Neysla á orkudrykkjum aukist um 150 prósent hjá framhaldsskólanemum Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2019 20:00 22 prósent framhaldsskólanema sögðust neyta orkudrykkja daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. Þeir sem drekka orkudrykki daglega eru líklegri til að finna fyrir líkamlegum og andlegum kvillum. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og geta þeir sem ætla að hætta búist við mígreniseinkennum í tvær vikur. Matvælastofnun stóð fyrir málþingi í dag um koffínneyslu ungmenna. Þar kom fram að neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. 22 prósent sögðust neyta þeirra daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og ekkert grín að hætta líkt og Álfgeir Kristjánsson fjallaði um á málþinginu. „Þegar maður er orðinn einu sinni háður koffíni sem við flest erum, áttatíu prósent fólks almennt er háð koffíni með einum eða öðrum hætti, þá eru fráhvarfseinkennin skaðleg heilsunni. Þannig að við sjáum það til dæmis í rannsóknum þegar krakkar spurðir út í notkun á koffíni og síðan um ýmsa líkamlega og andlega kvilla, eins og slen og leiða og þreytu og svefnörðugleika og slíkt, þetta skorar allt miklu miklu hærra meðal krakka sem nota koffín reglulega,“ segir Álfgeir. Koffín er ávanabindandi efni sem hefur áhrif á miðtaugakerfið. Í því felast mikil fráhvarfseinkenni þegar neyslu er hætt með daglegu millibili. Það kallar því á frekari notkun. Koffín hreinsast úr líkamanum á fimm klukkutímum. Vellíðunin sem fólk fær við fyrsta kaffibollann á morgnanna er í raun skilaboð til heilans að hans sé laus undan fráhvarfseinkennunum. „Fólk sem ákveður að hætta koffínneyslu getur búist við því að fá mjög hörð mígreniseinkenni allt upp í tvær vikur,“ segir Álfgeir. Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum.Vísir/Sigurjón „Þetta er það sem fólk hefur áhyggjur af, hvort við séum með stóran hluta af ungmennum í íslensku umhverfi sem eru daglegir neytendur á koffíni og þurfa þar af leiðandi að nota það reglulega.“ Álfgeir segir ekki rétt að kenna þessa drykki við orku því margir af þessum koffíndrykkjum eru án allrar orku. „Það er ekki hrein orka í þessum drykkjum. Þetta er bara kikk fyrir miðtaugakerfið. Ekkert ósvipað því og fylgir neyslu amfetamíns og kókaíns, nema áhrifin eru vægari. Manni finnst maður kannski orkumeiri en það er það sem rannsóknir á fullorðnum hafa sýnt. Þegar koffín tekur inn í myndina fráhvarfseinkenni og þann tíma sem tekur að hreinsa líkamann af koffíni, þá er greinilega heilmikið samband þarna á milli. Fólki finnst það fá ákveðin áhrif af koffíni.“ Áður fyrr var einungist hægt að fá koffín í gegnum kaffi og te. Í dag er fæst það í bragðgóðum gosdrykkjum, töflum, tyggjói og sælgæti. Í Menntaskólanum við Sund fá koffíndrykkir í mötuneytinu. Þar virtust nemendur meðvitaðir um áhrifin en sjá má svör þeirra í spilaranum hér fyrir neðan: Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. Þeir sem drekka orkudrykki daglega eru líklegri til að finna fyrir líkamlegum og andlegum kvillum. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og geta þeir sem ætla að hætta búist við mígreniseinkennum í tvær vikur. Matvælastofnun stóð fyrir málþingi í dag um koffínneyslu ungmenna. Þar kom fram að neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. 22 prósent sögðust neyta þeirra daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og ekkert grín að hætta líkt og Álfgeir Kristjánsson fjallaði um á málþinginu. „Þegar maður er orðinn einu sinni háður koffíni sem við flest erum, áttatíu prósent fólks almennt er háð koffíni með einum eða öðrum hætti, þá eru fráhvarfseinkennin skaðleg heilsunni. Þannig að við sjáum það til dæmis í rannsóknum þegar krakkar spurðir út í notkun á koffíni og síðan um ýmsa líkamlega og andlega kvilla, eins og slen og leiða og þreytu og svefnörðugleika og slíkt, þetta skorar allt miklu miklu hærra meðal krakka sem nota koffín reglulega,“ segir Álfgeir. Koffín er ávanabindandi efni sem hefur áhrif á miðtaugakerfið. Í því felast mikil fráhvarfseinkenni þegar neyslu er hætt með daglegu millibili. Það kallar því á frekari notkun. Koffín hreinsast úr líkamanum á fimm klukkutímum. Vellíðunin sem fólk fær við fyrsta kaffibollann á morgnanna er í raun skilaboð til heilans að hans sé laus undan fráhvarfseinkennunum. „Fólk sem ákveður að hætta koffínneyslu getur búist við því að fá mjög hörð mígreniseinkenni allt upp í tvær vikur,“ segir Álfgeir. Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum.Vísir/Sigurjón „Þetta er það sem fólk hefur áhyggjur af, hvort við séum með stóran hluta af ungmennum í íslensku umhverfi sem eru daglegir neytendur á koffíni og þurfa þar af leiðandi að nota það reglulega.“ Álfgeir segir ekki rétt að kenna þessa drykki við orku því margir af þessum koffíndrykkjum eru án allrar orku. „Það er ekki hrein orka í þessum drykkjum. Þetta er bara kikk fyrir miðtaugakerfið. Ekkert ósvipað því og fylgir neyslu amfetamíns og kókaíns, nema áhrifin eru vægari. Manni finnst maður kannski orkumeiri en það er það sem rannsóknir á fullorðnum hafa sýnt. Þegar koffín tekur inn í myndina fráhvarfseinkenni og þann tíma sem tekur að hreinsa líkamann af koffíni, þá er greinilega heilmikið samband þarna á milli. Fólki finnst það fá ákveðin áhrif af koffíni.“ Áður fyrr var einungist hægt að fá koffín í gegnum kaffi og te. Í dag er fæst það í bragðgóðum gosdrykkjum, töflum, tyggjói og sælgæti. Í Menntaskólanum við Sund fá koffíndrykkir í mötuneytinu. Þar virtust nemendur meðvitaðir um áhrifin en sjá má svör þeirra í spilaranum hér fyrir neðan:
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira