Íslenskar konur fundu fyrir mestu ógninni inni á landtökusvæði Ísraelsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2019 19:30 Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni.Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið í sjálfboðavinnu á vegum Alþjóðafriðarþjónustu kvenna á Vesturbakkanum í þrjár vikur. Þær voru að tína ólífur með bændum í Burin sunnan Nablus ásamt tveimur sjálfboðaliðakonum frá Frakklandi í morgun.„Svo kom þarna landtökumaður og kvartaði undan viðveru okkar. Svo kom herinn og landtökulögregla og okkur var sagt að fara burt frá þessari hlíð og við bara hlýddum því. Okkur var sagt að við værum á hernaðarlega lokuðu svæði,“ segir Björk.Þetta hafi komið þeim á óvart þar sem hópur frá friðarþjónustunni hafi verið óáreittur á sama stað í gær. Björk og Tinna voru við störf í grennd við Burin á Vesturbakkanum.Vísir/GrafíkBjörk og Tinna neituðu að afhenda vegabréf sín en afhentu ökuskírteini og voru þá handteknar og hafðar í haldi í um þrjár klukkustundir í landtökubænum Ariel og ræðismanni Íslands á svæðinu meinað að tala við þær.Ísraelskir landtökumenn, oft með aðstoð hersins, beita ýmsum brögðum og ofbeldi til að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda. En samkvæmt ísraelskum lögum geta þeir yfirtekið land ef ekki hefur verið uppskera á því í tiltekinn tíma.Björk og Tinna hafa verið við sjálfboðaliðastörf í Palestínu. Hér er Björk með Öddu Guðrúnu Gylfadóttur.Mynd/AðsendÞú varðst vitni að svona skemmdarverkum?„Já í síðustu viku urðum við vitni að því þegar þúsund ólífutré voru brennd. það var mjög stórt svæði og landnemar, um þrjátíu menn, réðust að hópi sjálfboðaliða og bænda.“Sjö manns hafi særst í þeim árásum segir Björk en þetta er fimmta haustið hennar á þessu svæði.Björk er á heimleið en Tinna verður á svæðinu í mánuð til viðbótar.„Okkur var sagt í dag á lögreglustöðinni að ef við látum sjá okkur aftur á sama stað þá yrðum við handteknar og væntanlega vísað úr landi,“ segir Tinna.Lögreglustöðin er í Ariel inni á landnemasvæðunum sem eru tuttugu og fjögur og umlykja átján palestínsk þorp miðsvæðis á Vesturbakkanum.„Mér fannst það mest ógnvekjandi þegar við vorum látnar lausar. Það var augljóst að við vorum í ólífufötum og með bakpoka á bakinu. Maður fann svona fyrir ógnvekjandi augnaráði frá vegfarendum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir sem hafði aldrei áður komið inn á landtökusvæði.Vesturbakkinn.Vísir/Grafík. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni.Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið í sjálfboðavinnu á vegum Alþjóðafriðarþjónustu kvenna á Vesturbakkanum í þrjár vikur. Þær voru að tína ólífur með bændum í Burin sunnan Nablus ásamt tveimur sjálfboðaliðakonum frá Frakklandi í morgun.„Svo kom þarna landtökumaður og kvartaði undan viðveru okkar. Svo kom herinn og landtökulögregla og okkur var sagt að fara burt frá þessari hlíð og við bara hlýddum því. Okkur var sagt að við værum á hernaðarlega lokuðu svæði,“ segir Björk.Þetta hafi komið þeim á óvart þar sem hópur frá friðarþjónustunni hafi verið óáreittur á sama stað í gær. Björk og Tinna voru við störf í grennd við Burin á Vesturbakkanum.Vísir/GrafíkBjörk og Tinna neituðu að afhenda vegabréf sín en afhentu ökuskírteini og voru þá handteknar og hafðar í haldi í um þrjár klukkustundir í landtökubænum Ariel og ræðismanni Íslands á svæðinu meinað að tala við þær.Ísraelskir landtökumenn, oft með aðstoð hersins, beita ýmsum brögðum og ofbeldi til að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda. En samkvæmt ísraelskum lögum geta þeir yfirtekið land ef ekki hefur verið uppskera á því í tiltekinn tíma.Björk og Tinna hafa verið við sjálfboðaliðastörf í Palestínu. Hér er Björk með Öddu Guðrúnu Gylfadóttur.Mynd/AðsendÞú varðst vitni að svona skemmdarverkum?„Já í síðustu viku urðum við vitni að því þegar þúsund ólífutré voru brennd. það var mjög stórt svæði og landnemar, um þrjátíu menn, réðust að hópi sjálfboðaliða og bænda.“Sjö manns hafi særst í þeim árásum segir Björk en þetta er fimmta haustið hennar á þessu svæði.Björk er á heimleið en Tinna verður á svæðinu í mánuð til viðbótar.„Okkur var sagt í dag á lögreglustöðinni að ef við látum sjá okkur aftur á sama stað þá yrðum við handteknar og væntanlega vísað úr landi,“ segir Tinna.Lögreglustöðin er í Ariel inni á landnemasvæðunum sem eru tuttugu og fjögur og umlykja átján palestínsk þorp miðsvæðis á Vesturbakkanum.„Mér fannst það mest ógnvekjandi þegar við vorum látnar lausar. Það var augljóst að við vorum í ólífufötum og með bakpoka á bakinu. Maður fann svona fyrir ógnvekjandi augnaráði frá vegfarendum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir sem hafði aldrei áður komið inn á landtökusvæði.Vesturbakkinn.Vísir/Grafík.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29