Misstu einn besta leikstjórnanda sögunnar en hafa ekki tapað síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 22:45 Teddy Bridgewater stýrir sínum mönnum í New Orleans Saints. Getty/Nuccio DiNuzzo Sigurganga Dýrlinganna frá New Orleans hefur vakið mikla athygli í NFL-deildinni enda ekki mörg lið sem ráða við að missa hershöfðingja sinn. New Orleans Saints liðið varð fyrir miklu áfalli í byrjun NFL-tímabilsins þegar stjörnuleikstjórnandi liðsins, Drew Brees, meiddist illa á kasthendinni sinni. Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar og á fjöldamörg met í NFL-deildinni. Hann hefur nánast sloppið við meiðsli undanfarin áratug en Brees meiddist snemma í öðrum leik tímabilsins á móti Los Angeles Rams. Seinna kom í ljós að hann yrði frá í sex til átta vikur.Teddy Bridgewater looking to go 5-0 as the #Saints starter.pic.twitter.com/dI3QfQSEBQ — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 20, 2019 Saints liðið bjó svo vel að vera með Teddy Bridgewater á bekknum. Bridgewater var vonarstjarna hjá Minnesota Vikings áður en hann rústaði hnénu sínu skömmu fyrir tímabilið 2016. Bridgewater var frá í tvö ár og fékk ekki nýjan samning hjá Vikings. Hann fór í eitt ár til New York Jets en samdi svo við New Orleans Saints í fyrra. Fyrir þetta tímabil gerði Saints hann svo að launahæsta varaleikstjórnanda deildarinnar. Teddy Bridgewater var öruggur með að fá 7,25 milljónir dollara, 908 milljónir íslenskra króna, fyrir tímabilið þrátt fyrir að vera varamaður Drew Brees. Saints menn sjá ekki eftir þeim peningum því hann hefur leitt liðið til sigurs í öllum fimm leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.Teddy Bridgewater since taking over for an injured Drew Brees: 5-0 W-L 9-2 TD/Int ratio 1,205 pass yds pic.twitter.com/ocMSzNoK7B — ESPN (@espn) October 20, 2019 New Orleans Saints vann 36-25 sigur á Chicago Bears í gær en hafði áður unnið Seattle Seahawks, Dallas Cowboys, Tampa Bay Buccaneers og Jacksonville Jaguars. Eina tapið á tímabili er leikurinn afdrifaríki á móti Los Angeles Rams þar sem Drew Brees meiddist. Teddy Bridgewater hefur skilað flottum tölum og er með níu snertimarkssendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum.Saints stomp Bears, move to 5-0 with Bridgewater https://t.co/EzTr2HsdAi — ProFootballTalk (@ProFootballTalk) October 20, 2019 Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, hefur enn á ný sannað sig sem einn af allra bestu þjálfurum deildarinnar í fjarveru Brees og með frammistöðu sinni hefur Teddy Bridgewater stimplað sig aftur inn í hóp þeirra leikstjórnanda sem eiga skilið byjunarliðssæti í NFL-deildinni. Drew Brees er allur að ná sér og byrjar að æfa í vikunni. Hann er örugglega orðinn óþolinmóður að komast aftur inn á völlinn og kannski smá hræddur við að Bridgewater haldi honum út úr liðinu. Það er þó 99 prósent líkur á því að Drew Brees komi aftur inn þegar hann er klár. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Sigurganga Dýrlinganna frá New Orleans hefur vakið mikla athygli í NFL-deildinni enda ekki mörg lið sem ráða við að missa hershöfðingja sinn. New Orleans Saints liðið varð fyrir miklu áfalli í byrjun NFL-tímabilsins þegar stjörnuleikstjórnandi liðsins, Drew Brees, meiddist illa á kasthendinni sinni. Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar og á fjöldamörg met í NFL-deildinni. Hann hefur nánast sloppið við meiðsli undanfarin áratug en Brees meiddist snemma í öðrum leik tímabilsins á móti Los Angeles Rams. Seinna kom í ljós að hann yrði frá í sex til átta vikur.Teddy Bridgewater looking to go 5-0 as the #Saints starter.pic.twitter.com/dI3QfQSEBQ — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 20, 2019 Saints liðið bjó svo vel að vera með Teddy Bridgewater á bekknum. Bridgewater var vonarstjarna hjá Minnesota Vikings áður en hann rústaði hnénu sínu skömmu fyrir tímabilið 2016. Bridgewater var frá í tvö ár og fékk ekki nýjan samning hjá Vikings. Hann fór í eitt ár til New York Jets en samdi svo við New Orleans Saints í fyrra. Fyrir þetta tímabil gerði Saints hann svo að launahæsta varaleikstjórnanda deildarinnar. Teddy Bridgewater var öruggur með að fá 7,25 milljónir dollara, 908 milljónir íslenskra króna, fyrir tímabilið þrátt fyrir að vera varamaður Drew Brees. Saints menn sjá ekki eftir þeim peningum því hann hefur leitt liðið til sigurs í öllum fimm leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.Teddy Bridgewater since taking over for an injured Drew Brees: 5-0 W-L 9-2 TD/Int ratio 1,205 pass yds pic.twitter.com/ocMSzNoK7B — ESPN (@espn) October 20, 2019 New Orleans Saints vann 36-25 sigur á Chicago Bears í gær en hafði áður unnið Seattle Seahawks, Dallas Cowboys, Tampa Bay Buccaneers og Jacksonville Jaguars. Eina tapið á tímabili er leikurinn afdrifaríki á móti Los Angeles Rams þar sem Drew Brees meiddist. Teddy Bridgewater hefur skilað flottum tölum og er með níu snertimarkssendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum.Saints stomp Bears, move to 5-0 with Bridgewater https://t.co/EzTr2HsdAi — ProFootballTalk (@ProFootballTalk) October 20, 2019 Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, hefur enn á ný sannað sig sem einn af allra bestu þjálfurum deildarinnar í fjarveru Brees og með frammistöðu sinni hefur Teddy Bridgewater stimplað sig aftur inn í hóp þeirra leikstjórnanda sem eiga skilið byjunarliðssæti í NFL-deildinni. Drew Brees er allur að ná sér og byrjar að æfa í vikunni. Hann er örugglega orðinn óþolinmóður að komast aftur inn á völlinn og kannski smá hræddur við að Bridgewater haldi honum út úr liðinu. Það er þó 99 prósent líkur á því að Drew Brees komi aftur inn þegar hann er klár.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira