Lögreglumaðurinn fletti fjórtán sinnum upp máli sonar síns í LÖKE Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 09:15 Lögreglumaðurinn starfar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem sætir ákæru fyrir brot í opinberu starfi fletti á þriggja vikna tímabili fjórtán sinnum upp máli tengdu syni hans. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa annars vegar reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir ofan hraðan akstur en hins vegar fyrir að hafa ítrekað flett upp máli sonar síns. Lögreglumaðurinn er tæplega sextugur en sonur hans rúmlega tvítugur. Lögreglumaðurinn fletti upp máli sonar síns í upplýsingakerfi lögreglu, LÖKE, alls átta sinnum þann 23. maí, þrisvar sinnum þann 11. júní og svo þrisvar til viðbótar aðra daga í kring. Uppflettingarnar tengdust á engan hátt starfi hans sem lögreglumanns og voru afleiðingarnar þær að hallaði á réttindi hins opinbera í málinu, segir í ákærunni. Brot lögreglumannsins varða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglumaður var fyrir tæpum fjórum árum ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum kvenna í LÖKE án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var síðar felldur niður þar sem ekki taldist sannað að uppflettingarnar hefðu ekki tengst starfi hans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í gær.Fréttin var uppfærð en áður sagði að lögregumaðurinn hefði tólf sinnum flett nafninu upp. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. 26. október 2019 18:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem sætir ákæru fyrir brot í opinberu starfi fletti á þriggja vikna tímabili fjórtán sinnum upp máli tengdu syni hans. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa annars vegar reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir ofan hraðan akstur en hins vegar fyrir að hafa ítrekað flett upp máli sonar síns. Lögreglumaðurinn er tæplega sextugur en sonur hans rúmlega tvítugur. Lögreglumaðurinn fletti upp máli sonar síns í upplýsingakerfi lögreglu, LÖKE, alls átta sinnum þann 23. maí, þrisvar sinnum þann 11. júní og svo þrisvar til viðbótar aðra daga í kring. Uppflettingarnar tengdust á engan hátt starfi hans sem lögreglumanns og voru afleiðingarnar þær að hallaði á réttindi hins opinbera í málinu, segir í ákærunni. Brot lögreglumannsins varða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglumaður var fyrir tæpum fjórum árum ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum kvenna í LÖKE án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var síðar felldur niður þar sem ekki taldist sannað að uppflettingarnar hefðu ekki tengst starfi hans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í gær.Fréttin var uppfærð en áður sagði að lögregumaðurinn hefði tólf sinnum flett nafninu upp.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. 26. október 2019 18:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. 26. október 2019 18:30