Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 83-95 | Stjarnan kláraði Grindavík í lokafjórðungnum Smári Jökull Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 21:45 vísir/bára Stjarnan vann góðan sigur á Grindvíkingum á heimavelli þeirra síðarnefndu í Dominos-deildinni í kvöld. Stjarnan leiddi með einu stigi fyrir lokafjórðunginn en sigu þá fram úr og tryggðu sér sigurinn. Stjarnan tók forystuna í upphafi og náði mest átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Heimamenn voru þó fljótir að ná því forskoti niður og leikurinn var jafn eftir það þangað til í lokin. Jamal Olasawere fór mikinn í fyrri hálfleik hjá Grindavík og þá var Ægir Þór Steinarsson afar öflugur hjá gestunum og setti skot sem Grindvíkingar voru alveg til í að gefa honum. Stjörnumenn lentu í villuvandræðum og bæði Tómas Þórður Hilmarsson og Jamar Akoh lendu í vandræðum snemma leiks. Þetta var vandamál fyrir Arnar Guðjónsson þjálfara því Hlynur Bæringsson er enn frá vegna meiðsla og því skortur á stórum mönnum. Stjarnan tækluðu þetta vandamál þó nokkuð vel og mennirnir sem leystu stóru mennina af gerðu það vel. Fyrir lokafjórðunginn var Stjarnan einu stigi yfir og bæði Akoh og Tómas Þórður komnir með fjórar villur. Lokafjórðungnum vilja heimamenn hins vegar gleyma sem fyrst. Þeir tóku aragrúa af slæmum ákvörðunum og vörnin hrundi eins og spilaborg. Í stað þess að fara inn í teiginn þar sem Stjörnumenn voru laskaðir reyndu þeir þriggja stiga skot, þeir töpuðu boltanum og voru linir í vörninni. Stjarnan gekk á lagið og komst mest fimmtán stigum yfir. Þeir sigldu sigrinum síðan nokkuð þægilega heim í lokin og unnu tólf stiga sigur, 95-83. Af hverju vann Stjarnan?Þeir lokuðu vörninni á réttum augnablikum. Varnarleikurinn í heildina var ekkert sérlega sterkur. Grindvíkingar tóku afskaplega vondar ákvarðanir á lykilaugnablikum enda sauð á Daníel þjálfara þeirra eftir leik. Varnarleikur heimamanna í lokafjórðungnum var arfaslakur og hann er vandamál hjá Grindavík. Menn eru að klikka á atriðum sem þjálfararnir hafa talað um áður og þurfa einfaldlega að fara að stíga upp. Stjörnumenn leystu villuvandræðin sem þeir lentu í vel. Þeir geta samt bætt ýmislegt og sérstaklega varnarlega. Þessir stóðu upp úr:Jamal Olasawere er góður leikmaður. Hann skoraði 33 stig í kvöld og tók 10 fráköst. Valdas Vasylius var duglegur en Daníel þjálfari virtist á köflum ekki sáttur með hann í vörninni. Hjá Stjörnunni var Ægir frábær. Nikolas Tomsick steig upp í lokin og setti mikilvægar körfur niður. Jamar Akoh átti sína spretti þrátt fyrir villuvandræði sem og Kyle Johnson. Hvað gekk illa?Eins og áður segir er varnarleikur Grindavíkur vandamál sem Daníel Guðni og Helgi Jónas þjálfarar þurfa að leysa. Þeir vinna ekki marga leiki þegar þeir fá á sig 95 stig. Agaleysið í sókninni er sömuleiðis of mikið og sást vel í þessum leik. Stjörnumenn voru í vandræðum með villur hjá stórum mönnum en samt eru Grindvíkingar að reyna fremur erfið þriggja stiga skot í stað þess að leita inn í teiginn. Þeir reyndu 34 þriggja stiga skot í kvöld og hittu ekki nema úr 10 þeirra. Í síðasta leikhlutanum virtist sömuleiðis sem menn væru ekki með hugann við verkið, að sigurinn kæmi af sjálfum sér. Þeir virkuðu linir og andlausir á lykilstundu. Það er áhyggjuefni. Hvað gerist næst?Grindvíkingar þurfa að keyra Suðurstrandaveginn til Þorlákshafnar í næstu umferð og munu þar mæta Þórsurum. Þór hefur verið að stíga upp í siðustu leikjum og þetta verður erfiður leikur fyrir Suðurnesjamenn. Stjarnan kveður Suðurnesin í bili eftir tvo leiki þar í röð. Þeir fá Valsara í heimsókn í næstu umferð og vilja væntanlega ná þar þriðja sigrinum í röð. Daníel Guðni: Ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákana í fjórða leikhlutaDaníel Guðni var ekki sáttur með sína menn.vísir/daníelDaníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna í síðasta fjórðungnum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við vorum drullulélegir og eins og okkur langaði ekki að vinna þennan leik. Það var ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákanna hérna í fjórða leikhluta,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. „Við reyndum að nýta okkur villuvandræðin þeirra. Þegar hann (Jamar Akoh) kom svo aftur inn þá var áherslan að gera það aftur en þá fóru menn bara að taka einhver þriggja stiga skot og tóku lélegar ákvarðanir. Ég er drulluósáttur með þetta.“ Grindvíkingar fengu 95 stig á sig í kvöld og þar af 31 í síðasta leikhlutanum. Það er ekki vænlegt til árangurs. „Lykilleikmenn í liðinu klikka á opnum skotum í hvívetna finnst manni. Þetta stendur allt og fellur með vörninni, þetta er bara vörnin. Þegar við skorum 83 stig í leik eigum við að vinna leiki hérna en það þarf eitthvað að fara að gerast varnarlega, við þurfum að breyta einhverju,“ bætti Daníel við og tók undir með blaðamanni sem spurði hvort þetta væri einfaldlega spurning um hugarfar manna. „Ég bara næ því ekki þegar menn eru á heimavelli, fyrir framan áhorfendurna sína og mér finnst þetta vera gutl á tímabili. Ég var bara drullupirraður með þetta. Við erum með 45-40 stöðu í hálfleik og voða stemmning og svo halda menn að þetta komi af sjálfum sér." „Það er eins og menn séu bara sáttir að taka lélegar ákvarðanir og fá hraðaupphlaupskörfur í andlitið hvað eftir annað. Þetta er bara óþolandi,“ sagði Daníel Guðni að lokum. Arnar: Fyrri hálfleikur var afhroðArnar Guðjónsson var ánægður með sigrana tvo sem hans menn hafa sótt á Suðurnesin í síðustu tveimur leikjum.„Þetta var gríðarlega erfiður leikur og við náðum stoppum og einhverjum fráköstum þarna í lokin og þetta hafðist,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir 95-83 sigur hans manna í Grindavík í kvöld. Stjarnan leiddi með einu stigi fyrir lokafjórðunginn en keyrðu þá yfir Grindvíkinga. Stóru menn gestanna voru komnir í villuvandræði snemma í seinni hálfleik og sigurinn því enn sætari fyrir vikið. „Bæði Jamar (Akoh) og Tommi (Tómas Þórður Hilmarsson) voru komnir með fjórar villur í þriðja leikhluta. Þá þarf að gefa mönnum hrós, eins og Ágústi Angantýssyni og Arnþóri Guðmundssyni. Addú hefur verið að leysa fjarkann hjá okkur því við höfum verið í villuvandræðum, vorum það líka síðast gegn Njarðvík.“ „Það vantar stóra manninn í róteringuna hjá okkur og Addú hefur verið að leysa það og gert gríðarlega vel.“ Arnar talaði um það fyrir leik að hans menn hefðu sýnt framfarir í varnarleik gegn Njarðvík í síðustu umferð. „Mér fannst við rosalega slakir í fyrri hálfleik og ég var ekki ánægður þá. Við gerðum betur og mér fannst við bæta okkur eftir því sem leið á leikinn en fyrri hálfleikur var afhroð.“ Suðurnesin voru lengi vel kölluð Mekka körfuboltans en þangað hafa Stjörnumenn sótt tvo sigra í síðustu umferðum. „Mitt Mekka er í Borgarfirði, ég veit ekki hvað þið eruð að tala um,“ sagði Arnar brosandi. „Ég er rosalega ánægður að ná í sigra. Við verðum að reyna að gera það.“ Arnar þurfti að hugsa sig lengi um þegar hann var spurður hvort hann væri ánægður með byrjunina á tímabilinu. „Pass,“ sagði hann að lokum en bætti svo við. „Ekkert rosalega, mér finnst við þurfa að bæta mikið en þess vegna er ég mjög ánægður með að við séum búnir að ná í fjóra sigra. Mér finnst við eiga mikið inni,“ sagði Arnar að lokum. Ægir Þór: Menn eru að stíga upp í fjarveru HlynsÆgir Þór Steinarsson átti góðan leik fyrir Stjörnuna í kvöld.vísir/báraÆgir Þór Steinarsson var virkilega góður í liði Stjörnunnar í kvöld. Hann skilaði 29 stigum, gaf sex stoðsendingar og stal fjórum boltum í 95-83 sigri hans manna. „Við vorum mjúkir í fyrri hálfleik, vorum ekki nægilega sterkir varnarlega og náðum ekki að tengja milli varnar og sóknar. Við náðum samt að gera það á réttum tíma í seinni hálfleik og þá gekk það vel,“ sagði Ægir í samtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að breyta uppstillingunni aðeins, settum aðra menn í fjarkann til að leysa stóru mennina af,“ sagði Ægir um þá staðreynd að bæði Tómas Þórður Hilmarsson og Jamar Akoh voru báðir komnir með fjórar villur í þriðja leikhluta. „Það gekk upp í þessar mínútur og hrós á þá sem komu inn. Í fjarveru Hlyns eru menn að stíga upp, Tommi steig upp síðast og þetta er bara gott að ná að vinna þessa leiki án hans. Það er gott fyrir framhaldið.“ Stjarnan er með fjóra sigra í fyrstu sex leikjunum án þess þó að hafa verið að spila eitthvað stórkostlega vel. „Þetta hefur verið upp og ofan. Varnarlega erum við tiltölulega slakir ennþá en náum að stoppa á réttum augnablikum. Það er kannski það sem er jákvætt. Við þurfum að byggja upp þol í varnarleiknum okkar þannig að við náum að vera sem bestir í endann,“ sagði Ægir að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Daníel Guðni: Ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákanna í fjórða leikhluta Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna í síðasta fjórðungnum gegn Stjörnunni í kvöld. 7. nóvember 2019 21:21
Stjarnan vann góðan sigur á Grindvíkingum á heimavelli þeirra síðarnefndu í Dominos-deildinni í kvöld. Stjarnan leiddi með einu stigi fyrir lokafjórðunginn en sigu þá fram úr og tryggðu sér sigurinn. Stjarnan tók forystuna í upphafi og náði mest átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Heimamenn voru þó fljótir að ná því forskoti niður og leikurinn var jafn eftir það þangað til í lokin. Jamal Olasawere fór mikinn í fyrri hálfleik hjá Grindavík og þá var Ægir Þór Steinarsson afar öflugur hjá gestunum og setti skot sem Grindvíkingar voru alveg til í að gefa honum. Stjörnumenn lentu í villuvandræðum og bæði Tómas Þórður Hilmarsson og Jamar Akoh lendu í vandræðum snemma leiks. Þetta var vandamál fyrir Arnar Guðjónsson þjálfara því Hlynur Bæringsson er enn frá vegna meiðsla og því skortur á stórum mönnum. Stjarnan tækluðu þetta vandamál þó nokkuð vel og mennirnir sem leystu stóru mennina af gerðu það vel. Fyrir lokafjórðunginn var Stjarnan einu stigi yfir og bæði Akoh og Tómas Þórður komnir með fjórar villur. Lokafjórðungnum vilja heimamenn hins vegar gleyma sem fyrst. Þeir tóku aragrúa af slæmum ákvörðunum og vörnin hrundi eins og spilaborg. Í stað þess að fara inn í teiginn þar sem Stjörnumenn voru laskaðir reyndu þeir þriggja stiga skot, þeir töpuðu boltanum og voru linir í vörninni. Stjarnan gekk á lagið og komst mest fimmtán stigum yfir. Þeir sigldu sigrinum síðan nokkuð þægilega heim í lokin og unnu tólf stiga sigur, 95-83. Af hverju vann Stjarnan?Þeir lokuðu vörninni á réttum augnablikum. Varnarleikurinn í heildina var ekkert sérlega sterkur. Grindvíkingar tóku afskaplega vondar ákvarðanir á lykilaugnablikum enda sauð á Daníel þjálfara þeirra eftir leik. Varnarleikur heimamanna í lokafjórðungnum var arfaslakur og hann er vandamál hjá Grindavík. Menn eru að klikka á atriðum sem þjálfararnir hafa talað um áður og þurfa einfaldlega að fara að stíga upp. Stjörnumenn leystu villuvandræðin sem þeir lentu í vel. Þeir geta samt bætt ýmislegt og sérstaklega varnarlega. Þessir stóðu upp úr:Jamal Olasawere er góður leikmaður. Hann skoraði 33 stig í kvöld og tók 10 fráköst. Valdas Vasylius var duglegur en Daníel þjálfari virtist á köflum ekki sáttur með hann í vörninni. Hjá Stjörnunni var Ægir frábær. Nikolas Tomsick steig upp í lokin og setti mikilvægar körfur niður. Jamar Akoh átti sína spretti þrátt fyrir villuvandræði sem og Kyle Johnson. Hvað gekk illa?Eins og áður segir er varnarleikur Grindavíkur vandamál sem Daníel Guðni og Helgi Jónas þjálfarar þurfa að leysa. Þeir vinna ekki marga leiki þegar þeir fá á sig 95 stig. Agaleysið í sókninni er sömuleiðis of mikið og sást vel í þessum leik. Stjörnumenn voru í vandræðum með villur hjá stórum mönnum en samt eru Grindvíkingar að reyna fremur erfið þriggja stiga skot í stað þess að leita inn í teiginn. Þeir reyndu 34 þriggja stiga skot í kvöld og hittu ekki nema úr 10 þeirra. Í síðasta leikhlutanum virtist sömuleiðis sem menn væru ekki með hugann við verkið, að sigurinn kæmi af sjálfum sér. Þeir virkuðu linir og andlausir á lykilstundu. Það er áhyggjuefni. Hvað gerist næst?Grindvíkingar þurfa að keyra Suðurstrandaveginn til Þorlákshafnar í næstu umferð og munu þar mæta Þórsurum. Þór hefur verið að stíga upp í siðustu leikjum og þetta verður erfiður leikur fyrir Suðurnesjamenn. Stjarnan kveður Suðurnesin í bili eftir tvo leiki þar í röð. Þeir fá Valsara í heimsókn í næstu umferð og vilja væntanlega ná þar þriðja sigrinum í röð. Daníel Guðni: Ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákana í fjórða leikhlutaDaníel Guðni var ekki sáttur með sína menn.vísir/daníelDaníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna í síðasta fjórðungnum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við vorum drullulélegir og eins og okkur langaði ekki að vinna þennan leik. Það var ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákanna hérna í fjórða leikhluta,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. „Við reyndum að nýta okkur villuvandræðin þeirra. Þegar hann (Jamar Akoh) kom svo aftur inn þá var áherslan að gera það aftur en þá fóru menn bara að taka einhver þriggja stiga skot og tóku lélegar ákvarðanir. Ég er drulluósáttur með þetta.“ Grindvíkingar fengu 95 stig á sig í kvöld og þar af 31 í síðasta leikhlutanum. Það er ekki vænlegt til árangurs. „Lykilleikmenn í liðinu klikka á opnum skotum í hvívetna finnst manni. Þetta stendur allt og fellur með vörninni, þetta er bara vörnin. Þegar við skorum 83 stig í leik eigum við að vinna leiki hérna en það þarf eitthvað að fara að gerast varnarlega, við þurfum að breyta einhverju,“ bætti Daníel við og tók undir með blaðamanni sem spurði hvort þetta væri einfaldlega spurning um hugarfar manna. „Ég bara næ því ekki þegar menn eru á heimavelli, fyrir framan áhorfendurna sína og mér finnst þetta vera gutl á tímabili. Ég var bara drullupirraður með þetta. Við erum með 45-40 stöðu í hálfleik og voða stemmning og svo halda menn að þetta komi af sjálfum sér." „Það er eins og menn séu bara sáttir að taka lélegar ákvarðanir og fá hraðaupphlaupskörfur í andlitið hvað eftir annað. Þetta er bara óþolandi,“ sagði Daníel Guðni að lokum. Arnar: Fyrri hálfleikur var afhroðArnar Guðjónsson var ánægður með sigrana tvo sem hans menn hafa sótt á Suðurnesin í síðustu tveimur leikjum.„Þetta var gríðarlega erfiður leikur og við náðum stoppum og einhverjum fráköstum þarna í lokin og þetta hafðist,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir 95-83 sigur hans manna í Grindavík í kvöld. Stjarnan leiddi með einu stigi fyrir lokafjórðunginn en keyrðu þá yfir Grindvíkinga. Stóru menn gestanna voru komnir í villuvandræði snemma í seinni hálfleik og sigurinn því enn sætari fyrir vikið. „Bæði Jamar (Akoh) og Tommi (Tómas Þórður Hilmarsson) voru komnir með fjórar villur í þriðja leikhluta. Þá þarf að gefa mönnum hrós, eins og Ágústi Angantýssyni og Arnþóri Guðmundssyni. Addú hefur verið að leysa fjarkann hjá okkur því við höfum verið í villuvandræðum, vorum það líka síðast gegn Njarðvík.“ „Það vantar stóra manninn í róteringuna hjá okkur og Addú hefur verið að leysa það og gert gríðarlega vel.“ Arnar talaði um það fyrir leik að hans menn hefðu sýnt framfarir í varnarleik gegn Njarðvík í síðustu umferð. „Mér fannst við rosalega slakir í fyrri hálfleik og ég var ekki ánægður þá. Við gerðum betur og mér fannst við bæta okkur eftir því sem leið á leikinn en fyrri hálfleikur var afhroð.“ Suðurnesin voru lengi vel kölluð Mekka körfuboltans en þangað hafa Stjörnumenn sótt tvo sigra í síðustu umferðum. „Mitt Mekka er í Borgarfirði, ég veit ekki hvað þið eruð að tala um,“ sagði Arnar brosandi. „Ég er rosalega ánægður að ná í sigra. Við verðum að reyna að gera það.“ Arnar þurfti að hugsa sig lengi um þegar hann var spurður hvort hann væri ánægður með byrjunina á tímabilinu. „Pass,“ sagði hann að lokum en bætti svo við. „Ekkert rosalega, mér finnst við þurfa að bæta mikið en þess vegna er ég mjög ánægður með að við séum búnir að ná í fjóra sigra. Mér finnst við eiga mikið inni,“ sagði Arnar að lokum. Ægir Þór: Menn eru að stíga upp í fjarveru HlynsÆgir Þór Steinarsson átti góðan leik fyrir Stjörnuna í kvöld.vísir/báraÆgir Þór Steinarsson var virkilega góður í liði Stjörnunnar í kvöld. Hann skilaði 29 stigum, gaf sex stoðsendingar og stal fjórum boltum í 95-83 sigri hans manna. „Við vorum mjúkir í fyrri hálfleik, vorum ekki nægilega sterkir varnarlega og náðum ekki að tengja milli varnar og sóknar. Við náðum samt að gera það á réttum tíma í seinni hálfleik og þá gekk það vel,“ sagði Ægir í samtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að breyta uppstillingunni aðeins, settum aðra menn í fjarkann til að leysa stóru mennina af,“ sagði Ægir um þá staðreynd að bæði Tómas Þórður Hilmarsson og Jamar Akoh voru báðir komnir með fjórar villur í þriðja leikhluta. „Það gekk upp í þessar mínútur og hrós á þá sem komu inn. Í fjarveru Hlyns eru menn að stíga upp, Tommi steig upp síðast og þetta er bara gott að ná að vinna þessa leiki án hans. Það er gott fyrir framhaldið.“ Stjarnan er með fjóra sigra í fyrstu sex leikjunum án þess þó að hafa verið að spila eitthvað stórkostlega vel. „Þetta hefur verið upp og ofan. Varnarlega erum við tiltölulega slakir ennþá en náum að stoppa á réttum augnablikum. Það er kannski það sem er jákvætt. Við þurfum að byggja upp þol í varnarleiknum okkar þannig að við náum að vera sem bestir í endann,“ sagði Ægir að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Daníel Guðni: Ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákanna í fjórða leikhluta Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna í síðasta fjórðungnum gegn Stjörnunni í kvöld. 7. nóvember 2019 21:21
Daníel Guðni: Ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákanna í fjórða leikhluta Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna í síðasta fjórðungnum gegn Stjörnunni í kvöld. 7. nóvember 2019 21:21
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum