Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2019 13:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Hrafnkell „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Þá greindi mbl.is frá því í dag að tíu til fimmtán prósent af íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði hafi greinst með veiruna. „Nóróveira er alltaf meira og minna viðloðandi veira en svo getur hún komið svona upp og valdið hópsýkingum. Ástæðan er sú að hún er mjög smitandi, það þarf lítið magn af henni. Nákvæmlega af hverju hún er að gjósa upp núna er óljóst,“ segir Þórólfur. Það sé nú í skoðun hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Þannig var til dæmis aðeins helmingur af þeim 53 börnum sem skráðir eru á leikskólann Ársól í Grafarvogi í skólanum föstudaginn 18. október. Þá viku voru mikil veikindi í skólanum. Segir Þórólfur að ákveðið verklag fari af stað þegar nóróveiran blossar upp. „Það er ákveðið verklag um lokanir og hreinsanir til þess að reyna að sótthreinsa og koma í veg fyrir smit. Veiran getur lifað á yfirborði hluta og valdið þannig sýkingum. Það þarf að gæta vel að öllu hreinlæti,“ segir Þórólfur en hægt er að nálgast helstu upplýsingar nóróveiru og forvarnir gegn henni á vef Landlæknis. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
„Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Þá greindi mbl.is frá því í dag að tíu til fimmtán prósent af íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði hafi greinst með veiruna. „Nóróveira er alltaf meira og minna viðloðandi veira en svo getur hún komið svona upp og valdið hópsýkingum. Ástæðan er sú að hún er mjög smitandi, það þarf lítið magn af henni. Nákvæmlega af hverju hún er að gjósa upp núna er óljóst,“ segir Þórólfur. Það sé nú í skoðun hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Þannig var til dæmis aðeins helmingur af þeim 53 börnum sem skráðir eru á leikskólann Ársól í Grafarvogi í skólanum föstudaginn 18. október. Þá viku voru mikil veikindi í skólanum. Segir Þórólfur að ákveðið verklag fari af stað þegar nóróveiran blossar upp. „Það er ákveðið verklag um lokanir og hreinsanir til þess að reyna að sótthreinsa og koma í veg fyrir smit. Veiran getur lifað á yfirborði hluta og valdið þannig sýkingum. Það þarf að gæta vel að öllu hreinlæti,“ segir Þórólfur en hægt er að nálgast helstu upplýsingar nóróveiru og forvarnir gegn henni á vef Landlæknis.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30