Áttu fótum fjör að launa þegar klakastífla brast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2019 08:00 Yfirleitt má sjá friðsælan foss renna niður í Kolugljúfur. Allt annað var á teningnum einn vordag fyrr á árinu. Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu. Það gerðist einnig síðasta vor og þá áttu tveir ferðamenn fótum fjör að launa. Síðasta vor hafði Dagný Ragnarsdóttir, bóndi á Bakka í Víðidal, fylgst áhyggjufull með ánni þegar hún heyrði allt í einu einhver „svaka læti“. „Þá hljóp ég út og ég sá að hún var að koma. Hún bara stækkaði og stækkaði og það var svolítið landbrot í því flóði. Hún fór yfir tún,“ segir Dagný í samtali við Vísi en myndband sem Dagný tók í vor af flóðinu stigmagnast má sjá hér að neðan. Líkt og sjá má í myndbandinu er um töluvert meira rennsli en það sem átti sér stað í vikunni.Tveir ferðamenn voru undir brúnni Brunaði Dagný á sama stað og nágranni hennar Inga Vala Gestsdóttir tók myndbandið sem birt var á Vísi á dögunum. „Það voru einmitt ferðamenn þarna undir brúnni í vor þegar ég var þarna og þess vegna fór ég nú líka þarna niður eftir. Ég ætlaði að vara þá við. Ég var of sein og þegar ég kom þarna hugsaði ég bara: „Jæja, þá eru þessi örugglega farin“. Svo komu þau öskrandi undan brúnni. Þau rétt sluppu sem betur fer,“ segir Dagný. Umrædda ferðamenn, par, má sjá virða ánna fyrir sér í myndbandinu, í öruggri fjarlægð í þetta skiptið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er um gríðarlega krafta að ræða og tiltölulega stórir ísjakar þeytast niður Kolufoss af miklu afli, niður í gljúfrið. Áin sjálf kolbrún eins og beljandi jökulfljót. „Þetta var nú bara eins og kakó, einhver drulluleðja. Það hlóðst upp endalaust og svo kom þetta svaka flóð,“ segir Dagný sem segir sambærileg flóð í ánni ekki vera algeng.„Hún gerir þetta mjög sjaldan en hún á það að til að koma með svona skot.“Hér að neðan má sjá myndband af sama fossi sem Vísir birti á dögunum. Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veður Tengdar fréttir Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu. Það gerðist einnig síðasta vor og þá áttu tveir ferðamenn fótum fjör að launa. Síðasta vor hafði Dagný Ragnarsdóttir, bóndi á Bakka í Víðidal, fylgst áhyggjufull með ánni þegar hún heyrði allt í einu einhver „svaka læti“. „Þá hljóp ég út og ég sá að hún var að koma. Hún bara stækkaði og stækkaði og það var svolítið landbrot í því flóði. Hún fór yfir tún,“ segir Dagný í samtali við Vísi en myndband sem Dagný tók í vor af flóðinu stigmagnast má sjá hér að neðan. Líkt og sjá má í myndbandinu er um töluvert meira rennsli en það sem átti sér stað í vikunni.Tveir ferðamenn voru undir brúnni Brunaði Dagný á sama stað og nágranni hennar Inga Vala Gestsdóttir tók myndbandið sem birt var á Vísi á dögunum. „Það voru einmitt ferðamenn þarna undir brúnni í vor þegar ég var þarna og þess vegna fór ég nú líka þarna niður eftir. Ég ætlaði að vara þá við. Ég var of sein og þegar ég kom þarna hugsaði ég bara: „Jæja, þá eru þessi örugglega farin“. Svo komu þau öskrandi undan brúnni. Þau rétt sluppu sem betur fer,“ segir Dagný. Umrædda ferðamenn, par, má sjá virða ánna fyrir sér í myndbandinu, í öruggri fjarlægð í þetta skiptið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er um gríðarlega krafta að ræða og tiltölulega stórir ísjakar þeytast niður Kolufoss af miklu afli, niður í gljúfrið. Áin sjálf kolbrún eins og beljandi jökulfljót. „Þetta var nú bara eins og kakó, einhver drulluleðja. Það hlóðst upp endalaust og svo kom þetta svaka flóð,“ segir Dagný sem segir sambærileg flóð í ánni ekki vera algeng.„Hún gerir þetta mjög sjaldan en hún á það að til að koma með svona skot.“Hér að neðan má sjá myndband af sama fossi sem Vísir birti á dögunum.
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veður Tengdar fréttir Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00