Valur hafðu betur gegn Haukum í baráttu liða séra Friðriks en liðin mættust í 6. umferð Dominos-deildar kvenna í kvöld.
Lokatölurnar urðu 74-57 en ekki hefur nein tölfræði borist úr leiknum. Valur er á toppnum með fullt hús stiga eftir sex leiki en Haukar eru í þriðja sætinu með átta stig.
Í Grindavík vann Keflavík fjögurra stiga sigur, 80-76, á heimastúlkum en Keflavík er eftir sigurinn í 5. sæti deildarinnar með sex stig.
Grindavík er án stiga en eins og í leiknum í Hafnarfirði hefur ekki nein tölfræði borist úr leiknum.
Við munum birta tölfræðina um leið og hún berst.
Valsstúlkur enn taplausar og Keflavík hafði betur í Suðurnesjaslagnum

Tengdar fréttir

Leik lokið: Skallagrímur - Breiðablik 60-48 | Borgnesingar kláruðu stigalausa Blika
Skallagrímur er komið með átta stig en Breiðablik er áfram án stiga.