Erlent

Bolsonaro ræðst á „skúrkinn“ Lula

Atli Ísleifsson skrifar
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti.
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti. Getty
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur varað stuðningsmenn sína við að „gera mistök“ og gefa „skúrkinum“ vopn í baráttu sinni.

Bolsonaro lét orðin falla á Twitter, en þó að hann nefni engin nöfn er ljóst að hann vísar þar í vinstrimanninn og fyrrverandi forseta, Luiz Inácio Lula da Silva, eða Lula, sem var sleppt úr fangelsi í gær.

„Gefið skúrkinum [p. canalha] skotfæri, sem gengur sem stendur laus, en er sekur,“ sagði Bolsonaro á Twitter. „Varðmenn frelsis og þess góða, við megum ekki gera nein mistök,“ hélt forsetinn svo áfram.

Með dómi Hæstiréttar í Brasilíu í gær voru felldar úr gildi reglur sem fela í sér að dæmdir einstaklingar sem hafi beðið lægri hlut eftir eina áfrýjun skuli fara í fangelsi. Varð það til þess að Lula var sleppt í gær, en hann hafði áður hlotið dóm fyrir spillingu.

Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010, og nýtur enn mikilla vinsælda meðal stórs hluta Brasilíumenna.


Tengdar fréttir

Lula laus úr fangelsi

Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×