Forstjóri Barnaverndarstofu segir að skerpa þurfi á reglugerð um fóstur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 21:27 Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fréttablaðið/Anton Brink Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu er ósátt við lítið vægi réttinda barns þegar kemur að ákvörðun um hæfni fósturforeldra og telur að skerpa þurfi á ákvæðum í reglugerð. Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur. Heiða Björg ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Barnaverndarstofa taldi nauðsynlegt að biðja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, vegna þess að stofan var svo ósátt við að það kæmi fram í þeirri niðurstöðu að það varðaði ekki hagsmuni barns þegar metið væri hvort einstaklingar væru hæfir fósturforeldrar,“ segir Heiða Björg.Sjá einnig: Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar „Vegna þess að þetta varðar grundvallarréttindi barna, að fá hæfa fósturforeldra þó að það liggi ekki fyrir tiltekið barn í málinu.“Margra ára baráttu Freyju fyrir því að koma til greina sem fósturforeldri lauk fyrir dómstólum í dag með sigri. Freyja fagnar sjálf niðurstöðunni og segir hana sýna að ekki sé í boði að dæma fatlað fólk úr leik eingöngu vegna líkamlegs atgervis. „Niðurstaðan laut að því hvort að lægi fyrir því nægilega góðar upplýsingar að heimilt væri að synja umsókninni áður en að umsækjandi færi á námskeið. Þetta er framkvæmd sem viðhöfð hefur verið á Barnaverndarstofu frá upphafi ef ég man rétt en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri ekki nægileg heimild í reglugerð til þess að gera þetta með þessum hætti.“Freyja Haraldsdóttir.Vísir/VilhelmEðlilegt að þetta verði skoðað Heiða Björg segir að Barnaverndarstofa sé ánægð með þá afstöðu sem Hæstiréttur hafi tekið til þess að málið varði grundvallarréttindi barna og hagsmuni fósturbarna, að það megi líta til þannig sjónarmiða þegar við metum einstaklinga. „Málið er bara komið á borð Barnaverndarstofu aftur og fer þá bara í hefðbundin farveg þar.“ Hún segir að þeim þyki eðlilegt að það verði skoðað hvort skerpa þurfi á ákveðnu ákvæði í reglugerð um fóstur. „Til dæmis ef einstaklingar með langan sakarferil sækja um, eða mikil félagsleg afskipti, mikla sögu um neyslu. Er nauðsynlegt að einstaklingar með þannig fortíð sitji löng og ströng námskeið hjá Barnaverndarstofu ef að það liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar í gögnum málsins þannig að það sé hægt að taka ákvörðun án þess?“ Félagslegar aðstæður og heilbrigði fólks þurfa að hennar mati að vera þannig að fósturbarn geti dafnað þar. „Þetta er mikill gleðidagur og rosalegur léttir,“ sagði Freyja í samtali við fréttastofu í dag.Viðtal við Freyju um niðurstöðu Hæstaréttar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í spilaranum hér að neðan. Barnavernd Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu er ósátt við lítið vægi réttinda barns þegar kemur að ákvörðun um hæfni fósturforeldra og telur að skerpa þurfi á ákvæðum í reglugerð. Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur. Heiða Björg ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Barnaverndarstofa taldi nauðsynlegt að biðja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, vegna þess að stofan var svo ósátt við að það kæmi fram í þeirri niðurstöðu að það varðaði ekki hagsmuni barns þegar metið væri hvort einstaklingar væru hæfir fósturforeldrar,“ segir Heiða Björg.Sjá einnig: Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar „Vegna þess að þetta varðar grundvallarréttindi barna, að fá hæfa fósturforeldra þó að það liggi ekki fyrir tiltekið barn í málinu.“Margra ára baráttu Freyju fyrir því að koma til greina sem fósturforeldri lauk fyrir dómstólum í dag með sigri. Freyja fagnar sjálf niðurstöðunni og segir hana sýna að ekki sé í boði að dæma fatlað fólk úr leik eingöngu vegna líkamlegs atgervis. „Niðurstaðan laut að því hvort að lægi fyrir því nægilega góðar upplýsingar að heimilt væri að synja umsókninni áður en að umsækjandi færi á námskeið. Þetta er framkvæmd sem viðhöfð hefur verið á Barnaverndarstofu frá upphafi ef ég man rétt en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri ekki nægileg heimild í reglugerð til þess að gera þetta með þessum hætti.“Freyja Haraldsdóttir.Vísir/VilhelmEðlilegt að þetta verði skoðað Heiða Björg segir að Barnaverndarstofa sé ánægð með þá afstöðu sem Hæstiréttur hafi tekið til þess að málið varði grundvallarréttindi barna og hagsmuni fósturbarna, að það megi líta til þannig sjónarmiða þegar við metum einstaklinga. „Málið er bara komið á borð Barnaverndarstofu aftur og fer þá bara í hefðbundin farveg þar.“ Hún segir að þeim þyki eðlilegt að það verði skoðað hvort skerpa þurfi á ákveðnu ákvæði í reglugerð um fóstur. „Til dæmis ef einstaklingar með langan sakarferil sækja um, eða mikil félagsleg afskipti, mikla sögu um neyslu. Er nauðsynlegt að einstaklingar með þannig fortíð sitji löng og ströng námskeið hjá Barnaverndarstofu ef að það liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar í gögnum málsins þannig að það sé hægt að taka ákvörðun án þess?“ Félagslegar aðstæður og heilbrigði fólks þurfa að hennar mati að vera þannig að fósturbarn geti dafnað þar. „Þetta er mikill gleðidagur og rosalegur léttir,“ sagði Freyja í samtali við fréttastofu í dag.Viðtal við Freyju um niðurstöðu Hæstaréttar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í spilaranum hér að neðan.
Barnavernd Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20
Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30