Líffæragjöfin var ljósið í fráfalli sonar míns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2019 20:00 Steinunn Rósa Einarsdóttir missti son sinn í bílslysi árið 2014. Áður hafði hann sagt að ef eitthvað kæmi fyrir vildi hann gefa líffæri sín. Vísir/Egill Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum. Skarphéðinn Andri Kristjánsson lét foreldra sína snemma vita að ef eitthvað kæmi fyrir þá myndu hann vilja að aðrir nytu líffæra hans. Hann var aðeins átján ára þegar hann lést ásamt kærustu sinn eftir bílslys árið 2014. Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir hans segist vera þakklát í dag fyrir þessa ákvörðun sonar síns en fimm manns fengu líffæri Skarphéðins. „Þetta var bara ljósið í þessu öllu saman. Vonin og eitthvað sem ég gat haldið í. Þarna var kannski kominn einhver tilgangur og það kom eitthvað gott út úr þessu,“ segir Steinunn.Runólfur Pálsson yfirlæknir á Lyflækningadeild Landspítalans segir mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi líffæragjafa,Frá og með síðustu áramótum urðu allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar hér á landi. Þeir sem eru andvígir því þurfa sérstaklega að skrá það á Heilsuveru. Runólfur Pálsson yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítalans segir að mikill árangur hafi náðst í heilbrigðiskerfinu í þessum málum á síðustu árum. „Við þurfum á öllu þessu starfi í heilbrigðisþjónustunni að halda til að viðhalda þessum árangri og svo þurfum við að fræða allt samfélagið því það er fólk hér í landinu sem gefur af sér líffærin. Það eru svona 25 til þrjátíu manns sem njóta góðs af þessum líffæragjöfum og flestir eru að fá ígrætt nýra,“ segir hann.Jóhannes Kristjánsson segist stálsleginn eftir að hafa fengið nýtt hjarta fyrir 10 árum.Egill AðalsteinssonJóhannes Kristjánsson segir að líf sitt hafi breyst gríðarlega þegar hann fékk nýtt hjarta fyrir tíu árum. „Læknirinn sagði við mig þegar ég fékk hjartað að það væri svo ungt að ég myndi yngjast um 19 ár og ég held að það sé bara rétt hjá honum. Gamanlaust ég get farið allt sem ég vil, þetta er bara dæla sem gengur eins og hitt. Þess vegna pirrar mig stundum þegar menn spyrja mig, ertu bara úti, hvað ertu eiginlega að gera úti?,“ segir Jóhannes. Heilbrigðismál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Sjá meira
Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum. Skarphéðinn Andri Kristjánsson lét foreldra sína snemma vita að ef eitthvað kæmi fyrir þá myndu hann vilja að aðrir nytu líffæra hans. Hann var aðeins átján ára þegar hann lést ásamt kærustu sinn eftir bílslys árið 2014. Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir hans segist vera þakklát í dag fyrir þessa ákvörðun sonar síns en fimm manns fengu líffæri Skarphéðins. „Þetta var bara ljósið í þessu öllu saman. Vonin og eitthvað sem ég gat haldið í. Þarna var kannski kominn einhver tilgangur og það kom eitthvað gott út úr þessu,“ segir Steinunn.Runólfur Pálsson yfirlæknir á Lyflækningadeild Landspítalans segir mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi líffæragjafa,Frá og með síðustu áramótum urðu allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar hér á landi. Þeir sem eru andvígir því þurfa sérstaklega að skrá það á Heilsuveru. Runólfur Pálsson yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítalans segir að mikill árangur hafi náðst í heilbrigðiskerfinu í þessum málum á síðustu árum. „Við þurfum á öllu þessu starfi í heilbrigðisþjónustunni að halda til að viðhalda þessum árangri og svo þurfum við að fræða allt samfélagið því það er fólk hér í landinu sem gefur af sér líffærin. Það eru svona 25 til þrjátíu manns sem njóta góðs af þessum líffæragjöfum og flestir eru að fá ígrætt nýra,“ segir hann.Jóhannes Kristjánsson segist stálsleginn eftir að hafa fengið nýtt hjarta fyrir 10 árum.Egill AðalsteinssonJóhannes Kristjánsson segir að líf sitt hafi breyst gríðarlega þegar hann fékk nýtt hjarta fyrir tíu árum. „Læknirinn sagði við mig þegar ég fékk hjartað að það væri svo ungt að ég myndi yngjast um 19 ár og ég held að það sé bara rétt hjá honum. Gamanlaust ég get farið allt sem ég vil, þetta er bara dæla sem gengur eins og hitt. Þess vegna pirrar mig stundum þegar menn spyrja mig, ertu bara úti, hvað ertu eiginlega að gera úti?,“ segir Jóhannes.
Heilbrigðismál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Sjá meira