Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2019 08:30 Þorsteinn var fluttur af Sogni á Litla-Hraun sem er öryggisfangelsi. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. Þorsteinn Halldórsson sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í vor fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti, var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni til afplánunar á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist flutningurinn brotum Þorsteins á reglum fangelsisins um notkun fjarskiptatækja. „Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra fanga, en það er ekki óalgengt að fangar séu fluttir milli fangelsa,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir að þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé einnig haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, meðal annars um notkun tölvu og farsíma.Hafa gagnrýnt að hann fái að afplána í opnu fangelsi Foreldrar brotaþolans í máli Þorsteins hafa gagnrýnt að Þorsteinn fái að afplána í opnu fangelsi en þau voru í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þar kom fram að þau hefðu átt fund með Fangelsismálastofnun og fengið loforð um að þeim yrði gert viðvart um breytingar sem yrðu á afplánun hans, til dæmis um dagsleyfi, afplánun á ökklabandi og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að Þorsteinn hefði aðgang að tölvu og gæti til dæmis sent tölvupóst. Með flutningi hans frá Sogni til Litla-Hrauns hefur Þorsteinn glatað þeim aðgangi en Litla-Hraun er skilgreint sem öryggisfangelsi og réttindi fanga þar mun þrengri en í opnu fangelsunum. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið út ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni,“ sagði faðir drengsins í viðtalinu.Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn drengnum Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt drenginn til sín með fíkniefnum, lyfjum og öðrum gjöfum á borð við farsíma, peninga og tóbak, og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Áður en Þorsteinn var dæmdur braut hann ítrekað gegn nálgunarbanni gagnvart drengnum. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði í fyrra en Landsréttur stytti dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi í vor. Þorsteinn hefur nú aftur verið ákærður fyrir að hafa framið svipuð brot gegn barni, bæði áður en og eftir að það var fimmtán ára gamalt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. Þorsteinn Halldórsson sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í vor fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti, var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni til afplánunar á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist flutningurinn brotum Þorsteins á reglum fangelsisins um notkun fjarskiptatækja. „Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra fanga, en það er ekki óalgengt að fangar séu fluttir milli fangelsa,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir að þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé einnig haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, meðal annars um notkun tölvu og farsíma.Hafa gagnrýnt að hann fái að afplána í opnu fangelsi Foreldrar brotaþolans í máli Þorsteins hafa gagnrýnt að Þorsteinn fái að afplána í opnu fangelsi en þau voru í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þar kom fram að þau hefðu átt fund með Fangelsismálastofnun og fengið loforð um að þeim yrði gert viðvart um breytingar sem yrðu á afplánun hans, til dæmis um dagsleyfi, afplánun á ökklabandi og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að Þorsteinn hefði aðgang að tölvu og gæti til dæmis sent tölvupóst. Með flutningi hans frá Sogni til Litla-Hrauns hefur Þorsteinn glatað þeim aðgangi en Litla-Hraun er skilgreint sem öryggisfangelsi og réttindi fanga þar mun þrengri en í opnu fangelsunum. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið út ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni,“ sagði faðir drengsins í viðtalinu.Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn drengnum Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt drenginn til sín með fíkniefnum, lyfjum og öðrum gjöfum á borð við farsíma, peninga og tóbak, og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Áður en Þorsteinn var dæmdur braut hann ítrekað gegn nálgunarbanni gagnvart drengnum. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði í fyrra en Landsréttur stytti dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi í vor. Þorsteinn hefur nú aftur verið ákærður fyrir að hafa framið svipuð brot gegn barni, bæði áður en og eftir að það var fimmtán ára gamalt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira