Hið opinbera fjárfesti í stað niðurgreiðslu skulda Helgi Vífill Júlíusson skrifar 31. október 2019 06:40 "Opinberar skuldir hafa minnkað mikið á síðustu árum,“ segir Hagfræðideild Landsbankans. Fréttablaðið/Ernir Það er áleitin spurning hvort ekki sé skynsamlegt fyrir hið opinbera, kannski sérstaklega ríkissjóð, að slaka á markmiðum um mikla lækkun skulda í árferði eins og nú ríkir og huga frekar að því að auka fjárfestingar sem nýtast samfélaginu til framtíðar. Þetta segir Hagfræðideild Landsbankans í nýrri hagspá sinni. „Opinberar skuldir hafa minnkað mikið á síðustu árum,“ segir Hagfræðideildin. Stefnt er að því að heildarskuldir hins opinbera verði komnar undir 30 prósent af vergri landsframleið í lok ársins.Eignasala „Til þess að ná þessum markmiðum hafa komið til óreglulegar tekjur, t.d. af eignasölu og óreglulegum arðgreiðslum og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Reiknað hefur verið með að á árunum 2019-2021 verði hægt að nýta tæplega 120 milljarða tekjur frá fyrirtækjum í ríkiseigu til að greiða niður skuldir,“ segir í hagspánni. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er lagt til að útgjöld ríkissjóðs verði aukin um rúm 10 prósent að nafnvirði frá fyrra ári sem er vel umfram verðlagsþróun og aukningu landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir 0,4 milljarða afgangi á næsta ári, samkvæmt frumvarpinu, rifjar Hagfræðideildin upp. Áherslur lítið breyst „Það vekur óneitanlega athygli hversu lítið áherslur í fjármálum hins opinbera hafa breyst á síðustu árum, þrátt fyrir mikið breytta samsetningu ríkisstjórna. Það gæti bent til þess að stjórnmálamenn séu almennt sammála um stóru myndina í fjármálum ríkisins. Við það bætist að erfitt er að sveigja mikið frá fjármálaáætlun,“ segir Hagfræðideildin. Landsbankinn gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt síðustu ár. Samkvæmt spánni mun landsframleiðsla dragast lítillega saman á þessu ári og hagvöxtur verður neikvæður um 0,4%. Á næsta ári er reiknað með tveggja prósenta hagvexti og að hann aukist lítillega árin 2021 og 2022. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Það er áleitin spurning hvort ekki sé skynsamlegt fyrir hið opinbera, kannski sérstaklega ríkissjóð, að slaka á markmiðum um mikla lækkun skulda í árferði eins og nú ríkir og huga frekar að því að auka fjárfestingar sem nýtast samfélaginu til framtíðar. Þetta segir Hagfræðideild Landsbankans í nýrri hagspá sinni. „Opinberar skuldir hafa minnkað mikið á síðustu árum,“ segir Hagfræðideildin. Stefnt er að því að heildarskuldir hins opinbera verði komnar undir 30 prósent af vergri landsframleið í lok ársins.Eignasala „Til þess að ná þessum markmiðum hafa komið til óreglulegar tekjur, t.d. af eignasölu og óreglulegum arðgreiðslum og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Reiknað hefur verið með að á árunum 2019-2021 verði hægt að nýta tæplega 120 milljarða tekjur frá fyrirtækjum í ríkiseigu til að greiða niður skuldir,“ segir í hagspánni. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er lagt til að útgjöld ríkissjóðs verði aukin um rúm 10 prósent að nafnvirði frá fyrra ári sem er vel umfram verðlagsþróun og aukningu landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir 0,4 milljarða afgangi á næsta ári, samkvæmt frumvarpinu, rifjar Hagfræðideildin upp. Áherslur lítið breyst „Það vekur óneitanlega athygli hversu lítið áherslur í fjármálum hins opinbera hafa breyst á síðustu árum, þrátt fyrir mikið breytta samsetningu ríkisstjórna. Það gæti bent til þess að stjórnmálamenn séu almennt sammála um stóru myndina í fjármálum ríkisins. Við það bætist að erfitt er að sveigja mikið frá fjármálaáætlun,“ segir Hagfræðideildin. Landsbankinn gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt síðustu ár. Samkvæmt spánni mun landsframleiðsla dragast lítillega saman á þessu ári og hagvöxtur verður neikvæður um 0,4%. Á næsta ári er reiknað með tveggja prósenta hagvexti og að hann aukist lítillega árin 2021 og 2022.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira