Borgarfulltrúi vill breyttar reglur um frístundakortin Björn Thorfinnsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Margir foreldrar kjósa að nýta frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Fréttablaðið/Ernir Á síðasta ári nýttu foreldrar tæplega fjórðungs barna í borginni frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að einungis verði hægt að nýta kortið til að borga fyrir íþrótta- og tómstundanám. Oddviti Vinstri grænna segir þetta gera lítið úr starfi frístundaheimila. Foreldrar tæplega fjórðungs barna í 1.-4. bekk í Reykjavík notuðu frístundastyrk afkvæma sinna til að greiða fyrir vist á frístundaheimili eftir skóla haustið 2018. Þetta kemur fram í svari velferðarráðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins. Um var að ræða 1.503 börn af alls 6.298 á þessum aldri í höfuðborginni.Segir ótrúlegt að styrkurinn sé notaður upp í dvöl á frístundarheimili „Að mínu mati er ótrúlegt að verið sé að nýta frístundastyrkinn til að greiða fyrir nauðsynlega dvöl á frístundaheimili. Alls eru þetta um 75 milljónir króna sem er fjármagn sem er ætlað að styðja börn til að iðka tómstundir. Það fer vissulega fram metnaðarfullt starf á frístundaheimilum borgarinnar en starfið þar er þó ekki það sama og íþrótta- og tómstundanám. Dvöl á frístundaheimili er nauðsyn til þess að foreldrar geti unnið fyrir fjölskyldunni,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að markmið og tilgangur frístundakortsins hafi frá upphafi verið að auka tækifæri barna til að stunda íþróttir og tómstundir óháð efnahag foreldra. Miðað við þessar tölur séu vísbendingar um að nú sé frístundakortið einnig nýtt sem bjargir frekar en tækifæri til að iðka tómstundir. Kolbrún lagði fram tillögu fyrir borgarstjórn á dögunum um að frístundakortið verði einungis notað í samræmi við skilgreint markmið þess og að afnumið verði skilyrði um að nýta verði rétt til frístundakorts áður en sótt sé um fjárhagsaðstoð. „Það þarf að hjálpa foreldrum sem geta ekki greitt fyrir vist á frístundaheimili með öðrum hætti en að svipta börn möguleikanum á að stunda íþróttir og tómstundir.“Stefnt að því að útvíkka notkun frístundarkorts Sú breyting að heimila foreldrum að greiða fyrir vist á frístundaheimilum með frístundakortinu kom frá Vinstri grænum á sínum tíma. Líf Magneudóttir, oddviti flokksins, segir að Kolbrún sé að oftúlka tölurnar og gefa sér eitthvað sem eigi sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Sum börn finni sig einfaldlega ekki í hinu hefðbundna íþrótta- og tómstundastarfi og kjósi því frekar að vera á frístundaheimilum borgarinnar þar sem, að hennar sögn, er unnið fjölbreytt og faglegt starf. „Síðan þessi breyting gekk í gegn, að hægt var að greiða fyrir frístundaheimilin með frístundakortinu, þá hefur starfið þar eflst mikið. Þar er mjög öflugt fagfólk að vinna frábært starf og mér finnst þessar niðurstöður sem Kolbrún gefur sér gera lítið úr því góða starfi,“ segir Líf. Að hennar sögn er í gangi vinna sem snýr að því að útvíkka mögulega notkun frístundakortsins en niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki enn fyrir. „Ein af áskorununum sem við stöndum frammi fyrir er að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi. Þessi hópur notar frístundakortið minna en aðrir og við þurfum að finna lausnir á því,“ segir Líf. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Á síðasta ári nýttu foreldrar tæplega fjórðungs barna í borginni frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að einungis verði hægt að nýta kortið til að borga fyrir íþrótta- og tómstundanám. Oddviti Vinstri grænna segir þetta gera lítið úr starfi frístundaheimila. Foreldrar tæplega fjórðungs barna í 1.-4. bekk í Reykjavík notuðu frístundastyrk afkvæma sinna til að greiða fyrir vist á frístundaheimili eftir skóla haustið 2018. Þetta kemur fram í svari velferðarráðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins. Um var að ræða 1.503 börn af alls 6.298 á þessum aldri í höfuðborginni.Segir ótrúlegt að styrkurinn sé notaður upp í dvöl á frístundarheimili „Að mínu mati er ótrúlegt að verið sé að nýta frístundastyrkinn til að greiða fyrir nauðsynlega dvöl á frístundaheimili. Alls eru þetta um 75 milljónir króna sem er fjármagn sem er ætlað að styðja börn til að iðka tómstundir. Það fer vissulega fram metnaðarfullt starf á frístundaheimilum borgarinnar en starfið þar er þó ekki það sama og íþrótta- og tómstundanám. Dvöl á frístundaheimili er nauðsyn til þess að foreldrar geti unnið fyrir fjölskyldunni,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að markmið og tilgangur frístundakortsins hafi frá upphafi verið að auka tækifæri barna til að stunda íþróttir og tómstundir óháð efnahag foreldra. Miðað við þessar tölur séu vísbendingar um að nú sé frístundakortið einnig nýtt sem bjargir frekar en tækifæri til að iðka tómstundir. Kolbrún lagði fram tillögu fyrir borgarstjórn á dögunum um að frístundakortið verði einungis notað í samræmi við skilgreint markmið þess og að afnumið verði skilyrði um að nýta verði rétt til frístundakorts áður en sótt sé um fjárhagsaðstoð. „Það þarf að hjálpa foreldrum sem geta ekki greitt fyrir vist á frístundaheimili með öðrum hætti en að svipta börn möguleikanum á að stunda íþróttir og tómstundir.“Stefnt að því að útvíkka notkun frístundarkorts Sú breyting að heimila foreldrum að greiða fyrir vist á frístundaheimilum með frístundakortinu kom frá Vinstri grænum á sínum tíma. Líf Magneudóttir, oddviti flokksins, segir að Kolbrún sé að oftúlka tölurnar og gefa sér eitthvað sem eigi sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Sum börn finni sig einfaldlega ekki í hinu hefðbundna íþrótta- og tómstundastarfi og kjósi því frekar að vera á frístundaheimilum borgarinnar þar sem, að hennar sögn, er unnið fjölbreytt og faglegt starf. „Síðan þessi breyting gekk í gegn, að hægt var að greiða fyrir frístundaheimilin með frístundakortinu, þá hefur starfið þar eflst mikið. Þar er mjög öflugt fagfólk að vinna frábært starf og mér finnst þessar niðurstöður sem Kolbrún gefur sér gera lítið úr því góða starfi,“ segir Líf. Að hennar sögn er í gangi vinna sem snýr að því að útvíkka mögulega notkun frístundakortsins en niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki enn fyrir. „Ein af áskorununum sem við stöndum frammi fyrir er að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi. Þessi hópur notar frístundakortið minna en aðrir og við þurfum að finna lausnir á því,“ segir Líf.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira