Sport

Rekinn fyrir að hóta stuðningsmönnum lífláti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Whitehead í leik með Browns.
Whitehead í leik með Browns. vísir/getty
Jermaine Whitehead er atvinnulaus en NFL-liðið Cleveland Browns rak hann eftir að leikmaðurinn sturlaðist á Twitter.

Whitehead átti ekki góðan leik gegn Denver og var ítrekað pakkað saman. Því fylgdi gagnrýni í fjölmiðlum sem og á Twitter. Það fór ekki vel á leikmanninn.

Hann ruddist fram á Twitter og fór að svara fólki með miklum látum og ekki síst hótunum.







Hann hótaði stuðningsmönnum liðsins lífláti og gaf upp heimilisfangið sitt við stuðningsmann sem sagðist vera til í að slást við hann.

Útvarpsmaður Browns sem gagnrýndi leik Whitehead fékk líka að heyra það og átti að passa sig á því að verða ekki skotinn. Allt saman mjög eðlilegt.

Ekki er líklegt að Whitehead fái nýtt starf á næstunni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×