Þeir þurfa mikla orku, enda flýgur bróðurparturinn af þeim yfir hafið til Bretlands á haustin. Reyniber, sem finnast meðal annars í görðum fólks, virka prýðilega til brúksins. „Berjauppskeran var frábærlega góð í haust og fuglarnir eru að uppskera, éta eins og þeir lifandi geta áður en þeir leggja í hann til Evrópu,“ segir Ólafur Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en flestir fuglanna fljúga til Bretlandseyja. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda berja er sú að reyniviðurinn blómstraði ekki á síðasta ári. Blóma- og berjauppskeran í ár er því með því besta sem verið hefur. „Trén hreinlega svignuðu undan veigunum,“ segir Ólafur. „Þeir gjörsamlega hakka þetta í sig því þeir eiga langa ferð fyrir höndum.“ Fuglarnir byrja að éta berin þegar þau eru fullþroskuð og best finnst þeim að fá þau eftir næturfrost en eftir fyrstu frostin byrja berin að gerjast. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá sömu stofnun, segir að það þekkist þó í nágrannalöndunum að dýr verði ölvuð af gerjuðu æti, til dæmis elgir á Norðurlöndunum. „Það er ekki ómögulegt að þrestir verði ölvaðir, sérstaklega ekki þegar þeir éta berin svona seint eins og nú.“ Erlendis, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, þekkist það vel að smáfuglar verði ölvaðir af berjaáti þó að fáar rannsóknir séu til. Erfitt sé að mæla áfengiseitrun í dýrum og dýrt. Ölvunin leynir sér þó ekki því fuglarnir eigi erfitt með að fljúga og ganga beint. Fuglar með þessi einkenni sem skoðaðir hafa verið í Kanada, hafa jafnað sig á nokkrum klukkutímum. Þó eru til dæmi um að fuglar hafi drepist úr lifrarskemmdum vegna áfengiseitrunar. Guðmundur segir að þrastasöngurinn nú í haust sé ekki af sama meiði og í tilhugalífinu á vorin. „Þeir eru að garga og að berjast innbyrðis um berin. Þeir rífast í þessu nábýli og maður sér árásargirni,“ segir hann. Jafn framt segir hann það geta vel verið að þrestirnir fljúgi á rúður vegna vímu, en það komi þó fyrir allan ársins hring. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira
Borgarbúar hafa í haust orðið varir við einkennilega hegðun skógarþrasta. Fljúga þeir lágt, svo að fólk á fótum fjör að launa, og margir þrestir enda jarðvistina eftir harkalegan árekstur við glerrúður. Lætin í fuglunum eru engu minni en á vorin, en meiri kergja og biturð í röddinni. Sagt er að þrestirnir séu fullir, blindfullir, eftir að hafa hámað í sig gerjuð ber. Á haustin fara tugþúsundir skógarþrasta um borgarlandið í leit að æti og á kvöldin nátta þeir í skóglendi. Þeir þurfa mikla orku, enda flýgur bróðurparturinn af þeim yfir hafið til Bretlands á haustin. Reyniber, sem finnast meðal annars í görðum fólks, virka prýðilega til brúksins. „Berjauppskeran var frábærlega góð í haust og fuglarnir eru að uppskera, éta eins og þeir lifandi geta áður en þeir leggja í hann til Evrópu,“ segir Ólafur Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en flestir fuglanna fljúga til Bretlandseyja. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda berja er sú að reyniviðurinn blómstraði ekki á síðasta ári. Blóma- og berjauppskeran í ár er því með því besta sem verið hefur. „Trén hreinlega svignuðu undan veigunum,“ segir Ólafur. „Þeir gjörsamlega hakka þetta í sig því þeir eiga langa ferð fyrir höndum.“ Fuglarnir byrja að éta berin þegar þau eru fullþroskuð og best finnst þeim að fá þau eftir næturfrost en eftir fyrstu frostin byrja berin að gerjast. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá sömu stofnun, segir að það þekkist þó í nágrannalöndunum að dýr verði ölvuð af gerjuðu æti, til dæmis elgir á Norðurlöndunum. „Það er ekki ómögulegt að þrestir verði ölvaðir, sérstaklega ekki þegar þeir éta berin svona seint eins og nú.“ Erlendis, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, þekkist það vel að smáfuglar verði ölvaðir af berjaáti þó að fáar rannsóknir séu til. Erfitt sé að mæla áfengiseitrun í dýrum og dýrt. Ölvunin leynir sér þó ekki því fuglarnir eigi erfitt með að fljúga og ganga beint. Fuglar með þessi einkenni sem skoðaðir hafa verið í Kanada, hafa jafnað sig á nokkrum klukkutímum. Þó eru til dæmi um að fuglar hafi drepist úr lifrarskemmdum vegna áfengiseitrunar. Guðmundur segir að þrastasöngurinn nú í haust sé ekki af sama meiði og í tilhugalífinu á vorin. „Þeir eru að garga og að berjast innbyrðis um berin. Þeir rífast í þessu nábýli og maður sér árásargirni,“ segir hann. Jafn framt segir hann það geta vel verið að þrestirnir fljúgi á rúður vegna vímu, en það komi þó fyrir allan ársins hring.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira