Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri Wow air, og Gríma Björg Thorarensen eig von á sínu fyrsta barni saman. Mbl.is greinir frá.
Gríma starfaði sjálf sem flugfreyja hjá WOW en andlit hennar prýddi ófáar WOW-auglýsingarnar. Eftir starfið lærði Gríma innanhúshönnun í London og útskrifaðist með diplóma frá KLC í Lundúnum.
Skúli skildi við fyrrverandi eiginkonu sína árið 2013 en saman eiga þau þrjú börn. Eftir það átti hann í ástarsambandi við fjölmiðlakonuna Friðriku Hjördísi Geirsdóttur en þau hættu saman árið 2015.
23 ára aldursmunur er á parinu. Skúli er 51 árs en hann fagnaði fimmtugsafmæli sínu með glæsiveislu í fyrra. Gríma er 28 ára.
