Enski boltinn

City hyggst reisa nýjan leikvang við hliðina á Etihad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Etihad, heimavöllur Manchester City.
Etihad, heimavöllur Manchester City. vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City ætla að byggja nýjan leikvang við hliðina á Etihad, heimavelli liðsins.

Nýi leikvangurinn á að taka 21.000 manns í sæti. Hann verður ætlaður fyrir tónleika, NBA-leiki og UFC-bardagakvöld.

City freistar þess nú að fá leyfi fyrir framkvæmdunum. Talið er að það taki um þrjú ár að byggja leikvanginn og kostnaðurinn hlaupi á 300 milljónum punda.

City er með eina glæsilegustu aðstöðu í heimi og eigendur félagsins vilja bæta enn frekar í. Til að mynda eru 5000 íbúðir, sem verða á viðráðanlegu verði, á teikniborðinu á City-svæðinu.

Etihad tekur um 55.000 manns í sæti. City flutti þaðan árið 2003 frá Maine Road sem var heimavöllur liðsins í 90 ár.


Tengdar fréttir

„Ég sekta bara fyrir heimskulega hluti“

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að hann muni ekki refsa hinum unga Phil Foden eftir að hann fékk rautt spjald í 5-1 sigri Man. City á Atalanta í Meistaradeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×