Í þjóðarhag – eða sægreifa Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. október 2019 07:15 Útflutningur á óunnum fiski fer vaxandi. Einnig fer það í vöxt að stórar útgerðir yfirbjóði á fiskmörkuðum fisk sem fluttur er óunninn til vinnslu í öðrum löndum með þeim afleiðingum að fiskvinnslur hér á landi sem treysta á að geta keypt hráefni á fiskmörkuðum, verða undir. Um allt land eru fiskvinnslur í þessari stöðu og eru í rekstrarvanda vegna hráefnisskorts og yfirboða þeirra stærri og stöndugri. Margar þeirra hafa sagt upp fólki undanfarið, hafa þurft að draga saman seglin og munu hætta rekstri ef svo heldur fram sem horfir. Hagkvæmni stærðar útgerðarfyrirtækja sem kaupa og selja óunninn fisk úr landi í stórum stíl og þjóðarhagur fara hér ekki saman. Og því er það þyngra en tárum taki að ráðherrar taki málið ekki alvarlega – ekki ráðherra byggðamála, formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, ekki ráðherra vinnumarkaðsmála, Framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, ekki fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, né sjávarútvegsráðherra, Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson. Þetta er óheillaþróun sem veldur atvinnuleysi, fólksflótta frá landsbyggð og færir ríkissjóði og sveitarfélögum lægri tekjur. Eigi fiskvinnslur sem treysta á fiskmarkaði að lifa af þarf strax að finna lausn. Eða er stjórnvöldum alveg sama um þessa þróun? Skiptir gróði og arðgreiðslur stórútgerðarinnar ríkisstjórnina meiru en atvinna og kjör íslenskra samfélaga víða um land? Hverjir vinna allan þennan óunna fisk? Hverjir eru það sem eiga svo gott skjól hjá ríkisstjórninni? Hvað væri hægt að gera? Við getum t.d. sett í lög að umtalsvert stærri hluti afla fari á markað. Þá væri erfiðara að sprengja upp verð og gera fáum stórum aðilum kleift að ryksuga upp afla á markaði og flytja úr landi. Við gætum líka lögleitt hvata til að vinna aflann hér á landi. Eigum við að vera hráefnisnáma fyrir auðuga aðila eða á vinnsla vörunnar að fara fram hér landi? Ýmis úrræði eru í boði til að snúa við þessari óheillaþróun – standi manni ekki á sama um hana.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Útflutningur á óunnum fiski fer vaxandi. Einnig fer það í vöxt að stórar útgerðir yfirbjóði á fiskmörkuðum fisk sem fluttur er óunninn til vinnslu í öðrum löndum með þeim afleiðingum að fiskvinnslur hér á landi sem treysta á að geta keypt hráefni á fiskmörkuðum, verða undir. Um allt land eru fiskvinnslur í þessari stöðu og eru í rekstrarvanda vegna hráefnisskorts og yfirboða þeirra stærri og stöndugri. Margar þeirra hafa sagt upp fólki undanfarið, hafa þurft að draga saman seglin og munu hætta rekstri ef svo heldur fram sem horfir. Hagkvæmni stærðar útgerðarfyrirtækja sem kaupa og selja óunninn fisk úr landi í stórum stíl og þjóðarhagur fara hér ekki saman. Og því er það þyngra en tárum taki að ráðherrar taki málið ekki alvarlega – ekki ráðherra byggðamála, formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, ekki ráðherra vinnumarkaðsmála, Framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, ekki fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, né sjávarútvegsráðherra, Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson. Þetta er óheillaþróun sem veldur atvinnuleysi, fólksflótta frá landsbyggð og færir ríkissjóði og sveitarfélögum lægri tekjur. Eigi fiskvinnslur sem treysta á fiskmarkaði að lifa af þarf strax að finna lausn. Eða er stjórnvöldum alveg sama um þessa þróun? Skiptir gróði og arðgreiðslur stórútgerðarinnar ríkisstjórnina meiru en atvinna og kjör íslenskra samfélaga víða um land? Hverjir vinna allan þennan óunna fisk? Hverjir eru það sem eiga svo gott skjól hjá ríkisstjórninni? Hvað væri hægt að gera? Við getum t.d. sett í lög að umtalsvert stærri hluti afla fari á markað. Þá væri erfiðara að sprengja upp verð og gera fáum stórum aðilum kleift að ryksuga upp afla á markaði og flytja úr landi. Við gætum líka lögleitt hvata til að vinna aflann hér á landi. Eigum við að vera hráefnisnáma fyrir auðuga aðila eða á vinnsla vörunnar að fara fram hér landi? Ýmis úrræði eru í boði til að snúa við þessari óheillaþróun – standi manni ekki á sama um hana.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar