Sport

Myndataka ársins í bandarískum íþróttum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cordarrelle Patterson.
Cordarrelle Patterson. Getty/Nuccio DiNuzzo
Cordarrelle Patterson skoraði geggjað snertimark í NFL-deildinni í gær eftir 102 jarda sprett upp allan völlinn en þetta hlaup hans með boltann náðist einstaklega vel á eina myndavél á vellinum.

Bandaríkjamenn voru fyrstir til að setja upp svokallað skývél á íþróttakappleikjum sínum og þær vélar bjóða oft sjónvarpsáhorfandanum að komast mjög nálægt því sem er að gerast inn á vellinum.

Myndatökumennirnir hafa lært betur og betur á að fara nálægt með vélarnar án þess að trufla það sem er í gangi inn á vellinum.





Skývélin gerði frábæra hluta í gær þegar Cordarrelle Patterson skoraði eftirminnilegt snertimark eftir að hafa hlaupið upp allan völlinn.

Cordarrelle Patterson er leikmaður Chicago Bears og skoraði fyrstu stig síns í leiknum á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints endaði á að vinna leikinn en Patterson átti eftirminnilegustu tilþrifin.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig snertimarkið hans sást í skývélinni og það er ekkert skrítið þótt að einhverjir séu farnir að tala um myndatöku ársins í bandarískum íþróttum.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×