Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2019 21:29 Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Hver verkþáttur klárast nú á fætur öðrum og nú er biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, en fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þótt hálft ár sé liðið frá því slegið var í gegn eru mörg handtökin enn eftir. Vinnusvæðin þessa dagana eru í báðum fjörðum, Arnarfirði og Dýrafirði, og svo auðvitað inni í göngunum.Arnarfjarðarmegin er verið að steypa upp vegskála.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Starfsmenn verktakanna, hins tékkneska Metrostav og hins íslenska Suðurverks, eru um 75 talsins og þessa dagana er verið að steypa vegskála Arnarfjarðarmegin. Brátt sér fyrir endann á þessum verkþætti en vegskálinn Dýrafjarðarmegin er tilbúinn og skálinn Arnarfjarðarmegin klárast upp úr miðjum nóvember. Göngin sjálf eru alls 5,6 kílómetra löng og inni er núna unnið við vatnsklæðningar. Það er einnig gert með sprautusteypu en talsvert magnaukning hefur orðið á þessum liðum. Í framhaldinu verður svo farið í uppsetningu rafbúnaðar.Tvær nýjar brýr eru komnar í botni Borgarfjarðar, nyrsta innfirði Arnarfjarðar, yfir Mjólká og Hófsá.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sýnilegasti hluti framkvæmdanna fyrir vegfarendur er vega- og brúagerðin en alls þarf að leggja átta kílómetra af nýjum vegum, bæði í Dýrafirði sem og botni Arnarfjarðar meðfram Mjólkárvirkjun. Þar eru tvær nýjar brýr tilbúnar, yfir Mjólká og Hófsá.Frá gerð nýja vegarins í Dýrafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Að sjá vegina þannig mótast að göngunum eykur sannarlega á eftirvæntingu Vestfirðinga en verktakinn stefnir að því að göngin verði tilbúin í september á næsta ári. Veturinn sem í hönd fer verður því væntanlega sá síðasti sem menn aka yfir og þurfa að moka Hrafnseyrarheiði. Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks, lýsti nánar framvindu verksins í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Sjá meira
Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Hver verkþáttur klárast nú á fætur öðrum og nú er biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, en fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þótt hálft ár sé liðið frá því slegið var í gegn eru mörg handtökin enn eftir. Vinnusvæðin þessa dagana eru í báðum fjörðum, Arnarfirði og Dýrafirði, og svo auðvitað inni í göngunum.Arnarfjarðarmegin er verið að steypa upp vegskála.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Starfsmenn verktakanna, hins tékkneska Metrostav og hins íslenska Suðurverks, eru um 75 talsins og þessa dagana er verið að steypa vegskála Arnarfjarðarmegin. Brátt sér fyrir endann á þessum verkþætti en vegskálinn Dýrafjarðarmegin er tilbúinn og skálinn Arnarfjarðarmegin klárast upp úr miðjum nóvember. Göngin sjálf eru alls 5,6 kílómetra löng og inni er núna unnið við vatnsklæðningar. Það er einnig gert með sprautusteypu en talsvert magnaukning hefur orðið á þessum liðum. Í framhaldinu verður svo farið í uppsetningu rafbúnaðar.Tvær nýjar brýr eru komnar í botni Borgarfjarðar, nyrsta innfirði Arnarfjarðar, yfir Mjólká og Hófsá.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sýnilegasti hluti framkvæmdanna fyrir vegfarendur er vega- og brúagerðin en alls þarf að leggja átta kílómetra af nýjum vegum, bæði í Dýrafirði sem og botni Arnarfjarðar meðfram Mjólkárvirkjun. Þar eru tvær nýjar brýr tilbúnar, yfir Mjólká og Hófsá.Frá gerð nýja vegarins í Dýrafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Að sjá vegina þannig mótast að göngunum eykur sannarlega á eftirvæntingu Vestfirðinga en verktakinn stefnir að því að göngin verði tilbúin í september á næsta ári. Veturinn sem í hönd fer verður því væntanlega sá síðasti sem menn aka yfir og þurfa að moka Hrafnseyrarheiði. Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks, lýsti nánar framvindu verksins í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00
Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45