Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2019 10:45 Jóhannes Þór Skúlason er ánægður með innkomu Play á íslenskan flugmarkað. Vísir/Vilhelm „Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki „make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum.“ Þetta sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á Bítinu í morgun þar sem hann ræddi hina væntanlegu innkomu íslenska flugfélagsins Play á flugmarkað. Flugfélagið var kynnt til leiks í vikunni en ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflugið verður farið. Þá liggur leiðakerfið heldur ekki fyrir. Á blaðamannafundi þar sem flugfélagið var kynnt kom hins vegar fram að félagið verði í fyrstu smátt í sniðum. Play muni alfarið halda sig við Airbus A320 vélar og verða þær tvær í fyrstu. Til að byrja með verði áfangastaðirnir sex í Evrópu, síðar verði leiðakerfið stækkað til Norður-Ameríku.Bandaríkjamarkaður mikilvægur Jóhannes Þór virðist vera jákvæður í garð hins nýja flugfélags. „Ísland byggir alla sína ferðaþjónustu á flugi, ég held að 99 prósent af farþegum sem hingað komi með flugi þess vegna skiptir sætaframboð okkur töluverðu máli og það sé almennt trú á þessum áfangastað. Þannig að það er bara mjög jákvætt,“ sagði Jóhannes Þór.Bætti hann við að þróun og vöxtur flugfélagsins yrði að koma í ljós en það væri jákvætt að innanborðs væru reynslumiklir starfsmenn úr flugheiminum. Að flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum. Sagði Jóhannes Þór að miðað við kynninguna á flugfélaginu væri ljóst að forsvarsmennirnir væru reynslunni ríkari eftir störf sín fyrir WOW air. „Þannig að menn hafa lært af hinu og þessu þarna og það kom svolítið fram á þessum blaðamannafundi sem haldinn var að þarna ætlar flugfélagið að einskorða sig við eina flugvélatýpu til dæmis og ekki fara í eitthvað breiðþotuævintýri eins og Skúli Mogensen taldi hafa farið illa með WOW,“ sagði Jóhannes Þór. Lýst honum vel á að stefnan sé sett á Bandaríkjamarkað, þar væri góður markaður fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Það skiptir okkur ferðaþjónustuna í heild sinni máli að það séu góðar tengingar við Bandaríkin. Það er augljóst að þetta nýja flugfélag ætlar að nýta sér samskonar kerfi og bæði Icelandair er að nýta sér og WOW nýtti sér á sínum tíma, að nota Keflavík sem skiptistöð og nýta staðsetningu Íslands sem flugmóðurskip í miðju Atlantshafinu til þess að fara til sitthvorrar heimsálfunnar. Það hefur sýnt sig að það er módel sem að virkar,“ sagði Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
„Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki „make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum.“ Þetta sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á Bítinu í morgun þar sem hann ræddi hina væntanlegu innkomu íslenska flugfélagsins Play á flugmarkað. Flugfélagið var kynnt til leiks í vikunni en ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflugið verður farið. Þá liggur leiðakerfið heldur ekki fyrir. Á blaðamannafundi þar sem flugfélagið var kynnt kom hins vegar fram að félagið verði í fyrstu smátt í sniðum. Play muni alfarið halda sig við Airbus A320 vélar og verða þær tvær í fyrstu. Til að byrja með verði áfangastaðirnir sex í Evrópu, síðar verði leiðakerfið stækkað til Norður-Ameríku.Bandaríkjamarkaður mikilvægur Jóhannes Þór virðist vera jákvæður í garð hins nýja flugfélags. „Ísland byggir alla sína ferðaþjónustu á flugi, ég held að 99 prósent af farþegum sem hingað komi með flugi þess vegna skiptir sætaframboð okkur töluverðu máli og það sé almennt trú á þessum áfangastað. Þannig að það er bara mjög jákvætt,“ sagði Jóhannes Þór.Bætti hann við að þróun og vöxtur flugfélagsins yrði að koma í ljós en það væri jákvætt að innanborðs væru reynslumiklir starfsmenn úr flugheiminum. Að flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum. Sagði Jóhannes Þór að miðað við kynninguna á flugfélaginu væri ljóst að forsvarsmennirnir væru reynslunni ríkari eftir störf sín fyrir WOW air. „Þannig að menn hafa lært af hinu og þessu þarna og það kom svolítið fram á þessum blaðamannafundi sem haldinn var að þarna ætlar flugfélagið að einskorða sig við eina flugvélatýpu til dæmis og ekki fara í eitthvað breiðþotuævintýri eins og Skúli Mogensen taldi hafa farið illa með WOW,“ sagði Jóhannes Þór. Lýst honum vel á að stefnan sé sett á Bandaríkjamarkað, þar væri góður markaður fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Það skiptir okkur ferðaþjónustuna í heild sinni máli að það séu góðar tengingar við Bandaríkin. Það er augljóst að þetta nýja flugfélag ætlar að nýta sér samskonar kerfi og bæði Icelandair er að nýta sér og WOW nýtti sér á sínum tíma, að nota Keflavík sem skiptistöð og nýta staðsetningu Íslands sem flugmóðurskip í miðju Atlantshafinu til þess að fara til sitthvorrar heimsálfunnar. Það hefur sýnt sig að það er módel sem að virkar,“ sagði Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30
WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15