„Þjálfarinn kemur í viðtöl eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. nóvember 2019 15:00 Grindavík tapaði gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið. Grindavík leit vel út í fyrri hálfleik og voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og greindi hvað hafi farið úrskeiðis hjá Grindavík sem tapaði gegn Stjörnunni sem var án Hlyns Bæringssonar. „Þeir eru komnir með tvo öfluga leikmenn inn í teig sem geta valdið skaða og auðvitað eiga þeir að nýta sér þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson um frammistöðu Grindavíkur í fjórða leikhluta. „Það virðist ekki vera neitt skipulag innan liðsins og sýna það á vellinum. Daníel er í vandræðum með þetta lið. Hann nær ekki að setja sinn stimpil á þetta. Þeir taka tólf þrista meira en Stjarnan og þeir skjóta tíu skotum meira en Stjarnan og þeir töpuðu örugglega,“ sagði Kristinn Friðriksson. Benedikt tók svo aftur við boltanum og hélt litla eldræðu. „Við getum talað um ákveðið skotval, afhverju þeir fóru ekki inn í teig og svo fram eftir götunum en fyrir mér voru þeir að skora nóg af stigum til að vinna leikinn. Þeim er pakkað í fráköstum og það vantar besta frákastara landsins í hinu liðinu.“ „Þeir vinna ekki frákastabaráttuna þegar Stjarnan er án Hlyns. Þeir fá á sig 55 stig í síðari hálfleik. Enginn vörn, akkúrat engin. Fyrir mér svíða þeir alveg svakalega; vörn og fráköst. Ég veit ekki hvað Grindavík ætlar sér í vetur.“ „Ef þeir eru að stefna á einhverja titla eða toppbaráttu þá kláraru Stjörnuna heima án Hlyns. Þú setur bara þá kröfu á liðið þó að það sé nóvember. Ef þú ætlar að gera einhverja hluti þá er þetta leikur sem þú verður að klára.“ Daníel Guðni Guðmundsson kom í viðtal eftir leikinn og svekkti sig á frammistöðunni. Sævar Sævarsson, þriðji spekingurinn, undraði sig á viðtalinu. „Þjálfarinn kemur inn í viðtöl og talar eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi. Hann er svona svekktur yfir því að menn séu að gera hitt og þetta. Hver er það sem á að peppa þá fyrir leikinn og sjá um þessa hluti?“ sagði Sævar. Umræðuna um Grindavík má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Grindavík tapaði gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið. Grindavík leit vel út í fyrri hálfleik og voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og greindi hvað hafi farið úrskeiðis hjá Grindavík sem tapaði gegn Stjörnunni sem var án Hlyns Bæringssonar. „Þeir eru komnir með tvo öfluga leikmenn inn í teig sem geta valdið skaða og auðvitað eiga þeir að nýta sér þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson um frammistöðu Grindavíkur í fjórða leikhluta. „Það virðist ekki vera neitt skipulag innan liðsins og sýna það á vellinum. Daníel er í vandræðum með þetta lið. Hann nær ekki að setja sinn stimpil á þetta. Þeir taka tólf þrista meira en Stjarnan og þeir skjóta tíu skotum meira en Stjarnan og þeir töpuðu örugglega,“ sagði Kristinn Friðriksson. Benedikt tók svo aftur við boltanum og hélt litla eldræðu. „Við getum talað um ákveðið skotval, afhverju þeir fóru ekki inn í teig og svo fram eftir götunum en fyrir mér voru þeir að skora nóg af stigum til að vinna leikinn. Þeim er pakkað í fráköstum og það vantar besta frákastara landsins í hinu liðinu.“ „Þeir vinna ekki frákastabaráttuna þegar Stjarnan er án Hlyns. Þeir fá á sig 55 stig í síðari hálfleik. Enginn vörn, akkúrat engin. Fyrir mér svíða þeir alveg svakalega; vörn og fráköst. Ég veit ekki hvað Grindavík ætlar sér í vetur.“ „Ef þeir eru að stefna á einhverja titla eða toppbaráttu þá kláraru Stjörnuna heima án Hlyns. Þú setur bara þá kröfu á liðið þó að það sé nóvember. Ef þú ætlar að gera einhverja hluti þá er þetta leikur sem þú verður að klára.“ Daníel Guðni Guðmundsson kom í viðtal eftir leikinn og svekkti sig á frammistöðunni. Sævar Sævarsson, þriðji spekingurinn, undraði sig á viðtalinu. „Þjálfarinn kemur inn í viðtöl og talar eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi. Hann er svona svekktur yfir því að menn séu að gera hitt og þetta. Hver er það sem á að peppa þá fyrir leikinn og sjá um þessa hluti?“ sagði Sævar. Umræðuna um Grindavík má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira