Friðarsúlan ekki skökk Garðar Örn Úlfarsson og Björn Þorfinnsson skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Frá tendrun Friðarsúlunnar í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Ernir Kostnaður við Friðarsúlu Yoko Ono í ár nemur um 5,8 milljónum króna. Það þykir frekar mikið enda hefur heildarkostnaður við verkið, síðan það var vígt árið 2007 til ársins 2018, numið rúmlega 40 milljónum króna. Hinn hái kostnaður orsakast af því að setja þurfti upp nýja spegla í verkinu sem mun gera súluna enn bjartari og fallegri en fyrr að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Friðarsúlan er langflóknasta útilistaverk höfuðborgarinnar og því fer fjarri að bara sé kveikt á ljósrofa þann 9. október ár hvert þegar kveikt er á súlunni með viðhöfn. „Á hverju ári fer hópur út í Viðey til að stilla ljóssúluna af. Það eru níu kastarar sem mynda súluna og þeir þurfa að vera beinir,“ segir Sigurður Trausti. Þetta er framkvæmt þannig að fimm manna teymi fer út í eyju. Einn starfsmaður fær það hlutverk að kveikja á fyrsta kastaranum og hinir fjórir leggja síðan mat á hvort ljósgeislinn sé beinn eða ekki. „Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“ segir Sigurður Trausti. Hann bætir því við að iðulega sé einhver kunningi til taks á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hringja í og fá álit á því hvort geislinn sé beinn. Að hans mati hefur nokkuð vel tekist til í gegnum árin við að hafa súluna beina. „Það þurfti ekkert að stilla hana af í ár þegar við kveiktum á súlunni. Það hefur einu sinni komið fyrir að við töldum okkur hafa klárað verkefnið en þegar við vorum komnir í smá fjarlægð sáum við að geislinn var ansi skakkur. Þá var klukkan bara orðin of margt þannig að við þurftum að fara aftur út í eyju daginn eftir og laga verkið,“ segir Sigurður Trausti kíminn. Hróður Friðarsúlunnar eykst ár frá ári og má með sanni segja að listaverkið sé að verða eitt af einkennistáknum höfuðborgarinnar. Sigurður Trausti segir starfsfólk Listasafns Reykjavíkur tvímælalaust verða vart við þennan áhuga. „Í ár voru tæplega 1.800 manns sem nýttu sér boð Yoko Ono um ókeypis siglingu út í Viðey til þess að verða vitni að tendrun súlunnar. Það er mesti fjöldi sem hefur mætt á þennan viðburð,“ segir Sigurður Trausti. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Sjá meira
Kostnaður við Friðarsúlu Yoko Ono í ár nemur um 5,8 milljónum króna. Það þykir frekar mikið enda hefur heildarkostnaður við verkið, síðan það var vígt árið 2007 til ársins 2018, numið rúmlega 40 milljónum króna. Hinn hái kostnaður orsakast af því að setja þurfti upp nýja spegla í verkinu sem mun gera súluna enn bjartari og fallegri en fyrr að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Friðarsúlan er langflóknasta útilistaverk höfuðborgarinnar og því fer fjarri að bara sé kveikt á ljósrofa þann 9. október ár hvert þegar kveikt er á súlunni með viðhöfn. „Á hverju ári fer hópur út í Viðey til að stilla ljóssúluna af. Það eru níu kastarar sem mynda súluna og þeir þurfa að vera beinir,“ segir Sigurður Trausti. Þetta er framkvæmt þannig að fimm manna teymi fer út í eyju. Einn starfsmaður fær það hlutverk að kveikja á fyrsta kastaranum og hinir fjórir leggja síðan mat á hvort ljósgeislinn sé beinn eða ekki. „Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“ segir Sigurður Trausti. Hann bætir því við að iðulega sé einhver kunningi til taks á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hringja í og fá álit á því hvort geislinn sé beinn. Að hans mati hefur nokkuð vel tekist til í gegnum árin við að hafa súluna beina. „Það þurfti ekkert að stilla hana af í ár þegar við kveiktum á súlunni. Það hefur einu sinni komið fyrir að við töldum okkur hafa klárað verkefnið en þegar við vorum komnir í smá fjarlægð sáum við að geislinn var ansi skakkur. Þá var klukkan bara orðin of margt þannig að við þurftum að fara aftur út í eyju daginn eftir og laga verkið,“ segir Sigurður Trausti kíminn. Hróður Friðarsúlunnar eykst ár frá ári og má með sanni segja að listaverkið sé að verða eitt af einkennistáknum höfuðborgarinnar. Sigurður Trausti segir starfsfólk Listasafns Reykjavíkur tvímælalaust verða vart við þennan áhuga. „Í ár voru tæplega 1.800 manns sem nýttu sér boð Yoko Ono um ókeypis siglingu út í Viðey til þess að verða vitni að tendrun súlunnar. Það er mesti fjöldi sem hefur mætt á þennan viðburð,“ segir Sigurður Trausti.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Sjá meira