Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hittir Donald Trump Bandaríkjaforseta í næstu viku. Búist er við því að þeir ræði um innrás tyrkneska hersins í Sýrland.
Tyrklandsforseti gagnrýndi stjórn Trumps harðlega í dag og sagði hana ekki hafa staðið við gefin loforð um að standa fyrir brottför kúrdískra skæruliða af hernámssvæði Tyrkja við landamærin.
„Á meðan þessum viðræðum stendur, þeir lofuðu okkur að YPG, PYD, ISIS, PKK myndu yfirgefa svæðið á 120 klukkustundum en hafa ekki staðið við það. Rétt eins og í tilfelli Rússa,“ sagði Erdogan.
