Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Björn Þorfinnsson skrifar 31. október 2019 06:15 Jóna Guðrún Ólafsdóttir varð fyrir óskemmtilegri reynslu. Fréttablaðið/Ernir Síðastliðinn mánudag varð Jóna Guðrún Ólafsdóttir fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að sjá greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun upp á rúma milljón á heimabanka sínum. Kannaðist hún ekki við færslurnar sem voru vegna viðskipta við raftækjarisann Elko. Nánari athugun leiddi í ljós að dóttir hennar, sem er í mikilli neyslu, hafði náð að stofna reikning í hennar nafni á greiðslusmáforritinu Pei og gat þannig keypt raftæki fyrir alla upphæðina. „Að öllum líkindum hefur hún komist yfir lykilorðið mitt á Íslyklinum og það dugði til þess að stofna reikning í mínu nafni inni á þessu greiðsluforriti. Síðan fæ ég bara fjóra greiðsluseðla inn á heimabanka minn upp á rúma eina milljón króna samtals og hef fjórtán daga til að borga,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur verið opin með reynslu sína sem aðstandandi fíkils. Þá segist hún hafa lent í margs konar sambærilegum vandræðum vegna neyslu dóttur sinnar en iðulega taki fyrirtækin einhverja ábyrgð. Það sé þó ekki svo í tilviki Elko og Greiðslumiðlunar. „Dóttir mín náði rúmlega 300 þúsund krónum út af tékkareikningi mínum hjá Arion banka í sumar með því að nota gamalt lykilorð að reikningi. Bankinn gekkst við þeim mistökum og endurgreiddi mér upphæðina. Þá náði dóttir mín einnig að kaupa sér flugmiða til Spánar hjá Úrvali Útsýn en þar mætti ég miklum skilningi og kaupin gengu til baka,“ segir Jóna Guðrún. Sömu sögu sé ekki að segja af Elko og Greiðslumiðlun. „Viðmótið hjá báðum þessum fyrirtækjum er að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Nafn dóttur minnar kemur fram sem kaupandi að raftækjunum hjá Elko en reikningurinn er sendur á mig. Það kvikna engar spurningar þó að kona í annarlegu ástandi kaupi raftæki fyrir rúmlega milljón í fjórum ferðum og á reikning annars aðila,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur leitað ráðgjafar hjá lögfræðingi og hyggst kanna rétt sinn vegna málsins. Lögmaður Greiðslumiðlunar segir að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina. Hann staðfestir að nóg sé að komast yfir lykilorð á Íslyklinum og kennitölur til þess að skrá sig inn á greiðslulausnina. „Það er raunveruleikinn í dag á þessum tímum rafrænna lausna. Það er mikilvægt að fólk passi upp á lykilorðin sín,“ segir Bjarni Þór Óskarsson lögmaður. Að hans sögn eru slík fjársvik í gegnum Pei afar sjaldgæf en þó hafi vissulega komið upp nokkur tilvik. „Það er eins og með allar greiðslulausnir, því miður reyna óprúttnir aðilar að hafa fé af fólki,“ segir Bjarni Þór. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Síðastliðinn mánudag varð Jóna Guðrún Ólafsdóttir fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að sjá greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun upp á rúma milljón á heimabanka sínum. Kannaðist hún ekki við færslurnar sem voru vegna viðskipta við raftækjarisann Elko. Nánari athugun leiddi í ljós að dóttir hennar, sem er í mikilli neyslu, hafði náð að stofna reikning í hennar nafni á greiðslusmáforritinu Pei og gat þannig keypt raftæki fyrir alla upphæðina. „Að öllum líkindum hefur hún komist yfir lykilorðið mitt á Íslyklinum og það dugði til þess að stofna reikning í mínu nafni inni á þessu greiðsluforriti. Síðan fæ ég bara fjóra greiðsluseðla inn á heimabanka minn upp á rúma eina milljón króna samtals og hef fjórtán daga til að borga,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur verið opin með reynslu sína sem aðstandandi fíkils. Þá segist hún hafa lent í margs konar sambærilegum vandræðum vegna neyslu dóttur sinnar en iðulega taki fyrirtækin einhverja ábyrgð. Það sé þó ekki svo í tilviki Elko og Greiðslumiðlunar. „Dóttir mín náði rúmlega 300 þúsund krónum út af tékkareikningi mínum hjá Arion banka í sumar með því að nota gamalt lykilorð að reikningi. Bankinn gekkst við þeim mistökum og endurgreiddi mér upphæðina. Þá náði dóttir mín einnig að kaupa sér flugmiða til Spánar hjá Úrvali Útsýn en þar mætti ég miklum skilningi og kaupin gengu til baka,“ segir Jóna Guðrún. Sömu sögu sé ekki að segja af Elko og Greiðslumiðlun. „Viðmótið hjá báðum þessum fyrirtækjum er að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Nafn dóttur minnar kemur fram sem kaupandi að raftækjunum hjá Elko en reikningurinn er sendur á mig. Það kvikna engar spurningar þó að kona í annarlegu ástandi kaupi raftæki fyrir rúmlega milljón í fjórum ferðum og á reikning annars aðila,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur leitað ráðgjafar hjá lögfræðingi og hyggst kanna rétt sinn vegna málsins. Lögmaður Greiðslumiðlunar segir að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina. Hann staðfestir að nóg sé að komast yfir lykilorð á Íslyklinum og kennitölur til þess að skrá sig inn á greiðslulausnina. „Það er raunveruleikinn í dag á þessum tímum rafrænna lausna. Það er mikilvægt að fólk passi upp á lykilorðin sín,“ segir Bjarni Þór Óskarsson lögmaður. Að hans sögn eru slík fjársvik í gegnum Pei afar sjaldgæf en þó hafi vissulega komið upp nokkur tilvik. „Það er eins og með allar greiðslulausnir, því miður reyna óprúttnir aðilar að hafa fé af fólki,“ segir Bjarni Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira