Að minnsta kosti fimm eru látnir og 120 slösuðust eftir jarðskjálfta sem varð í Íran í í nótt.
Skjálftinn mældist 5,9 að stærð og voru upptökin í norðvesturhluta landsins, um 120 kílómetrnum frá bænum Tabiz. Fimm eftirskjálftar hafa mælst.
Íranskir ríkisfjölmiðlar segja að íbúar á skjálftasvæðunum hafi vaknað upp við skjálftann, sem varð klukkan 2:20 að staðartíma og margir yfirgefið heimili sín.
Þá hafa fréttir borist af því að þrjátíu hús hið minnsta hafi eyðilagst í skjálftanum.
Jarðskjálftar hafa verið tíðir í Íran á síðustu árum.
