Draumurinn að fá leik á HM kvenna til Íslands Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 30. október 2019 09:30 Bandaríkin urðu heimsmeistarar í Frakklandi í sumar. NordicPhotos/getty Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að draumurinn sé að fá leik eða jafnvel leiki á HM kvenna árið 2027 til landsins. Ísland mun að einhverju leyti verða þátttakandi í HM það árið en Klara situr í nefnd sem vinnur að því að koma HM 2027 til Norðurlandanna. Holland, Bandaríkin og Síle eru einnig sögð áhugasöm um að halda mótið sem verður það tíunda í röðinni. „Í Svíþjóð eru margar borgir áhugasamar og eru að keppast um að bjóða betur en nágrannaborgirnar. Það er mikill áhugi víðsvegar um Norðurlöndin en það var mikill einhugur hjá knattspyrnusamböndum landanna um að fara í þetta verkefni og þau leggja á þetta mikla áherslu,“ segir Klara. Í gær var haldinn fundur sænska knattspyrnusambandsins og nefndar Norðurlandaráðs vegna umsóknarinnar um að halda HM í knattspyrnu kvenna 2027. Til að fá leik eða leiki hingað til lands þarf nýr Laugardalsvöllur að vera kominn í gagnið. Klara segir að það gæti verið að hann dygði ekki einu sinni. „Við vitum lítið og vitum ekki hvað við getum lagt til marga velli. Það er ekki víst að allir sem vilja fái leiki. Það skýrist ekki strax. Við erum að sjá hvernig málin þróast með HM 2023. Þar eru sjö þjóðir að sækja um að halda það mót og samkeppnin mikil.“ Klara segir að Norðurlandaráð hafi tekið umsókninni opnum örmum enda norrænum gildum gert hátt undir höfði sem og sögu kvennaboltans sem er mikil hjá Norðurlandaþjóðum. „Við erum spennt fyrir þessu verkefni – hvort sem við fáum leik eða ekki. Við munum taka þátt á einn eða annan hátt enda margt sem hangir á spýtunni í kringum svona mót. Við og Færeyjar sjáum fyrir okkur að halda dómararáðstefnu, drátt í riðla eða eitthvað álíka. Draumurinn er að fá leik eða leiki en á meðan við höfum ekki staðfestingu um hvað við getum boðið upp á í vallarmálum þá er erfitt að sækja það fast,“ bendir hún á. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að draumurinn sé að fá leik eða jafnvel leiki á HM kvenna árið 2027 til landsins. Ísland mun að einhverju leyti verða þátttakandi í HM það árið en Klara situr í nefnd sem vinnur að því að koma HM 2027 til Norðurlandanna. Holland, Bandaríkin og Síle eru einnig sögð áhugasöm um að halda mótið sem verður það tíunda í röðinni. „Í Svíþjóð eru margar borgir áhugasamar og eru að keppast um að bjóða betur en nágrannaborgirnar. Það er mikill áhugi víðsvegar um Norðurlöndin en það var mikill einhugur hjá knattspyrnusamböndum landanna um að fara í þetta verkefni og þau leggja á þetta mikla áherslu,“ segir Klara. Í gær var haldinn fundur sænska knattspyrnusambandsins og nefndar Norðurlandaráðs vegna umsóknarinnar um að halda HM í knattspyrnu kvenna 2027. Til að fá leik eða leiki hingað til lands þarf nýr Laugardalsvöllur að vera kominn í gagnið. Klara segir að það gæti verið að hann dygði ekki einu sinni. „Við vitum lítið og vitum ekki hvað við getum lagt til marga velli. Það er ekki víst að allir sem vilja fái leiki. Það skýrist ekki strax. Við erum að sjá hvernig málin þróast með HM 2023. Þar eru sjö þjóðir að sækja um að halda það mót og samkeppnin mikil.“ Klara segir að Norðurlandaráð hafi tekið umsókninni opnum örmum enda norrænum gildum gert hátt undir höfði sem og sögu kvennaboltans sem er mikil hjá Norðurlandaþjóðum. „Við erum spennt fyrir þessu verkefni – hvort sem við fáum leik eða ekki. Við munum taka þátt á einn eða annan hátt enda margt sem hangir á spýtunni í kringum svona mót. Við og Færeyjar sjáum fyrir okkur að halda dómararáðstefnu, drátt í riðla eða eitthvað álíka. Draumurinn er að fá leik eða leiki en á meðan við höfum ekki staðfestingu um hvað við getum boðið upp á í vallarmálum þá er erfitt að sækja það fast,“ bendir hún á.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn