Það var engu til sparað við hönnun og framleiðslu hringsins sem félagið segir að sé stærsti meistarahringur í sögu NBA-deildarinnar.
Stóri demanturinn á toppi hringsins er sá stærsti í sögu meistarahringa í amerískum íþróttum. Það eru svo 74 litlir demantar í hringnum. Einn fyrir hvern sigur á síðustu leiktíð.
A historic ring for a historic accomplishment. #WeTheNorthpic.twitter.com/IZdkXQTj4B
— Toronto Raptors (@Raptors) October 22, 2019
Í heild er hringurinn 14 karöt af demötnum og meira en 650 demantar í heild sinni. Meira en á nokkrum öðrum hring.
Leikmenn voru að vonum mjög ánægðir með útkomuna.