40 til 50 einstaklingar á Landspítala sem ættu að vera á hjúkrunarheimili Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 15:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafði Svandísi svara um hvernig hún hyggist bregðast við því neyðarástandi sem ríki á Landspítalanum. Spurði hann hvort ekki væri tímabært að víkja frá „samþjöppunarstefnu,“ og aukinni vinstrivæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að flytja æ fleiri verkefni til Landspítalans. Fram kom í fréttum um helgina að launabætur ríkisins til Landspítalans hafi verið vanáætlaðar um allt að milljarð á ári. Í fyrirspurn sinni vísaði Sigmundur til þess að formaður hjúkrunarráðs spítalans hafi sagt að öryggi sjúklinga sé ógnað í ljósi þrenginga á spítalanum.Sjá einngi: Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinuÍ svari sínu vísaði Svandís til þeirrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem hafi verið samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi. Þar sé „gríðarlega mikið lagt í heilbrigðisþjónustuna og er ekki vanþörf á að skýra betur hver gerir hvað í heilbrigðisþjónustunni,“ sagði Svandís.Sigmundi Davíð þótti svör Svandísar ekki fullnægjandi.vísir/vilhelmSannarlega séu dæmi um þjónustu sem Landspítalinn sinni sem ætti að vera veitt annars staðar. „Þannig hefur það löngum verið að nokkur fjöldi aldraðra sem hafa verið með það sem kallað er færni og heilsumat og ættu að vera á hjúkrunarheimilum hafa legið á Landspítala. Þetta eru að jafnaði milli 40 og 50 manns núna þegar við erum búin að opna fleiri hjúkrunarrými og þurfum að gera betur þar og hin tilvikin eru þau þegar fólk leitar til bráðamóttöku Landspítala þegar heilsugæslan ætti að sinna viðfangsefnunum,“ sagði Svandís. Það horfi nú til bóta. Sigmundur krafðist skírari svara um hvernig ráðherra ætlaði að bregðast við. Í síðara svari sínu sagði Svandís leitt að svo virðist sem Sigmundur vilji frekar stuðla að sundrung, heilbrigðisstefnan hafi verið samþykkt með stuðningi 45 þingmanna minni- og meirihluta á Alþingi. „Og af því að háttvirtur þingmaður spyr sérstaklega um hvernig á að tryggja það að þessir þættir séu unnir þar sem þeim ber, þá er það svo að við erum að fjölga hjúkrunarrýmum í stórkostlega mikilvægri uppbyggingu sem stendur hér yfir,“ sagði Svandís. Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafði Svandísi svara um hvernig hún hyggist bregðast við því neyðarástandi sem ríki á Landspítalanum. Spurði hann hvort ekki væri tímabært að víkja frá „samþjöppunarstefnu,“ og aukinni vinstrivæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að flytja æ fleiri verkefni til Landspítalans. Fram kom í fréttum um helgina að launabætur ríkisins til Landspítalans hafi verið vanáætlaðar um allt að milljarð á ári. Í fyrirspurn sinni vísaði Sigmundur til þess að formaður hjúkrunarráðs spítalans hafi sagt að öryggi sjúklinga sé ógnað í ljósi þrenginga á spítalanum.Sjá einngi: Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinuÍ svari sínu vísaði Svandís til þeirrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem hafi verið samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi. Þar sé „gríðarlega mikið lagt í heilbrigðisþjónustuna og er ekki vanþörf á að skýra betur hver gerir hvað í heilbrigðisþjónustunni,“ sagði Svandís.Sigmundi Davíð þótti svör Svandísar ekki fullnægjandi.vísir/vilhelmSannarlega séu dæmi um þjónustu sem Landspítalinn sinni sem ætti að vera veitt annars staðar. „Þannig hefur það löngum verið að nokkur fjöldi aldraðra sem hafa verið með það sem kallað er færni og heilsumat og ættu að vera á hjúkrunarheimilum hafa legið á Landspítala. Þetta eru að jafnaði milli 40 og 50 manns núna þegar við erum búin að opna fleiri hjúkrunarrými og þurfum að gera betur þar og hin tilvikin eru þau þegar fólk leitar til bráðamóttöku Landspítala þegar heilsugæslan ætti að sinna viðfangsefnunum,“ sagði Svandís. Það horfi nú til bóta. Sigmundur krafðist skírari svara um hvernig ráðherra ætlaði að bregðast við. Í síðara svari sínu sagði Svandís leitt að svo virðist sem Sigmundur vilji frekar stuðla að sundrung, heilbrigðisstefnan hafi verið samþykkt með stuðningi 45 þingmanna minni- og meirihluta á Alþingi. „Og af því að háttvirtur þingmaður spyr sérstaklega um hvernig á að tryggja það að þessir þættir séu unnir þar sem þeim ber, þá er það svo að við erum að fjölga hjúkrunarrýmum í stórkostlega mikilvægri uppbyggingu sem stendur hér yfir,“ sagði Svandís.
Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira