Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 22:15 Meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó á ferð um Chihuahua. AP/Christian Chavez Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. Árásin, sem beindist gegn bandarískum ríkisborgurum sem búa í Mexíkó, þykir til marks um að yfirvöld Mexíkó hafi misst stjórn á héraðinu Sonora, þar sem árásin átti sér stað, og héraðinu Chihuahua sem er þar vil hliðina á. Einn hefur verið handtekinn vegna ódæðisins en talið er að glæpamennirnir hafi ætlað sér að ráðast á meðlimi annara glæpasamtaka en tvö slík eiga í átökum á svæðinu. Nánar tiltekið þá eiga Juarez-samtökin í átökum við hluta Sinaloa-samtakanna sem kallast Slazar. Íbúar bæja eins og Colonia LeBaron hafa stofnað eigin varðsveitir vegna ógnarinnar frá glæpasamtökum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það var til dæmis gert árið 2009. Þá var einum meðlimi LeBaron-fjölskyldunnar rænt af glæpagengi sem krafðist einnar milljónar dala í lausnargjald. Gjaldið var ekki greitt og manninum var sleppt úr haldi. Skömmu seinna pyntuðu glæpamenn Benjamin Lebaron og annan úr fjölskyldu hans fyrir framan ættingja þeirra og skutu þá svo til bana. Stórfjölskyldan hefur um árabil talað gegn glæpasamtökum í Mexíkó og sömuleiðis fyrir breytingum á vopnalöggjöf Mexíkó, svo íbúar geti varið sig gegn. Mörg þeirra sem dóu í árásinni tilheyra LeBaron fjölskyldunni.Hafa talað gegn glæpasamtökum Meðlimir Lebaron fjölskyldunnar eru mormónar sem upphaflega fluttust til Mexíkó, auk fjölda annarra bandarískra mormóna, eftir að þau flúðu undan ofsóknum í Bandaríkjunum. Það gerðu þau fyrir rúmum hundrað árum síðan, samkvæmt frétt LA Times. Afkomendur þeirra búa í þó nokkrum bæjum á svæðinu.Fjölskyldan er hvað best þekkt fyrir röð morða á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar, sem framin voru af Ervil LeBaron, sem var eitt sinn kallaður „The Mormon Manson“ og fylgjendum hans. Þau byrjuðu á morði Joel LeBaron, bróður Ervil, eftir að þeir deildu um hver myndi leiða trúarflokk þeirra.Frá 2009 hafa glæpasamtök að mestu látið Colonia LeBaron og nærliggjandi bæi vera. William Stubbs, sem er í samfélagsvarnarráði Colonia LeBaron, segir að glæpagengjunum hafi þó vaxið ásmegin á undanförnum árum. Samfélög víða um svæðið hafi orðið fyrir ofbeldi og hótunum þeirra. Hann sagði AP fréttaveitunni að um helmingur bæjarins Zaragoza, sem er á svæðinu, hafi flúið heimili sín. „Landið þjáist vegna ofbeldis. Þú sérð það allsstaðar og það skánar ekki. Það er að versna,“ sagði Stubbs.Yfirmaður herafla Mexíkó sagði í dag að þegar árásin átti sér stað á mánudaginn voru næstu hermenn í um 160 kílómetra fjarlægð. Eins og áður segir voru þeir lengi á vettvang en í millitíðinni lágu særð börn í felum í fjöllunum. Eftir að Andres Manuel Lopez Obrador tók við embætti forseta Mexíkó í desember myndaði hann nýtt þjóðvarðlið sem inniheldur um 70 þúsund hermenn. Greinandi sem AP ræddi við segir tak yfirvalda á svæðunum sem um ræðir ekki öruggt. Langt því frá. Af þessum um 70 þúsund hermönnum sem tilheyra þjóðvarðliðinu eru aðeins um 4.100 í Chihuahua og Sonora, sem eru um 420 þúsund ferkílómetrar að stærð. Annað atvik sem þykir til marks um vanmátt stjórnvalda gagnvart glæpasamtökum Mexíkó átti sér stað í Culiacan í síðasta mánuði. Þá handtóku þjóðvarðliðar og lögregluþjónar einn af leiðtogum Sinaloa-samtakanna. Mikill fjöldi vígamanna samtakanna fóru þá þungvopnaðir um götur borgarinnar, sátu um hermennina og þvinguðu þá til að sleppa Ovidio Guzman, son El Chapo. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15 Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Sjá meira
Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. Árásin, sem beindist gegn bandarískum ríkisborgurum sem búa í Mexíkó, þykir til marks um að yfirvöld Mexíkó hafi misst stjórn á héraðinu Sonora, þar sem árásin átti sér stað, og héraðinu Chihuahua sem er þar vil hliðina á. Einn hefur verið handtekinn vegna ódæðisins en talið er að glæpamennirnir hafi ætlað sér að ráðast á meðlimi annara glæpasamtaka en tvö slík eiga í átökum á svæðinu. Nánar tiltekið þá eiga Juarez-samtökin í átökum við hluta Sinaloa-samtakanna sem kallast Slazar. Íbúar bæja eins og Colonia LeBaron hafa stofnað eigin varðsveitir vegna ógnarinnar frá glæpasamtökum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það var til dæmis gert árið 2009. Þá var einum meðlimi LeBaron-fjölskyldunnar rænt af glæpagengi sem krafðist einnar milljónar dala í lausnargjald. Gjaldið var ekki greitt og manninum var sleppt úr haldi. Skömmu seinna pyntuðu glæpamenn Benjamin Lebaron og annan úr fjölskyldu hans fyrir framan ættingja þeirra og skutu þá svo til bana. Stórfjölskyldan hefur um árabil talað gegn glæpasamtökum í Mexíkó og sömuleiðis fyrir breytingum á vopnalöggjöf Mexíkó, svo íbúar geti varið sig gegn. Mörg þeirra sem dóu í árásinni tilheyra LeBaron fjölskyldunni.Hafa talað gegn glæpasamtökum Meðlimir Lebaron fjölskyldunnar eru mormónar sem upphaflega fluttust til Mexíkó, auk fjölda annarra bandarískra mormóna, eftir að þau flúðu undan ofsóknum í Bandaríkjunum. Það gerðu þau fyrir rúmum hundrað árum síðan, samkvæmt frétt LA Times. Afkomendur þeirra búa í þó nokkrum bæjum á svæðinu.Fjölskyldan er hvað best þekkt fyrir röð morða á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar, sem framin voru af Ervil LeBaron, sem var eitt sinn kallaður „The Mormon Manson“ og fylgjendum hans. Þau byrjuðu á morði Joel LeBaron, bróður Ervil, eftir að þeir deildu um hver myndi leiða trúarflokk þeirra.Frá 2009 hafa glæpasamtök að mestu látið Colonia LeBaron og nærliggjandi bæi vera. William Stubbs, sem er í samfélagsvarnarráði Colonia LeBaron, segir að glæpagengjunum hafi þó vaxið ásmegin á undanförnum árum. Samfélög víða um svæðið hafi orðið fyrir ofbeldi og hótunum þeirra. Hann sagði AP fréttaveitunni að um helmingur bæjarins Zaragoza, sem er á svæðinu, hafi flúið heimili sín. „Landið þjáist vegna ofbeldis. Þú sérð það allsstaðar og það skánar ekki. Það er að versna,“ sagði Stubbs.Yfirmaður herafla Mexíkó sagði í dag að þegar árásin átti sér stað á mánudaginn voru næstu hermenn í um 160 kílómetra fjarlægð. Eins og áður segir voru þeir lengi á vettvang en í millitíðinni lágu særð börn í felum í fjöllunum. Eftir að Andres Manuel Lopez Obrador tók við embætti forseta Mexíkó í desember myndaði hann nýtt þjóðvarðlið sem inniheldur um 70 þúsund hermenn. Greinandi sem AP ræddi við segir tak yfirvalda á svæðunum sem um ræðir ekki öruggt. Langt því frá. Af þessum um 70 þúsund hermönnum sem tilheyra þjóðvarðliðinu eru aðeins um 4.100 í Chihuahua og Sonora, sem eru um 420 þúsund ferkílómetrar að stærð. Annað atvik sem þykir til marks um vanmátt stjórnvalda gagnvart glæpasamtökum Mexíkó átti sér stað í Culiacan í síðasta mánuði. Þá handtóku þjóðvarðliðar og lögregluþjónar einn af leiðtogum Sinaloa-samtakanna. Mikill fjöldi vígamanna samtakanna fóru þá þungvopnaðir um götur borgarinnar, sátu um hermennina og þvinguðu þá til að sleppa Ovidio Guzman, son El Chapo.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15 Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Sjá meira
Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15
Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49